24 stundir - 05.02.2008, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur
dista@24stundir.is
Smart-bíllinn er einn af fáum örbíl-
um sem enn eru framleiddir í
heiminum. Bíllinn er framleiddur
af Daimler Chrysler AG sem fram-
leiðir Mercedes Benz og þeir hafa
verið til sölu í nærri áratug í Evr-
ópu. Þrátt fyrir það eru aðeins seldir
rúmlega 100.000 bílar í heiminum
öllum á hverju ári. Bílaáhugamenn
eru á einu máli, þótt örbílar séu
skemmtileg og framúrstefnuleg
hugmynd, hefur almenningur hafn-
að örbílnum. Tími þeirra þykir lið-
inn. Aaron Bragman sérfræðingur
hjá Global Insight segist ekki hafa
trú á því að framleiðsla á bílnum
borgi sig mikið lengur. „Allir þeir
sem vildu eignast þennan bíl í
heiminum, eiga hann nú og útséð
er um að bíllinn verði tískufyr-
irbrigði.“ Þessu er Gordon Murray
hönnuður hjá McLaren F1 algerlega
Ekki smart á SMART?
Tími örbílanna liðinn?
Fullkominn til ferðalaga
um kræklóttar götur mið-
bæjarins, vistvænn og
ódýr í rekstri í landi þar
sem bensín og olía eru
fljótandi gull. Hagkvæm-
ari í rokrassinum 66 gráð-
ur norður en vespurnar
sem unga fólkið sveimar
um bæinn á, skjálfandi af
kulda. Hvers vegna eru
göturnar ekki fylltar ör-
bílum á við Smart-bílinn?
Smart örbílar Smart-
bílarnir þykja nútíma-
legir og liprir. Þeir eru
þrátt fyrir smæðina
taldir öruggir í akstri.
Þessi er til sölu! Fiat 500 til sölu á
Ebay fyrir um 6000 dollara.
Ör-rúta? Ótrúlegt en satt. Þessi Fiat-
bifreið/rúta frá 1975 rúmar 6 manns.
Sportútgáfa Margar Smart-
bifreiðanna eru hannaðar í anda gömlu
tímanna með nútímalegu yfirbragði.
Isettan BMW Isetta þykir einn fagursti
örbíll allra tíma. 3ja hjóla og opnast að
framanverðu.
ósammála og vill sjá veg örbílanna
sem mestan. „Ég dáist að því hversu
mörgu þarf að huga að við hönnun
smábíla,“ segir hann. „Það þarf að
reyna að hafa rýmið sem þægilegast
þrátt fyrir smæðina og bíllinn þarf
að vera öruggur í umferðinni. Þá er
útlitið skemmtilegt og hugsunin á
bak við framleiðslu þeirra göfug.“
Askja flytur ekki inn Smart
„Við flytjum ekki inn smart-
bifreiðarnar, höfum ekki séð að hér
á landi sé markaður til þess,“ segir
Jón Trausti Ólafsson markaðsstjóri
hjá bílaumboðinu Öskju. Að-
spurður hvort þeir þjónusti eig-
endur bifreiðanna ef þeir leita til
þeirra segir hann að svo sé ekki.
„Eigendurnir verða að axla ábyrgð-
ina sjálfir.“ Jón Trausti er þó ekki
sammála um að tími örbíla sé lið-
inn. Ég er afar hrifin af hugmynd-
inni um vistvænan borgarbíl. Í
London og öðrum borgum eru þeir
í mikilli uppsveiflu og njóta vin-
sælda enda hentugir til ferðalaga.
nei tími örbílanna er ekki liðinn. “
Þrátt fyrir að úti sé snjór yfir
öllu, og þar á meðal bílunum, er
ekki síður mikilvægt að þrífa bíl-
inn á svona vetrardögum. Hinar sí-
vinsælu Sonax-hreinsivörur hafa
verið á íslenskum markaði í yfir 30
ár og Sonax Hard wax er eitt mest
selda bón á Íslandi, að sögn Þrastar
Ríkharðssonar, vörustjóra hjá Ás-
birni Ólafssyni ehf. „Sonax Hard
wax er hreinsibón sem hreinsar
tjöru og óhreinindi. Tjaran á Ís-
landi er vandamál og þetta bón er
því sérblandað fyrir íslenskar að-
stæður. Það hreinsar tjöruna alveg
af bílunum en önnur bón gera það
síður. Við erum líka með glans-
þvottalög sem er notaður áður en
bíllinn er bónaður en það er önnur
vinsæl sápa úr okkar línu. Bíllinn
glansar allur eftir þann þvott,“ seg-
ir Þröstur og hlær.
Aðspurður af hverju hann telji
að Sonax-vörurnar séu svona vin-
sælar segir hann að það sé margt
sem stuðli að því. „Til að mynda
eru allar Sonax-umbúðir á íslensku
svo það er auðveldara fyrir fólk að
nálgast upplýsingar um hvernig
ber að nota vöruna. Eins hafa So-
nax-bónin alltaf verið mjög vinsæl
vegna þess hve auðvelt og þægilegt
er að vinna með þau. Eftir að bón-
ið hefur verið borið á bílinn er
mjög létt að strjúka það af sem ger-
ir vinnuna við þrifin mun auðveld-
ari og skemmtilegri,“ segir Þröstur
að lokum og bætir við að Sonax-
vörurnar fáist á öllum bensín-
stöðvum.
Sérhannað bón fyrir íslenskar aðstæður
Mest selda bónið á Íslandi
Sonax Sonax hafa verið á ís-
lenskum markaði í yfir 30 ár.
KYNNING
SJÁLFVIRK
6v / 12v / 24v 0,8A - 25A
Fyrir allar gerðir rafgeyma
Mega vera í sambandi allt árið.
Bíldshöfða 12 - 110 Reykjavík - Sími 577 1515 - www.skorri.is
Hleðslutæki
Japan/U.S.A.
STÝRISENDAR,
SPINDILKÚLUR
OG FÓÐRINGAR
í jeppa í miklu úrvali
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000
Ökunám í fjarnámi !!!!
Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is
Ekill ökuskóli er eini ökuskólinn á landinu sem býður upp á
ökunám í fjarnámi. Þú getur unnið námskeiðin í tölvunni
heima þegar þér hentar.
Skoðaðu þennan frábæra kost á www.ekill.is
Námskeið sem hægt er að taka nú þegar eru fyrra nám-
skeið til almennra ökuréttinda (Ö1), bifhjólanámskeið og
námskeið fyrir lesblinda.
Fleiri námskeið eru væntanleg á næstu mánuðum, Ö2
námskeið og námskeið til aukinna ökuréttinda.
Skráning hafin á febrúarnámskeið
!"#$$$%&%