24 stundir - 05.02.2008, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 5. FEBRÚAR 2008 24stundir
LÍFSSTÍLLMENNTUN
menntun@24stundir.is
Eftir Einar Jónsson
einarj@24stundir.is
Síðastliðið sumar tók hópur fram-
haldsskólanema sig saman og
stofnaði fyrirtækið Ad Astra með
það að markmiði að bjóða upp á
námskeið fyrir bráðger börn.
Gunnar Dofri Ólafsson, formaður
stjórnar Ad Astra, segir að fyr-
irtækið sé á vissan hátt sprottið
upp úr verkefni sem Háskóli Ís-
lands og Heimili og skóli stóðu að
á árunum 2001-2004. „Ég og flest-
ir sem koma að þessu fyrirtæki
vorum á námskeiðum fyrir bráð-
ger börn sem voru nokkurn veg-
inn eins og þau sem við erum að
halda núna. Það má segja að þetta
sé framhald af því þó að rekstr-
arformið sé allt annað,“ segir
hann.
Framhaldsskólanám er full
vinna og hafa krakkarnir því nóg
fyrir stafni. „Þetta er 150 prósent
vinna þannig að maður er farinn
að sverja sig í ætt við þjóðina. En
þetta er afskaplega skemmtilegt og
í raun og veru miklu meira gefandi
en formlegt bóknám,“ segir hann.
Sá eini með stúdentspróf
Auk nemendanna kemur Pétur
Blöndal alþingismaður að fyrir-
tækinu. „Við grínumst með það að
hann er sá eini í hópnum sem er
með stúdentspróf,“ segir Gunnar
Dofri. „Hann hafði samband við
mig fyrir 8-9 mánuðum og spurði
hvort við ættum ekki að leggja út í
að stofna fyrirtæki um þetta. Ég
hafði fram að þeim tíma verið að
suða í honum að gera eitthvað í
þessu á hans vettvangi, sem sagt í
þinginu,“ segir Gunnar Dofri.
Námskeiðin sem boðið er upp á
eru á ýmsum sviðum svo sem eðl-
isfræði, hagfræði, heimspeki og
ræðumennsku svo fátt eitt sé
nefnt. Kennarar við Háskólann í
Reykjavík sjá um kennsluna auk
fólks úr atvinnulífinu. Þá sér Pétur
Blöndal þingmaður um námskeið
í fjármálastærðfræði. „Það lítur út
fyrir að það verði þingmannaþema
á því námskeiði. Pétur verður í út-
löndum einn laugardaginn og við
ætlum að reyna að lokka Illuga
Gunnarsson til að leysa hann af,“
segir Gunnar Dofri.
Vannýttur mannauður
Tilgangur námskeiðahaldsins er
tvíþættur að sögn Gunnars Dofra.
„Í fyrsta lagi höldum við því fram
að þarna sé gífurlega mikill van-
nýttur mannauður sem er nauð-
synlegt að virkja,“ segir hann. „Svo
eru þessir krakkar oft mjög fé-
lagslega einangraðir og hafa gott af
því að komast í hóp jafnaldra,“
segir hann og bendir á að það sé
misjafnt eftir skólum hvernig
komið er á móts við þarfir þessara
barna. „Sumir skólar sinna þessu
mjög vel. Kópavogsskóli er mjög
gott dæmi um það á meðan aðrir
skólar gera það síður,“ segir hann.
„Það er oft álitið að þessi hópur
eigi bara að bjarga sér og það er
mjög miður,“ segir Gunnar Dofri
Ólafsson að lokum.
Framhaldsskólanemar og þingmaður í fyrirtækjarekstri
Halda námskeið
fyrir bráðger börn
Hópur framhaldsskóla-
nema og þingmaður
bjóða upp á námskeið
fyrir bráðger börn. Nauð-
synlegt er að virkja þann
mannauð sem í þeim felst
að mati stjórnarfor-
mannsins sem fyllti sjálf-
ur flokk bráðgerra barna.
➤ Námskeiðin eru ætluð nem-endum í 6.-10. bekk grunn-
skólanna.
➤ Kennsla fer fram á laug-ardögum í Háskólanum í
Reykjavík.
➤ Nemendur geta valið eitt eðatvö námskeið.
➤ Ad Astra er rekið á styrkjumeinkafyrirtækja og þátt-
tökugjöldum en ekki op-
inberu fé.
NÁMSKEIÐ AD ASTRA
Mynd/Gísli Baldur
Bráðger börn á námskeiði
Ásgeir Jónsson hagfræðingur
ásamt hópi bráðgerra barna.
Kennarar á námskeiðunum
koma úr háskólasamfélaginu
og atvinnulífinu.
Yfir 100 viðskiptahugmyndir
bárust í Frumkvöðlakeppni Innovit
2008 fyrir íslenska háskólanema og
nýútskrifaða en umsóknarfrestur
rann út 30. janúar. Hugmyndir
bárust úr öllum háskólum landsins
og að auki frá Íslendingum í er-
lendum háskólum. Á þriðja hundr-
að þátttakendur standa að baki
hugmyndunum.
Keppa um Gulleggið
Tíu framsæknustu viðskipta-
hugmyndirnar verða verðlaunaðar
í þessum fyrsta hluta keppninnar. Í
síðari hluta hennar verður keppt
um bestu viðskiptaáætlunina.
Verðlaunahugmyndin hlýtur Gull-
eggið 2008 ásamt 1.500.000 kr.
peningaverðlaunum og ráðgjöf hjá
sérfræðingum Innovit að verðmæti
500.000 kr. Þátttakendur þurfa nú
að skila inn fullmótaðri viðskipta-
áætlun fyrir 25. mars. Einungis tíu
hugmyndir komast áfram í loka-
áfanga keppninnar en þar þurfa
keppendur að kynna hugmynd
sína fyrir dómnefnd.
Þetta er í fyrsta skipti sem Frum-
kvöðlakeppni Innovit er haldin en
fyrirmynd hennar er sambærileg
keppni við MIT-háskólann í
Bandaríkjunum.
Frumkvöðlakeppni Innovit fær góðar viðtökur
Yfir hundrað hugmyndir bárust
Úr öllum skólum
Nemendur úr öllum há-
skólum á Íslandi taka
þátt í Frumkvöðla-
keppni Innovit.
!"#$"
%
&
' ("
!!
"
#$$%&'(' )))!
6. - 9. mars
Upledger stofnunin á Íslandi heldur fyrsta áfangann í námi í
höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð, CSTI,
6. - 9. mars næstkomandi í Reykjavík.
Draupningsgata 7,m 603 Akureyri S: 462 - 6600 polyak@simnet.is
YOGA YOGA YOGA YOGA YOGA
YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT
Síðumúla 15, s. 588 5711 og 694 6103
www.yogaheilsa.is
Líkamsæfingar,
öndunaræfingar,
slökun og hugleiðsla.
Sértímar fyrir byrjendur
og barnshafandi konur.
Morgun, hádegis-,
síðdegis- og
kvöldtímar
Heimsferðir bjóða frábær tilboð allra síðustu sætunum á skíðin í
Austurríki í febrúar. Bjóðum einnig frábærar vikuferðir 16. og 23.
febrúar á sértilboði, flug og gistingu. Tryggðu þér skíðafrí á besta
verðinu og bókaðu strax. Ath. mjög takmarkað framboð!
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Skíðaveisla
í Austurríki
16. og 23. febrúar
frá kr. 29.990
Allra síðustu sætin
Verð kr. 29.990
Flugsæti með sköttum. Sértilboð 16. og
23. febrúar. Netverð á mann.
Verð kr. 59.990
Flug og gisting í viku.
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á
gististað „án nafns“ í Zell am See /
Schuttdorf (sjá skilmála "„stökktu
tilboðs“) með morgunverði í 7 nætur.
Sértilboð 16. febrúar.
Verð kr. 64.990
Vikuferð með hálfu fæði.
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á
Hotel Stranachwirt *** í Lungau með
hálfu fæði í 7 nætur. Sértilboð 16. eða 23.
febrúar.
Verð kr. 84.990
Frábært **** hótel með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á
Hotel Unterberghof í Flachau með hálfu
fæði í viku. Sértilboð 1. mars.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.