24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 23

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 23
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 23 Það getur tekið ótrúlega langan tíma að klára smáatriðin á heim- ilinu eftir að flutt er í nýtt hús- næði eða þegar verið er að end- urbæta það gamla. Framkvæmdir eiga það til að dragast á langinn og mestu púðri er eytt í stærstu og kostnaðarsömustu verkin eins og lagningu gólfefna eða uppsetn- ingu innréttinga. Þessar fram- kvæmdir taka oft mikinn tíma og kraft frá fólki og margir verða hvíldinni fegnir og geyma smærri framkvæmdir til betri tíma, eins og lagningu gólflista eða annað slíkt. Engu að síður getur verið gott að drífa í hlutunum. Gott skipulag Til þess að ganga ekki fram af sér þarf að skipuleggja sig vel og taka fyrir eitt atriði í einu til þess að ljúka við. Setjið ykkur raunhæf markmið og takið eitt rými fyrir í einu. Byrjið á því sem mest liggur á og setjið ykkur ákveðin tíma- mörk þannig að ekki sé stöðugt verið að fresta óloknu verki til morguns. Ef ómögulegt reynist að vinna verkið sjálfur þá er um að gera að fá iðnaðarmenn til þess og snúa sér að léttari verkefnum á meðan. Ekki setja ykkur óraunhæf markmið og reiknið með tíma til þess að sinna skemmtilegri verk- efnum inn á milli. Forgangsröðun Áður en hafist er handa er gott að setjast niður og búa til lista. Farið yfir hvert herbergi og skráið hvað þarf nauðsynlega að gera og hvernig þið viljið að rýmið líti út. Forgangsraðið og reiknið út hversu miklu þið getið eytt í framkvæmdirnar. Fáið tilboð frá iðnaðarmönnum í erfiðustu verk- in og berið saman efniskostnað og aðra kostnaðarliði. Látið svo hendur standa fram úr ermum. Best að ljúka smáatriðunum af sem fyrst Skipuleggið og forgangsraðið Árvakur/Árni Sæberg Framkvæmdir Stundum getur verið gott að ljúka smærri verkum af en gott skipulag skiptir höfuðmáli. Gulur er mjög áberandi litur og því ekki allir sem þora að hafa heil- an gulan vegg inni á heimili sínu. Eins og myndin hér að ofan sýnir eru það óþarfa áhyggjur. Gulur tekur sig mjög vel út á vegg, er sumarlegur og líflegur auk þess sem herbergið verður bjart og fal- legt. Það hentar einkar vel að hafa mikið af hvítu í kringum gula vegginn, enda henta þessir tveir lit- ir mjög vel saman og guli liturinn er aðeins minna áberandi. Sumarlegur og líflegur veggur Fimm af tíu dýrustum borgum heims til að leigja húsnæði í eru í Asíu. Borgirnar eru Seúl, Mumbai, Sjanghai, Hong Kong og Tókýó. Hinar fimm eru New York, Moskva, London, Caracas og París. Hátt verð í Tókýó, New York, Seúl, Moskvu, London og París helst í hendur við háan framfærslukostn- að í borgunum. Í borgum á við Mumbai og Sjanghai orsakast hátt verð hins vegar af húsnæðisskorti. Húsaleiga hæst í Asíulöndum Þegar kemur að því að finna sér leiguíbúð er gott að hafa í huga það sem mestu skiptir. Þó þú hafir ekki efni á draumaíbúðinni eins og stendur skaltu einbeita þér að já- kvæðum hugsunum um hvernig þú getir gert hana kósí með því að bjóða heim vinum og ættingjum. Þröngt mega sáttir sitja og svo lengi sem tveir geta setið í eldhús- króknum ættir þú að vera í góðum málum. Kósí eldhúshorn fyrir tvo dugar Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is GEL OG ETHANOL ELDSTÆÐI BYLTING Í SVEFNLAUSNUM SPRENGIÚTSALA EITT BESTA ÚRVAL LANDSINS Á HEILSUDÝNUM 20-50% AFSLÁTTUR VAXTALAUS LÁN Í 6 MÁNUÐI

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.