24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 24stundir Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi. Fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Vörn gegn brunaslysum frá Danfoss Termix One tengigrind til hitunar á neysluvatni Stillanlegt hitastig neysluvatns Stórminnkar slysahættu af völdum heita neysluvatnsins Jafn þrýstingur á heitu og köldu neysluvatni, lengir líftíma blöndunartækja Léttari þrif, enginn kísill á flísum og hreinlætistækjum Vönduð vara, lítill viðhaldskostnaður Áralöng reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður Auðveld í uppsetningu Snyrtileg hlíff ylgir • • • • • • • • www.stillumhitann.is Rafmagn er lífæðin í húsum nú- tímans en það er aldrei jafn aug- ljóst og þegar við missum það. Grunnurinn að því að rafmagn- ið virki sem skyldi er að vera með rafmagnstöflu sem uppfyllir öll skilyrði. Samkvæmt vefsíðu Orku- veitunnar eru grunnreglurnar eft- irfarandi. „Hver rafmagns- heimtaug frá Orkuveitunni verður að tengjast einni aðaltöflu. Krafa Orkuveitunnar um búnað í að- altöflu er aðalvarrofi (í eldri töfl- um geta aðalvari og aðalrofi verið í tvennu lagi) og aðstaða fyrir orku- mæli eða orkumæla sé um fleiri notendur að ræða. Taflan sjálf og búnaður í henni þarf að uppfylla ákvæði reglugerða um raf- orkuvirki.“ Rafmagnstöflur eru varhugaverðar ef þær voru settar upp fyrir árið 1950 en fyrir þann tíma voru notaðir tjöruvírar sem skapað geta eldhættu. Þær töflur sem settar voru upp eftir árið 1970 ættu í flestum til- fellum að vera í lagi en þá var búið að koma í veg fyrir að þær slægu út við rangt álag. Áður höfðu þær átt það til að slá út við of lítið eða of mikið álag. Kostnaðurinn við að skipta um rafmagnstöflu getur ver- ið allt að 300 þúsund fyrir litla íbúð en þá er töflunni skipt út ásamt vírunum sem frá henni liggja. Þeir sem telja að taflan þeirra sé ekki í lagi geta fengið matsmenn til að fara yfir rafmagnsmálin á heim- ilinu og þeir koma svo með tillögur að breytingum. Neytendastofa mælir með nokkrum aðilum til verksins og því er gott að hafa sam- band við skrifstofuna. Matsmenn- irnir taka þóknun fyrir ef þeir eru pantaðir í hús en ef þeir koma af eigin hvötum og skoða málið til dæmis vegna aldurs húsnæðis er það gert á kostnað ríkisins. iris@24stundir.is Ný rafmagnstafla kostar hundruð þúsunda Gamlar töflur skapa hættu Árvakur/Árni Sæberg Ljós Við getum ekki án rafmagnsins verið. um sök sé að tefla hjá seljanda, t.d. að hann vanræki upplýsingaskyldu sína og til riftunar þarf að vera um verulegan annmarka að ræða. Selj- andi má ekki breiða yfir eða þegja um drauga. Honum ber að upplýsa kaupanda um draugagang. Ef hann þegir getur kaupandi öðlast rétt til riftunar og/eða skaðabóta. Skoðun kaupanda Grandvar kaupandi á að skima og spyrja eftir draugum ef tilefni er til. Ef kaupandi sá eða mátti sjá draug verður hann að láta í sér heyra. Hann getur ekki síðar borið fyrir sig draug sem hann sá eða mátti sjá við skoðun. Komi fram grunsemdir verður hann að kynna sér málið betur. Annars situr hann uppi með drauginn. Ef kaupandi hefur haft draugafróðan mann með sér þá yrðu augu, eyru og vitneskja sérfræðingsins lögð til grundvallar við mat á því hvað kaupandi mátti sjá. Ef sérfræðing- urinn klikkar getur kaupandinn setið í draugasúpunni. Kaupandi fasteignar verður að sanna að eign sé gölluð og gildir það um draugagang eins og aðra galla. Hann ber sönnunarbyrðina um tilvist draugsa og að atvik séu með þeim hætti að hann eigi kröfu á hendur seljanda. Það er mjög á brattann að sækja fyrir kaupanda að sanna tilvist drauga og að draugagangur sé galli. Matsmenn Í gallamálum eru gjarnan dóm- kvaddir sérfræðingar til að meta galla og áætla kostnað við úrbætur. Skaðabótakrafa kaupanda í drauga- máli gæti verið t.d. kostnaður við Seljandi má ekki breiða yfir eða þegja um drauga Það er athugunarefni hvort reimleiki í húsum geti talist galli, sem veiti kaupanda rétt til riftunar, skaðabóta, afsláttar eða úrbóta. Hver er réttur þess sem kaupir draug- inn í sekknum? Eru til draugabanar sem draugahreinsa hús? Draugar Ekki er vitað hvort draugangur er í þess- um umtöluðu húsum. Sigurður Helgi Guðjónsson hrl. formaður Húseig- endafélagsins. HÚSHORNIÐ Er draugagangur galli? Helst mun kveða að draugagangi í gömlum húsum sem hafa verið vettvangur voveiflegra atburða. Fasteignakaupalög geyma ákvæði um réttindi og skyldur að- ila og úrræði vegna vanefnda. Þar er fjallað um galla og hvernig ákvarða skuli hvort eign er gölluð eða ekki. Þar er um almennar regl- ur að ræða en ekki er fjallað sér- staklega um einstakar gallateg- undir, hvorki drauga né aðra. Skaðabætur og riftun Það eru skilyrði skaðabóta að um sök sé að tefla hjá seljanda, t.d. þegar hann vanrækir upplýs- ingaskyldu sína og reynir að leyna draugum. Það er skilyrði riftunar að um verulegan annmarka sé að ræða. Óverulegur draugagangur myndi ekki heimila kaupanda rift- un. Í fasteignakaupalögunum segir að notuð fasteign teljist ekki gölluð nema ágalli á henni rýri verðmæti hennar svo nokkru nemi. Þessi regla var sett til að stemma stigu við kröfum kaupenda vegna óveru- legra gæðafrávika og smágalla. Spyrja má hvort kaupandi geti þá ekki borið fyrir sig smávægilegan draugagang. Verða kaupendur að láta sig hafa draugagang upp að vissu marki? Hvenær rýrir draugur verðmæti húss svo nokkru nemi? Leyndir gallar Kaupandi má almennt treysta því að draugar fylgi ekki með í kaupunum. Hann á ekki að þurfa að hýsa og búa með draugum með þeim ama sem þeim fylgir yfirleitt. Draugagangur er þeirrar náttúru að hann leynist og dylst, sumum alltaf, öðrum oftast og enn öðrum stundum og stundum ekki. Ekki getur að finna galla sem ber það nafn betur að heita leyndur galli. Mismunandi draugar Fólk er misviðkvæmt fyrir reim- leikum. Sumir eru ofurviðkvæmir og heyra og sjá drauga í hverju horni meðan aðrir skella skollaeyr- um. Sumir eru næmari en aðrir. Sumir kippa sér ekki upp við drauga og finnst notalegt og heim- ilislegt að hafa þá á sveimi meðan aðrir tryllast við smá draugabrölt. Sumt fólk hefur þannig yndi af sambýli við drauga meðan aðrir vilja alls ekkert með þá hafa. Svo er ekki sama hver draugurinn er. Það er sitthvað rammíslenskur Móri og Skotta eða útlenskur ærsladraugur sem kann sig ekki í íslenskum hús- um. Það eru skilyrði skaðabóta að að svæla drauga út. Draugamál myndu sjálfsagt yfirleitt fremur snúast um riftun en bætur. Ef að líkum lætur myndu það helst vera miðlar og prestar sem dómkvaddir yrðu. Aðrir með góð sambönd við drauga og framliðna og heim þeirra kæmu einnig til greina. Draugabanar Draugabanar eru ekki lögvernd- uð starfsgrein en ýmsir, prestar, miðlar og fleiri hafa tekið slíkt að sér. Fyrir nokkrum árum bauð maður Húseigendafélaginu að draugahreinsa hús félagsmanna. Sagði hann að mörg hús væru bók- staflega stútfull af draugum sem yf- irleitt væru svipir dauðra of- drykkjumanna sem hafi ekki auðnast að klára sopann sinn. Það gerast víst ekki verri örlögin en að deyja frá ódrukknu víni, frá heilum og hálfum glösum og flöskum. Menn ganga aftur af minna tilefni. Engin dómsmál Yfirleitt hafa kaupendur ekki ár- angur sem erfiði í málum vegna draugagangs. Þetta stafar ekki af viljaleysi og draugaskorti heldur því hversu sönnunarstaðan er erfið. Það er þrautin þyngri að sanna til- vist drauga og draugagang. Þótt draugar skjóti upp kollinum alltaf annað veifið hafa slík mál ekki komið til kasta dómstóla hér á landi. Einu verður ekki framhjá litið, og það er að margir telja að draug- ar séu hvergi til nema í hugskoti þeirra sem þá þykjast sjá. Aðrir hafa fyrir satt að draugar séu á hverju strái en þeir séu allir lifandi. Illræmdir draugar Þeir húsdraugar sem illræmd- astir eru og torveldast er að kveða niður eru þeir fóstbræður RAKI og LEKI. Þeir eru mjög viðsjárverðir og valda oft skaða og teljast oft til húsgalla. Þeir hafa leikið margt húsið og margan húseigandann grátt og spilað stóra rullu í mörg- um dómsmálum. Árvakur/Kristinn Börnum finnst gaman að hjálpa til og um að gera að nýta krafta stálp- aðra barna við breytingar á heim- ilinu. Fáðu barnið til að sjá um létt verk eins og að halda á einhverju og rétta þér eða sortera skrúfur og nagla. Eða leyfðu sköpunarþörf þess að njóta sín með því að mála einn vegg að vild í herberginu sínu. Hægt er að eiga skemmtilegar og fræðandi stundir með barninu á þennan hátt. Börnin geta hjálpað til Það er athyglisvert að dýrustu göt- ur Bretlands bera sjaldnast slíkt heiti. Það er að segja í staðinn fyrir götuheiti sem enda á gata eru dýru göturnar líklegri til að enda á tröð, lundur, stræti, dalur eða leið. Langdýrustu göturnar heita þó yf- irleitt án undantekninga nöfnum sem enda á garðar eða, sem er enn vinsælla, torg, líkt og Kensington Square, sem er einmitt dýrasta gat- an í London. Dalir, traðir og torg dýrust

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.