24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 29

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 29
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 29 Það er enginn hægðarleikur að vera leigusali og að mörgu þarf að hyggja til að tryggja að allir séu ánægðir og sammála. Með þetta líkt og margt annað er gott að vera vel undirbúinn áður en haldið er af stað í leigumennskuna. Í fyrsta lagi þarf að taka ákvörðun um hvers lags leigjendur eigi að einblína á. Viltu helst leigja ungu athafnafólki, einstaklingi, fjölskyldu eða náms- mönnum? Ungt athafnafólk er tal- ið einna auðfengnustu leigjend- urnir þar sem það vill ekki endilega kaupa sér strax heldur frekar leigja. Mikilvægt er að muna að leigj- endur hafa misjafnar kröfur og því spurning hvort þú viljir sníða íbúð- ina að þörfum eins ákveðins hóps, t.d. fjölskyldufólks, eða halda val- inu meira opnu. Víða erlendis eru leigusalar tregir til að leigja náms- mönnum en öðrum þykja þeir þægilegir leigjendur þar sem slíkar íbúðir þarfnast minna viðhalds. Lengd leigusamnings Lengd leigusamninga er misjöfn en ef þú ert að reyna fyrir þér í fyrsta skipti er ef til vill ekki úr vegi að leigja íbúðina út til skemmri tíma til að byrja með. Þannig getur þú með tímanum áttað þig á hvort leigjendurnir eru að þínu skapi og hvort þeir uppfylla þær kröfur sem þú hefur sett. maria@24stundir.is Að leigja út íbúð er jafnvægislist Mikilvægt að allir séu ánægðir Ef þú ætlar að selja fasteign sem þú hefur búið í í nokkur ár er ekki ólíklegt að ýmislegt hafi safnast upp hjá þér yfir árin sem mætti henda. Notaðu tækifærið áður en hugsanlegir kaupendur koma að skoða til að taka reglulega vel til og losa þig við allt óþarfa dót. Þannig getur fólk séð íbúðina almennilega og það pláss sem hún hefur að bjóða. Tiltekt flýtir líka fyrir þér þegar kemur að flutningi. Snyrtimennska eykur vinsældir Tunguháls 15 sími: 564 6070 www.kvarnir.is Tröppur og stigar Iðnaðartröppur Við bjóðum upp á vönduð og traust einingahús á sanngjörnu verði. Allt frá garðhýsum upp í sumarhús, einbýlishús, parhús og raðhús. Okkar stefna er að koma sem mest til móts við þarfir hvers og eins með því að bjóða uppá fjölbreytta mögu- leika við hönnun og byggingu draumahússins. Við viljum veita viðskiptavinum okkar góða og faglega þjónustu og erum því í samstarfi við fagaðila á öllum stigum byggingarferilsins. Samstarfsaðili okkar í Eistlandi leggur ríka áherslu á umhverfisvæna framleiðslu með orku- og efnisnýtingu að leiðarljósi. Ef þú ert að leita að draumahúsinu þínu, leitaðu þér þá upplýsinga eða tilboða hjá okkur í síma 864 2400 eða á heimasíðunni okkar, www.volundarhus.is. VÖNDUÐ SUMARHÚS SEM HÆGT ER AÐ REISA Á SKÖMMUM TÍMA Völundarhús.is hafa til sölu heilsárshús sem hönnuð eru af íslenskum arkitektum fyrir íslenskar aðstæður. Allt burðarþol og vindálag er reiknað samkvæmt íslenskum stöðlum. Húsin eru framleidd í nýrri og glæsilegri verksmiðju í Eistlandi og koma í einingum tilbúin til uppsetningar. Afgreiðslutími er frá 2 og upp í 6 mánuði. JÓNSI 90 JÓNSI 60 VH ehf · Heiðarbraut 3 · 250 Garður · Sími 864-2400 Ei nb ýl is hú s Su m ar hú s Pa rh ús Ra ðh ús G ar ðh ýs i 0 8 -0 0 0 2 H en na r há tig n

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.