24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 27

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 27
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 27 Undanfarin ár hefur svokölluð pólýhúðun orðið sífellt vinsælli hér á landi en pólýhúðun er í raun nokkurs konar duftlökkun. Fyr- irtækið Pólýhúðun sérhæfir sig í pólýhúðun og er því nútíma lökk- unarfyrirtæki búið nýjustu tækni til duftlökkunar á málmhlutum. Reynir Bergmann Dagvinsson, deildarstjóri hjá Pólýhúðun, segir umsvifin hafa aukist með hverju árinu en fyrirtækið var stofnað 1997. „Í hverjum mánuði eru húð- aðir mörg þúsund fermetrar af hinum ýmsu hlutum allt frá nögl- um og skrúfum upp í heilu hring- stigana. Fjölbreytni er eitt af kjör- orðum okkar enda er ekkert verkefni svo smátt eða stórt að við tökum ekki á því. Pólýhúðun getur húðað alla málma og gler,“ segir Reynir og bætir við að pólýhúðun sé gert úr pólýesterefni. „Efnið hentar mjög vel fyrir byggingar, í innréttingar, fyrir bíla, rör, nið- urföll, klæðningar og margt fleira.“ Einstök gæði Reynir segir að helstu kostir pó- lýhúðunar séu þeir að efnið er svo miklu slitsterkara en önnur efni og þolir mun meira. „Við pólýhúðun er notað dufthúðað og innbrennt lakk sem þýðir að notað er duft og rafmagn. Duftið er hlaðið upp í 80 þúsund volt og þá binst það við málminn. Síðan fer það inn í ofn þar sem það er bakað í tuttugu mínútur og herðist mjög vel þann- ig að yfirborðið verður mjög hart. Pólýhúðun er mjög víða í dag, á flestöllum húsgögnum, alklæðn- ingum og gluggum í húsum en uppistaðan hjá okkur er húsgögn og innréttingar. Gæði pólýhúðar eru því einstök bæði hvað varðar viðloðun, áferð, slitþol og end- ingu.“ Sterkt og umhverfisvænt Eiffel-turninn í París hefur fengið samkeppni í arkitektúr-undri nokkru sem hefur risið rétt við borgarmörkin. Byggingin er 70.000 fermetrar að stærð og hönnuð af ofur-arkitektagrúppunni Skid- more, Owings og Merrill. Köldu vatni úr Signu verður dælt um leiðslur í húsinu í þeim tilgangi að virkja kalda loftræstingu og þá eru sólarorkupanelar í klæðningu hússins sem framleiða allt það rafmagn sem þörf er á. Orkuþörf- in er fremur lítil vegna góðrar einangrunar eða um 16 kílóvött á fermetra. Byggingin er hins vegar ekki ódýr og er um 25-30% dýrari en hefðbundið hús- næði í byggingu. Í samkeppni við Eiffel-turninn „Grænt“ arkitektúr-undur Orkuveita Reykjavíkur Pólýhúðun var notuð í klæðningu á húsi Orku- veitu Reykjavíkur en pó- lýhúðun er mun slitsterk- ara en önnur efni. KYNNING Pólýhúðun er mjög vinsæl á Íslandi Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Allt á gólfið á einum stað Gólfefni-Teppaland sameinast Álfaborg í stærri verslun að Skútuvogi 6 Járnsmiðja Óðins Persónuleg þjónusta og fagleg ráðgjöfjsó

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.