24 stundir - 05.02.2008, Side 31

24 stundir - 05.02.2008, Side 31
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 31 Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Í um það bil fjórðungi heimsins er vinstri umferð og flest löndin þar sem slíkt tíðkast enn eru fyrr- um nýlendur Breta. Þetta finnst mörgum skrýtin tiktúra en fyrir þessu er sögð vera afar einföld ástæða. Hún er sú að áður fyrr ferðuðust flestir á vinstri hlið þar sem það var skynsamlegast á tím- um óeirða þar sem vegamenn og þorparar gátu legið í leyni. Rétt- hentir menn vildu því halda sig vinstra megin til að hægri höndin væri nær óþokkunum en slíður þeirra fjær. Þá eiga rétthentir auð- veldara með að stíga af baki vinstra megin og öruggara var að gera slíkt við vegarkantinn frekar en á miðjum veginum. Á sjöunda ára- tug síðustu aldar kom um tíma til tals að afnema vinstri umferð í Englandi en hætt var við þá hug- mynd og í dag er aðeins vinstri umferð í þremur Evrópulöndum fyrir utan Bretland, á Írlandi, Kýp- ur og Möltu. Bresk áhrif í Japan Þótt Japan hafi aldrei verið hluti af breska heimsveldinu er þar þó vinstri handar umferð og höfðu Bretar sín áhrif á það. Sú venja að umferð skyldi vera til vinstri nær þó mun lengra aftur, til Edo- tímabilsins sem stóð frá árinu 1603 til 1867, en það var ekki fyrr en ár- ið 1872 að þessi óskrifaða regla varð meira eða minna opinber. Það sama ár var hafist handa við að byggja upp lestarkerfi Japans með tæknilegri aðstoð frá Bretum. Smátt og smátt dreifðust net lest- arteina og sporvagna um allt Japan og allt saman á vinstri hlið þar sem Bretarnir höfðu haft puttana í verkinu. Árið 1924 var síðan loks skráð formlega í lög að vinstri handar umferð skyldi ríkja í land- inu. Á vinstri hönd Í dag er vinstri handar umferð við lýði í 74 löndum. Þeirra á meðal eru Bangladess, Suður-Afríka, Máritíus, Kenýa, Sambía og Taíland. Bretar Gældu við hug- myndina um að breyta yfir í hægri handar um- ferð en hættu við. Vinstri umferð enn í mörgum löndum Bretar hættu við að skipta Mörgum líst ekkert á að keyra í Bretlandi og á þeim stöðum þar sem vinstri umferð tíðkast enn. Sá siður að umferð gangi til vinstri á sér skýringar síðan fyrr á öld- um. ➤ Þar til á fjórða áratug síðustualdar var bæði vinstri og hægri umferð á Spáni, allt eftir landshlutum. ➤ Eftir seinni heimsstyrjöldinavar þrýst á Svíþjóð að taka upp hægri umferð. TIL HÆGRI SNÚ Á Íslandi voru sett lög um hægri handar umferð þann 26. maí 1968 og voru Hljómar fengnir til að syngja lag dagsins, Varúð til vinstri – hætta til hægri. Hægri umferð var tekin upp í Danmörku í lok 18. aldar en það náði ekki til Íslands, enda varla mikil þörf á slíkum reglum hér á landi á þeim tíma. Í grein sinni um vinstri og hægri umferð sem finna má á Vís- indavefnum segir Örnólfur Thorlacius meðal annars: „Til gamans má geta þess að bent hefur verið á það að konur sneru til vinstri í íslenskum söðlum, og ef tvær hefðarfrúr hefðu mæst í þröngu einstigi og vikið til hægri, hefðu þær átt á hættu að krækja fótunum saman.“ Hernámið stöðvaði áform Örnólfur skrifar einnig að til hafi staðið að breyta umferðinni á Íslandi í upphafi síðari heimsstyrj- aldarinnar en hernám Breta hafi gert þau áform að engu, þar sem umferð hermanna var mun meiri en heimamanna á vegum landsins. Breytingin tók loks gildi klukkan 6 að morgni þann 26. maí 1968. Varúð til vinstri – hætta til hægri Skipt um hlið árið 1968 F í t o n / S Í A N1 VERSLANIR SÍMI 440 1200 WWW.N1.IS Hjá N1 finnur þú landsins mesta úrval af bílavarahlutum frá viðurkenndum framleiðendum. Í verslunum okkar um land allt er fagfólk reiðubúið að veita þér alla þá aðstoð og ráðgjöf sem þú þarfnast. N1 – Meira í leiðinni. ÞESSI ER MEÐ TUDOR EKKERT MÁL

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.