24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 11

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 11
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 11 A›al-sko›unin í Skeifunni Höfum opna› n‡ja og fullkomna sko›unarstö› í Skeifunni 5. Hægt er a› fá sko›un án tímapöntunar í Skeifunni en þar veitum vi› alla almenna sko›unarþjónustu fyrir bifrei›ar, svo sem a›alsko›un, endursko›un, ástandssko›un og breytingasko›un. Hlökkum til a› taka á móti bílum og ökumönnum á n‡jum sta›. Su›urlandsbraut Árm úli Sí›um úli Fellsmúli G re ns ás ve gu r Skeifan Skeifan Fa xa fe n Ljóshe Gno›arvogur Fákafen Sko›unarstö›var: Reykjavík, Skeifunni 5 Hafnarfjör›ur, Hjallahrauni 4 Kópavogur, Skemmuvegi 6 Grundarfjör›ur Rey›arfjör›ur Ólafsfjör›ur Þingkonur norska Verka- mannaflokksins mæna von- araugum á íslenska löggjöf um fæðingarorlof. Leggja þær til að norskum lögum um fæðingarorlof verði breytt á þann hátt að þriðjungur þess falli feðrum í skaut. „Hvernig sem fæðingarorlof- inu verður breytt hér, getum við ekki litið framhjá jákvæðri reynslu Íslendinga af þrískipt- ingu orlofsins,“ segir Manuela Ramin-Osmundsen, ráðherra barna- og jafnréttismála, við Dagsavisen. Í dag eru norsku lögin þannig að feður geta tekið sex vikna fæðingarorlof. aij Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna mun innan skamms leggja fram ályktun um nýjar þvinganir á Íran vegna kjarn- orkuáætlunar landsins. Þetta hefur fréttastofa BBC eftir frönskum diplómata. Utanríkisráðherrar ríkjanna fimm sem hafa fast sæti í Ör- yggisráðinu funda í Berlín í dag. Tvö þeirra, Kína og Rúss- land, hafa til þessa efast um nauðsyn frekari þvingana á Ír- ansstjórn. „Ráðherrarnir ættu að ná samkomulagi um uppkast að ályktun,“ sagði heimild- armaður fréttastofunnar. aij Ræðutækni Toms Cruise þeg- ar hann prédikar í Vísinda- kirkjunni minnir Þjóðverja á áróðursræður Jósefs Göbbels. Þetta segir þýski sagnfræðing- urinn Guido Knopp í Bild am Sonntag. Ummæli Knopps hafa verið fordæmd af leiðtogum kirkj- unnar. „Hver sá sem þekkir Cruise veit að það eru ekki til fordómar í honum og ólíkt Bild am Sonntag og öðrum þýskum andstæðingum trúar- bragða mismunar hann fólki ekki,“ segir í fréttatilkynningu kirkjunnar. aij Noregur Vilja íslensku leiðina Íran Nýjar þving- anir í sjónmáli Þýskaland Tom Cruise líkt við nasista Kominn er tími til að taka starfsemi ýmissa alþjóðastofnana til rækilegrar endurskoðunar, sagði breski forsætisráðherrann í ræðu á Ind- landi í gær. Sagði Brown breytingarnar nauð- synlegar til þess að bregðast við fjármálakrepp- um, takast á við hlýnun jarðar og taka tillit til nýrra stórvelda á borð við Indland. Meðal þeirra breytinga sem Brown mælti fyr- ir var að Indland fengi fast sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, þegar starfsemi þess væri tekin til endurskoðunar. „Ég efast ekki um að ríki með milljarð íbúa, sem er stærsta lýðræð- isríki í heimi, ætti að eiga sæti í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna,“ sagði Brown. Brown lagði til að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn tæki að sér virkara eftirlitshlutverk. Gæti sjóð- urinn þannig stýrt skjótum viðbrögðum við ókyrrð á fjármálamarkaði. Nauðsyn breytinga á Alþjóðagjaldeyrissjóð- inum sagði Brown hafa komið í ljós þegar sam- dráttur á bandarískum húsnæðismarkaði á síð- asta ári hafði afleiðingar víða um heim. „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ætti að einbeita sér að eftirliti með heimshagkerfinu og fjár- málakerfinu. Hlutverk hans ætti að vera að koma í veg fyrir kreppu, en ekki aðeins að stýra og leysa hana eins og áður fyrr,“ sagði Brown. Innan Alþjóðabankans sagði Brown þörf á að koma á fót sjóði til að berjast gegn hlýnun jarðar með því að aðstoða fátækari ríki við umhverf- isvæna þróun. Auk þessa mæltist Brown til þess að Samein- uðu þjóðirnar settu saman sveitir löggæslu- manna og sérfræðinga sem gætu brugðist skjótt við átökum og sinnt uppbyggingu eftir átök. andresingi@24stundir.is Segir alþjóðastofnanir þurfa að bregðast við breyttum veruleika Gordon Brown vill breyta heiminum Kollegarnir Manmohan Singh, forsætisráðherra Ind- lands, tekur á móti breskum starfsbróður sínum

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.