24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 7

24 stundir - 22.01.2008, Blaðsíða 7
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 7 Ökumaður missti stjórn á fólksbíl sínum á Suðurlands- vegi austan við Þingborg um ellefuleytið í morgun með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði utan vegar og fór eina veltu. Ökumaðurinn fann fyrir eymslum í hálsi en ákvað að leita sér sjálfur læknishjálpar. Þá var bíllinn svo lítið skemmdur að hann gat haldið för sinni áfram eftir að lög- regla aðstoðaði hann upp á veginn aftur. mbl.is Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is Á fimmtudaginn verða 100 ár síð- an konur settust fyrst í borgar- stjórn Reykjavíkur en Oddný Sturludóttir, Samfylkingu, lagði til í borgarstjórn fyrir réttu ári að þessara tímamóta yrði minnst með veglegum hætti. „Það verður ýmislegt gert til að fagna,“ segir Oddný. „Götur verða nefndar eftir þeim fjórum konum sem fyrst settust í bæjarstjórn og móttaka með þeim núlifandi kon- um sem setið hafa í bæjar- og borg- arstjórn Reykjavíkur. Þá verður á fimmtudaginn opn- uð sýning í Ráðhúsinu þar sem far- ið verður yfir hverju konur hafa breytt í borgarpólitík,“ segir hún. „Þetta er færanleg sýning þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu að hún verði seinna sett upp í skólum eða jafnvel bara í Kringlunni,“ segir Oddný. Menntaráð Reykjavíkur hefur einnig samþykkt að styrkja 1-3 kennara til símenntunar í kynja- fræðum frá og með næsta hausti segir hún. „Þeir verða þá eins konar jafnréttisleiðtogar í skólunum,“ segir Oddný. Kennarar í 10. bekk grunnskóla séu auk þess hvattir til að ræða við nemendur sína um jafnréttismál út frá kvikmynd sem send hefur verið skólunum. Heimsóttar þrisvar Kristín Ástgeirsdóttir, sagnfræð- ingur og framkvæmdastýra Jafn- réttisstofu, segir þetta framboð tengjast baráttunni fyrir kosninga- rétti kvenna en 1908 fengu þær konur sem giftar voru atkvæða- bærum mönnum kosningarétt. „Áður voru það bara einhleypar og sjálfstæðar konur sem höfðu kosn- ingarétt,“ segir hún en bætir við að þetta hafi átt við í Reykjavík og Hafnarfirði en sér lög voru fyrir hvert sveitarfélag á þessum tíma. „Strax og þetta var komið í gegn fóru kvenfélögin að tala saman um að nýta sér kosningaréttinn og ætl- uðu fyrst að fara fram með karla- félögunum en þær voru fljótar að komast að því að þó þeir væru ægi- lega fegnir að fá atkvæðin þeirra voru þeir ekki tilbúnir að gefa eftir nein sæti, svo þær ákváðu að bjóða bara fram sjálfar,“ segir Kristín. Hún segir kosningabaráttu þessara kvenna einhverja best skipulögðu kosningabaráttu sem hún hefur heyrt um. „Þær skiptu bænum nið- ur í hverfi, settu þrjár konur yfir hvert hverfi og svo heimsóttu þær hverja einustu kosningabæra konu, þrisvar. Það slapp engin,“ segir hún og bætir við: „Þetta hafði þau áhrif að þær fengu rúmlega 20% atkvæða. Þær höfðu stillt upp 4 konum sem náðu allar kjöri og hefðu þær haft vit á því að hafa 5 konur hefði sú fimmta náð inn líka.“ Hefðu náð inn fimm konum  100 ár frá því að fyrstu konurnar settust í borgarstjórn  Fjórar konur voru kosnar af kvennalista  Best skipulagða kosningabarátta sem um getur ➤ Katrín Magnússon, formaðurHins íslenska kvenfélags. ➤ Þórunn Jónassen, formaðurThorvaldsensfélagsins. ➤ Bríet Bjarnhéðinsdóttir, for-maður Kvennréttindafélags Íslands. ➤ Guðrún Björnsdóttir, sem varmeð mjólkursölu í Reykjavík. ➤ Auður Auðuns, fyrst kvennaborgarstjóri, 1959-1960, með Geir Hallgrímssyni. FYRSTU KONURNAR Bríet Hún ein af þeim fjórum konum sem fyrst settust í bæjarstjórn í Reykjavík. Stjórn Bændasamtaka Íslands lýsir yfir miklum vonbrigðum með að ekki hafi tekist að upp- fylla það markmið fjarskiptaáætl- unar stjórnvalda að allir lands- menn ættu kost á háhraðanettengingum á árinu 2007. „Gott og öruggt netsam- band er því ein af forsendum framfara í landbúnaði og bættum búrekstri,“ segir m.a. í tilkynn- ingu Bændasamtakanna. mbl.is Bændur í lélegu sambandi Heilbrigðiseftirlitið mun á næstu dögum innsigla reykherbergi á Barnum. Reykingar hafa verið leyfðar í sérstöku lokuðu rými á Barnum, líkt og 24 stundir skýrðu frá. Reykingar voru hins vegar bannaðar á opinberum stöðum í fyrra. Í kjölfar fjöl- miðlaumfjöllunar hefur nú verið ákveðið að innsigla reyk- herbergið á Barnum. Heilbrigðiseftirlitið skoðar nú fleiri veitingastaði þar sem grun- ur er um að reykingar séu leyfðar. Reykherbergið verður innsiglað Um 30 fangar á Litla-Hrauni eru skráðir í nám við Fjöl- brautaskóla Suðurlands og aðra skóla nú á vorönn. Alls eru 20 skráðir í íslensku og íþróttir, 17 í stærðfræði, 15 í ensku og 13 í dönsku og spænsku. Í lífsleikni eru 15 nemendur, 12 í grunnteikn- ingu og 9 í framkvæmdum og vinnuvernd. Í hlífðargassuðu og rafsuðu eru 5 nemendur, að því er kemur fram á vefn- um fangelsi.is. ibs Þrettán fangar í spænskunámi Hélt för sinni áfram eftir veltu

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.