24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 24stundir „Það þarf náttúrlega að loka svæðið af því börnin eru í hættu,“ segir Edda Ýr Garðarsdóttir, tveggja barna móðir í Hlíðunum, um opið leiksvæði fyrir framan leikskólann Stakkaborg. „Það er ekkert sem afmarkar boltavöllinn frá bílastæðunum sem gerir það að verkum að margir gera sér ekki grein fyrir að þetta sé völlur en ekki bílastæði. T.d. fékk sonur minn, sem var að hjóla á vellinum um daginn, at- hugasemd frá einhverju fólki sem var að koma þarna á bíl. Þarna er einnig sandkassi og er bílum gjarnan lagt við hlið hans sem skapar augljósa hættu,“ segir hún og bætir við að bílum sé að- allega lagt á svæðinu á morgnana og í eftirmiðdaginn, þegar foreldr- ar leikskólabarnanna eru á ferð. Ólafía Davíðsdóttir, leikskóla- stýra á Stakkaborg, segist ekki vita til þess að slys hafi orðið á börn- um á leiksvæðinu en er sammála því að loka eigi það af. „Ég fór og talaði við framkvæmdasvið borg- arinnar í morgun. Ég veit ekki hver viðbrögðin verða,“ segir hún. thorakristin@24stundir.is Hjólför Á leiksvæðinu. Erfitt að greina á milli bílastæðis og leiksvæðis við Stakkaborg Bílum lagt við sandkassann 24stundir/Frikki Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is Skiptar skoðanir eru meðal þing- manna Framsóknarflokksins um það hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður flokksins, gerði það að tillögu sinni í grein í Morgunblaðinu í gær að sótt yrði um aðild. Búist er við að málið verði rætt á miðstjórnarfundi flokksins um helgina. Skiptar skoðanir í flokknum „Eitt af því sem Jón Sigurðsson kenndi mér var að ef Íslendingar ætla að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu þá gera þeir það ekki í veikleika sínum, heldur í styrkleika sínum. Þess vegna kemur grein Jóns mér á óvart,“ segir Guðni Ágústsson, formaður Framsóknar- flokksins, aðspurður um álit á grein forvera síns. Guðni segist sjálfur vera andvígur aðild en segir skiptar skoðanir vera um málið í flokknum og að umræðan sé ekki ný af nál- inni. „Umræðan í flokknum hefur verið opinská og hún hefur reynt á hann,“ segir Guðni sem telur að málið muni reyna á innviði allra stjórnmálaflokka. Bjarni Harðarson, þingmaður flokksins, segir grein Jóns vera and- stæða stefnu flokksins. „Hún er ekki í samræmi við þá stefnu sem Jón Sigurðsson talaði fyrir þegar hann var formaður,“ segir hann og bætir við: „Mér finnst merkilegt þegar málsmetandi menn sveiflast mjög fyrirvaralítið í sinni afstöðu og ég hef ekki trú á því að slík sveifla sé að verða í grasrótinni í Framsóknarflokknum.“ Þjóðaratkvæðagreiðsla lausnin Valgerður Sverrisdóttir, varfor- maður flokksins, segist ekki þora að fullyrða að stuðningur við aðild sé að aukast þótt margt bendi til þess. „Þjóðfélagið virðist vera að taka mjög mikið við sér og ekki síst at- vinnulífið. Umræðan hefur þrosk- ast gríðarlega mikið á tiltölulega fáum vikum,“ segir hún. Valgerður telur að eðlilegast sé að lenda þessu máli með því að halda þjóðarat- kvæðagreiðslu um það hvort hefja eigi aðildarviðræður. „Með þeim hætti ætti að vera hægt að fá nið- urstöðu sem allir geta sætt sig við.“ Stelur senunni Jón stal senunni af Guðna í gær. Ólík afstaða til ESB-aðildar  Þingmenn Framsóknarflokksins ósammála í ESB-málum  Guðni Ágústsson segir opinskáa umræðu ekki nýja af nálinni ➤ Í ályktun um Evrópumál áflokksþingi 2007 er ekki tekin afgerandi afstaða til aðildar. ➤ Þar segir að fara eigi framupplýst umræða innan flokksins og að aðlaga þurfi stjórnarskrána að nýjum veruleika. STEFNA FRAMSÓKNAR 24stundir/Brynjar Gauti Sigríður Dúna Kristmundsdóttir heldur í dag fyrirlestur um þróun stjórnmála í Suður-Afríku, þar sem hún hefur verið sendiherra í tæp tvö ár. Mun hún gefa innsýn í þær pólitísku hræringar sem þar hafa átt sér stað undanfarið. „Ég er ekki að tala um þróun- armál, neyð eða vopnuð átök. Þessu þykir mér hafa verið gert heldur mikið úr þegar Afríka er annars vegar. Ég er að tala um stjórnmál í Suður-Afríku alveg eins og við tölum um stjórnmál í ná- grannalöndunum.“ Stjórnmálaskýrendur hafa gert því skóna að næsta ár geti orðið það hættulegasta í sögu hins unga lýðveldis. Sigríður telur svo ekki þurfa að vera. „Frá fyrstu frjálsu kosningunum árið 1994 hefur einn flokkur, Afríska þjóðarfylkingin, setið við völd. Hann hefur þróast úr nokkurs konar andspyrnuhreyf- ingu gegn aðskilnaðarstefnunni yf- ir í stjórnmálaflokk. Meðfram þeirri breytingu fer fram opin, lýð- ræðisleg umræða. Hún er kannski hættuleg að því leytinu að enginn getur stjórnað lýðræðinu, en vilj- um við það?“ Auk breytinga á Afrísku þjóð- arfylkingunni mun Sigríður ræða ýmis önnur mál sem ber hátt í Suð- ur-Afríku þessa dagana, svo sem ástandið í grannríkinu Simbabve, aukna orkuþörf landsins og hækk- að matarverð, sem hún segir koma fátækum löndum sérstaklega illa. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.15 í stofu 101, Háskólatorgi. Alþjóða- málastofnun HÍ stendur fyrir fyr- irlestrinum í samstarfi við utanrík- isráðuneytið. andresingi@24stundir.is Sendiherra Íslands á hádegisfundi Stjórnmál Suður-Afríku rædd Allir velkomnir! Lögreglan í herlausu landi – framtíðarsýn Hádegisverðarfundur í Valhöll miðvikudaginn 30. apríl, kl. 11.45 – 13.15 Frummælendur: Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari. Fundarstjóri: Bjarni Benediktsson, alþingismaður og formaður utanríkismálanefndar. Að fundinum stendur Réttarfars- og stjórnskipunarnefnd. Sjúkraflutningar Námsstefna 2. og 3. maí á Hótel Loftleiðum Aðgangur ókeypis Skráning á netfanginu sjukraflutningar@gmail.com Dagskrá á heimasíðunni http://lsos.is/ Landssamband Slökkviliðs- og Sjúkraflutningamanna ● Fyrirlestrar. ● Kynning á námi og búnaði. ● Heilbrigðisráðherra kynnir skýrslu um framtíðarskipulag sjúkraflutninga.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.