24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 31

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 31
Á þessum degi árið 1788 fæddist George Gordon Byron, lávarður, í Aberdeen í Skotlandi. Fyrsta ljóða- bók hans Hours of Idleness kom út árið 1897 og gagn- rýnendur rifu hana í sig. Árið 1812 sendi hann frá sér ljóðabálkinn Childe Harold’s Work sem gerði hann að bókmenntastjörnu. Hann kvæntist Anne Millbank og átti með henni dótturina Ödu sem varð stærð- fræðisnillingur og er að margra áliti fyrsti tölvuforrit- ari sögunnar. Hjónaband Byrons var harmsaga og þau slitu fljótlega samvistum. Byron varð síðan að flýja land árið 1816 eftir svæsnar slúðursögur um ást- arsamband hans við hálfsystur sína Augustu Leigh. Byron hélt til Grikklands og hugðist berjast með landsmönnum í frelsisstríði þeirra. Hann lést á Grikk- landi stuttu eftir 36 ára afmælisdag sinn. Skáldskapur hans og litríkt lífshlaup höfðu djúp áhrif á rómantísku stefnuna í Evrópu. Fæðing Byrons MENNINGARMOLINN Ég rataði á rétta braut Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is Erró var staddur hér á landi um síðustu helgi til að árita bók- ina Erró í tímaröð - líf hans og list eftir Danielle Kvaran listfræð- ing. „Danielle lá yfir þessu verki í fimm ár og stóð sig gríðarlega vel,“ segir Erró. „Ég er ekki búinn að lesa bókina, ég les hana eftir fimm eða sex ár og þá eins og hún sé um einhvern annan. Þegar Aðalsteinn Ingólfsson skrifaði bók um mig las ég hana nokkrum árum eftir að hún kom út og las hana eins og hún væri ekki um mig heldur einhvern allt annan mann. Mér finnst ekkert gaman að lesa um sjálfan mig, það fær mig til að finnast að ég hljóti að vera við dauðans dyr.“ Kaldar kveðjur til Bush Það verður nóg að gera hjá Erró á næstunni. „Ég tek þátt í stórri samsýningu sem verður haldin í París í apríl. Þar sýni ég ásamt nokkrum gömlum félögum mínum. Við stofnuðum hóp árið 1960 og myndir okkar verða þarna í fyrsta sinn saman á sýn- ingu. Þetta er hópur sem hefur einbeitt sér að því að gera póli- tískar myndir. Sjálfur hef ég gert nokkrar myndir sem tengjast Íraksstríðinu og er nýbúinn að gera gríðarstóra mynd sem heitir God Bless Bagdad, þannig að Bush fær að vita af því hvað mér finnst um hann.“ Erró er nýkominn frá Kína, var þar í tvo mánuði, en þar var haldin sýning á verkum hans. „Ég ætlaði að senda Maó-myndir á sýninguna en kínverska mennta- málaráðuneytið bannaði það. Flest sem minnir á Maó er horfið í Kína. Í Kína fann ég ekki mikið af efni sem ég get nýtt mér í myndlistinni, þó keypti ég um tuttugu auglýsingaplaköt frá 1920-1930, þar sem verið er að auglýsa viskí og koníak og fal- legum konum bregður fyrir. Þessi plaköt nota ég kannski seinna.“ Stríð og friður með Yoko Erró segist ekki koma oft hing- að til lands en talar enn prýðilega íslensku. „Ég tala eingöngu ís- lensku við Gunnar Kvaran. Við hringjumst nokkuð oft á. Þegar við tölum illa um fólk tölum við íslensku og förum svo yfir í frönskuna þegar við tölum vel um fólk,“ segir Erró. „Ég vonast til að koma aftur hingað til lands í júní því ég þarf að undirbúa stóra sýningu í Kanada. Ég vona að yfirmenn kanadíska safnsins komi með mér og velji myndir frá Listasafni Reykjavíkur og Listasafni Íslands á sýninguna. Ef allt gengur vel verður Yoko Ono þátttakandi á sýningunni sem heitir Stríð og friður. Yoko sér um friðinn og ég um stríðið.“ Þegar Erró er spurður hver sé lykillinn að velgengni hans svarar hann: „Ég held að mikil vinna sé lykillinn að velgengni. Í gamla daga þegar ég var í myndlistar- námi voru nokkrir nemendur miklu betri teiknarar en ég og betri í myndbyggingu. En ég vann og vann og hermdi eftir öðrum í byrjun og ég lærði margt af því – og svo vann ég og vann. Ég er svo heppinn að vera í vinnu sem ég hef gaman af. Ég rataði á rétta braut. Sumt var bara tilviljun, til dæmis hitti ég sérstakt fólk á réttum tíma sem hjálpaði mér mikið. Var það til- viljun eða kannski forlög? Það er best að hugsa ekki um það.“ Erró „Ég held að mikil vinna sé lykillinn að velgengni.“ Erró undirbýr stórsýningar ➤ Erró er fæddur árið1932 og heitir réttu nafni Guðmundur Guðmundsson. ➤ Árið 1989 færði Erró Reykja-víkurborg að gjöf 2000 verk eftir sig og einnig skissur, dagbækur og plaköt. ➤ Hann var sæmdur fálkaorð-unni árið 1991. MAÐURINN Erró undirbýr sýningu í París og á næsta ári sýnir hann í Kanada. Hann seg- ist snemma hafa ratað á rétta braut og telur að mikil vinna sé lykillinn að árangri. 24stundir ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 31 KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@24stundir.is a Tilviljunin er ef til vill dul- nefni Guðs þegar hann hirðir ekki um að setja nafnið sitt undir. Anatole France Michael Clarke barítónsöngv- ari og Þórarinn Stefánsson pí- anóleikari koma fram á há- skólatónleikum á Bifröst miðvikudaginn 30. janúar. Á efnisskrá þeirra eru lög úr söngbók Garðars Hólm eftir Gunnar Reyni Sveinsson; ís- lensk þjóðlög í útsetningu Michaels Clarke og önnur ís- lensk sönglög. Háskólatónleikar á Bifröst eru haldnir síðasta miðvikudag hvers mánaðar. Þeir hefjast kl. 17.00 í Hriflu. Aðgangur er ókeypis. Tónleikar á Bifröst Við upphaf bókasýn- ingarinnar í Frankfurt síðastliðið haust tryggði þýska bóka- forlagið Ullstein sér Skipið eftir Stef- án Mána á undan öllum öðr- um með forkaupstilboði á útgáfuréttinum. Í Frakklandi var áhuginn gífurlegur og að lokum varð að efna til upp- boðs um útgáfuréttinn. Það var hið kunna forlag Gallim- ard sem hreppti hnossið. Nú í vikunni var svo gengið frá útgáfusamningi við sænska forlagið Albert Bonnier en áður hafði útgáfurisinn Gyldendal keypt útgáfurétt í Danmörku og forlagið Motto í Tékklandi. Stefán Máni í útrás AFMÆLI Í DAG August Strindberg rithöfundur, 1849 m bl 9 62 12 0 Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 www.belladonna.is Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Stærðir 38-60 990 kr. slá Útsala 30-50% afsláttur 25% a ukaafs láttur af útsö luvöru m og f lestum öðrum vörum í vers luninn i Árvakur/Kristinn

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.