24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 1
24stundirmiðvikudagur30. apríl 200881. tölublað 4. árgangur Aseta ehf. Tunguhálsi 19 110 Reykjavík Sími 533 1600 aseta@aseta.is FLEX Hágæða rafmagns- verkfæri í miklu úrvali Þórarinn Eldjárn stendur á bak við ljóðasamkeppni unglinga með Ís- lenskri málnefnd og Sam- tökum móðurmálskennara. Úrslit verða kynnt á afmæli Steins Steinars. KOLLA»25 Ilmur Gísladóttir er þriggja barna móðir en hún er í hópi fjölmargra for- eldra sem bíða eftir úrræðum í dag- vistarmálum. Henni líst ekki á að greitt verði sérstakt gjald til foreldra sem bíða eftir leikskólaplássi. Slæm lausn BÖRN»22 35% verðmunur á lituninni NEYTENDAVAKTIN »4 Chileskur bæjarstjóri hefur ákveðið að dreifa stinning- arlyfinu viagra ókeypis til karlmanna yfir sextugu í bæn- um Lo Padro fjórum sinnum í mánuði. Gonzalo Navarrete segir að með þessu sé hægt að auka lífsgæði bæjarbúa, en karlmennirnir geta nú fengið lyfið að því undangengnu að hafa gengist undir lækn- isskoðun. Navarrete segist hafa fengið hugmyndina eftir að fjöldi eldri manna kvartaði yfir of litlu kynlífi. aí Eldri borgarar fá frítt viagra GENGI GJALDMIÐLA SALA % USD 74,49 1,63  GBP 147,08 0,82  DKK 15,58 1,35  JPY 0,72 2,49  EUR 116,26 1,34  GENGISVÍSITALA 149,59 1,36  ÚRVALSVÍSITALA 5.215,87 -1,57  5 6 5 1 3 VEÐRIÐ Í DAG »2 Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Eigendur Heilsuverndarstöðvarinnar og Domus Medica hyggjast reisa nýtt hús undir læknastarf- semi á lóðinni milli húsanna. Fyrirhugað er að nýja húsið tengist báðum húsunum með gler- tengibyggingum og jafnvel einnig elli- og hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöðum. Framtíðar- áform eru síðan um að tengja allar þessar byggingar Sundhöll Reykjavíkur, að sögn Þor- steins Steingrímssonar, eiganda Heilsuverndar- stöðvarinnar. Öll standa þessi hús á reit við Skólavörðuholt sem afmarkast af Snorrabraut, Bergþórugötu, Barónsstíg og Egilsgötu. Auknir möguleikar á þjónustu „Heilsuverndarstöðinni fylgdi byggingarrétt- ur að sjálfstæðu húsi sem átti að rísa milli Heilsuverndarstöðvarinnar og Domus Medica en eigendur þess, félag lækna, áttu byggingarrétt á sinni lóð. Við fengum þá hugmynd að skyn- samlegast væri að reisa eitt hús í stað tveggja og sameina byggingarnar. Með tengibyggingu aukast þjónustumöguleikar þessara húsa og einnig Droplaugarstaða þar sem plássleysi er. Með tengibyggingu slyppi Reykjavíkurborg við að byggja við Droplaugarstaði,“ segir Þorsteinn sem bætir því við að teikningar að nýju bygging- unni bíði afgreiðslu hjá skipulagssviði Reykja- víkurborgar. Tenging við Sundhöllina Að sögn Þorsteins er til 30 ára gömul teikning að tengibyggingu milli Domus Medica, Heilsu- verndarstöðvarinnar og Sundhallarinnar. „Þetta er eiginlega riss sem var gert áður en Droplaug- arstaðir voru byggðir. Tenging við Sundhöllina eykur möguleikana við þjálfun sjúklinga. Því miður var reist háspennustöðvarhús milli Heilsuverndarstöðvarinnar og Sundhallarinnar en það væri hægt að fara á bak við hús,“ segir Þorsteinn. Risastór bílageymsla Mikill skortur er á bílastæðum á svæðinu og þess vegna var ákveðið að byggja þar bíla- geymslu. „Hún verður risastór, nálægt 10 þús- und fermetrum. Ég er viss um að þegar þetta verður allt komið í gagnið verði það mikil lyfti- stöng fyrir þá starfsemi sem er á þessu svæði sem er á besta stað í borginni fyrir marga,“ tekur Þorsteinn fram. Nýr heilsureitur rís GLERGÖNG»4  Einkaaðilar áforma nýtt hús undir læknastarfsemi milli Heilsuverndarstöðvarinnar og Domus Medica  Glergöng milli húsanna og jafnvel Droplaugarstaða og Sundhallarinnar ➤ Fyrirhugað er að nýja byggingin sem nýtaá undir læknastarfsemi verði á fimm hæð- um. ➤ Gert er ráð fyrir að stærð byggingarinnarverði 4.950 fermetrar. ➤ Áætlað er að bílakjallarinn verði á þremurhæðum og að stærð hans verði 9.150 fer- metrar. NÝJAR BYGGINGAR „Kiwanis dreifir um það bil 4.200 hjálmum til allra sjö ára barna í landinu. Þeir eru búnir að gera þetta um allt land undanfarin 4 ár og Eimskip hefur stutt dyggilega við þetta,“ segir Einar Magnús Magnússon, upplýsinga- fulltrúi Umferðarstofu. Fyrstu hjálmarnir voru afhentir krökkum í Ártúnsskóla í gær, en átakið í ár ber yfirskrift- ina „Gott á haus“. „Öllum sem koma að umferðaröryggismálum er ljóst að hjálmurinn er gríðarlega mikilvægt öryggistæki. Við óskum eftir að foreldrar fylgi því vel eftir að börnin noti hjálmana en séu líka góð fyrirmynd.“ Hjálmar á dýrmæta hausa 24stundir/Brynjar Gauti „Hjálmurinn er gríðarlega mikilvægt öryggistæki“ Skurð- og svæfingahjúkrunarfræð- ingar á Landspítala höfnuðu í gær að fresta uppsögnum líkt og stjórnendur spítalans höfðu óskað eftir. Uppsagnirnar taka því gildi á miðnætti. 100 manns ganga út á miðnætti »2 „Ég henti bílnum í maí 2004 og fékk kvittun upp á það. Ég lagði númerið inn hjá Frumherja og fékk kvittun fyrir afskráningunni,“ segir Höskuldur Erlingsson. Engu að síður streyma sektir inn vegna bílsins. Afturganga á götunum »4 Ljóðrænir unglingar »14

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.