24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 23

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 23
24stundir MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 23 „Þjónustutryggingin byggist á gömlum hugmyndum um að borga konum fyrir að vera heima og leysir að mínu mati engan vanda,“ segir Bryndís Ísfold Hlöð- versdóttir, Samfylkingunni, en minnihluti borgarstjórnar sat hjá í atkvæðagreiðslu um Borgarbörn – átak Reykjavík- urborgar sem var samþykkt í leik- skólaráði fyrir skemmstu. „Greiðslur sem þessar eru oft uppnefndar kvennagildra. Þó hef- ur verið lagt upp með að greiðsl- urnar verði í sama ferli og fæðing- arorlofsgreiðslur og þannig reynt að tryggja að jafnræði sé með kynjum. Upphæðin, 35.000 krónur á mánuði í greiðslu til foreldra, er að auki það lág að enginn getur lifað af henni. Þar af leiðir að for- eldri er ómögulegt að nota þessa greiðslu til að vera heima með barninu sínu. Ég tel að þessar greiðslur séu flótti frá ábyrgð því í borginni eru foreldrar í raunverulegum vanda sem þarf að leysa nú þegar. Við í minnihluta sátum hjá við at- kvæðagreiðslu Borgarbarna. Það stafaði af því að við höfðum afar skamman tíma til að skoða hvað þessar áætlanir fela í sér. Við höfð- um aðeins einn dag til að meta allt það sem átakið Borgarbörn felur í sér. Þegar áætlunin er skoð- uð má sjá að þar felst margt sem öllum ætti að lítast vel á í sjálfu sér. Hins vegar er lítið sem er nið- urneglt og þar má nefna alla samninga við einkarekna leikskóla og fyrirhugaða ungbarnaleikskóla. Við höfum engin svör fengið um hvort gjaldskrá í þessum skólum fylgi almennum gjaldskrám til að mynda.“ dista@24stundir.is Þjónustutrygging byggist á gömlum hugmyndum Höfðum lítinn sem engan tíma Umdeild borgarbörn Bryndísi líst vel á ýmislegt í átakinu Borgarbörn en segir lítið niðurneglt og þjónustutrygginguna lítið gagnast. Námskeið fyrir ungmenni á 12. aldursári og eldri verður haldið á vegum Rauða krossins víða um land. Þar er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík sam- skipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir ásamt ýtarlegri kennslu í skyndi- hjálp. Þátttakendur fá staðfesting- arskírteini að lokinni þátttöku. Námskeið fyrir börn um börn Foreldrar sem vilja gefa börnum sínum gæludýr ættu aldrei að varpa ábyrgðinni á þeim alfarið á þau. Því að þó svo að börn séu full ábyrgð- artilfinningar og öll af vilja gerð krefst umsjón gæludýra ákveðins lág- marksþroska sem ekki næst á barnsaldri. Það er þó öllum börnum hollt að gegna ákveðnum skyldum gagnvart dýrum sínum. Til dæmis er gott að gefa þeim einn dag í viku þar sem þau sjá alein um þau verk sem þarf að vinna í tengslum við dýrin. Þannig ættu hvorki þau né dýrin að bíða skaða þótt eitthvað kunni að gleymast. Ábyrgð á dýrum Fæstum þykir óhófleg tölvu- leikjaiðkun göfug fyrir börn. Það er þó ekki þar með sagt að ekki séu til gagnlegir tölvuleikir fyrir börn. Á vef menntagáttarinnar er til dæmis hægt að spila alls kyns skemmtilega tölvuleiki sem örva kunnáttu í stærðfræði og tungumálum. Leikina má finna á www.menntagatt.is undir Sér- verkefni MRN og Stafrænt námsefni. Gagnlegir tölvuleikir HEILBRIGÐ MELTING ER UNDIRSTAÐA GÓÐRAR HEILSU Adult‘s Blend – Fyrir yngri en 65 ára Inniheldur 12 billjónir vinveittra gerla til að viðhalda eðlilegri flóru hjá fullorðnu fólki. Bætir frásog næringarefna, eflir meltinguna, takmarkar virkni örvera, sýkla og sjúkdómsvaldandi baktería. Infant´s Blend – Fyrir ungabörn og smábörn Inniheldur 7 tegunda sérhæfðan gerlahóp sem viðheldur eðlilegri flóru í ungum börnum. Inniheldur B.infantis, mikilvægustu örverurnar í meltingarvegi ungbarna og smábarna. Advanced Adult‘s Blend – Fyrir 60 ára og eldri Inniheldur sérhæfðan gerlahóp sem er sérstaklega ætlaður eldra fólki og valdir með tilliti til lakrar starfsemi ristilsins og lífaldurs. Bætir meltingu próteina kolvetna og fitu. Super 8 – Gegn sveppasýkingu Inniheldur 8 tegundir vinveittra baktería sem koma jafnvægi á gersveppinn og óþéttan meltingarveg. Einnig góð gegn sýkingu í leggöngum og þvagfærum. Super 5 – Fyrir munnheilsuna Inniheldur fimm tegundir vinveittra gerla sem eru gagnlegir fyrir munnhirðu. Vernda gegn þrusku, særindum í gómi, tannskemmdum, vefjaskemmdum og andfýlu. Probiotic blöndurnar eru sérstaklega hannaðar með tilliti til viðhalds og endurnýjunar heilbrigðrar meltingar sem aftur leiðir til betri heilsu! Probiotics fæst í Lyfju, Heilsuhúsinu, Heilsuhorninu Akureyri, Samkaup Úrval Njarðvík og Blómaval. Góðu gerlarnir til höfuðs þeim vondu Probiotic eru nákvæmar samsetningar sérhæfðra gerlahópa fyrir mismunandi aldursskeið, lífsstíl og ástand. Regluleg inntaka Probiotic kemur m.a. jafnvægi á gerla- gróðurinn, jafnar ástand meltingarvegarins og eykur hæfni hans við upptöku á næringarefnum. 100% náttúrulegt ORKA-ÚTHALD-ÁRANGUR Líf Söndru Fannarsdóttur, rekstrarstjóra á Nings, breyttist til batnaðar fyrir rúmlega tveimur árum þegar hún hóf að taka inn Metasys.  „Ég var búin að vera mjög veik og ómöguleg, hafði alltaf unnið mikið og er úr fjölskyldu þar sem enginn aumingjaskapur er leyfður, rétt eins og flestir Íslendingar. Einn daginn hringir vinkona mín í mig en við vorum alltaf að reyna að létta okkur saman og segir mér að hún sé að taka Metasys. Ég fussaði yfir því þar sem ég var fyrir löngu búin að gera mér grein fyrir því að það eru engar töfralausnir. Nema að hún segir við mig að síðan hún byrjaði að taka þetta sé hún aldrei þreytt. Ég var einmitt orðin afskaplega þreytt á því hvað ég var alltaf þreytt,“ segir Sandra og hlær. „Ég hafði látið vinnuna ganga fyrir og vitanlega kom maður sér fram úr rúminu og í vinnuna, þó maður átti erfitt með það. En svo kom ég heim á kvöldin og gat ekkert gert.“ Léttist um 18 kíló Það er hins vegar ekki sá veruleiki sem Sandra lifir við í dag. „Núna kem ég heim á kvöldin, elda matinn, geng frá þvotti, fer í göngu svo eitthvað sé nefnt. Það er því ekki hægt að líkja þessu saman og Metasys er það besta sem ég hef nokkurn tímann komist yfir. Ég er í mjög krefjandi starfi, var að klára kennaranám og er að fara að gefa út bók sem hluti af mínu lokaverkefni en samt sem áður er ég full af orku allan daginn,“ segir Sandra sem hefur lést um 18 kíló síðan hún byrjaði að taka Metasys. „Þyngdar- tapið er náttúrlega bara bónus, en mjög góður bónus. Í haust byrjaði ég að hreyfa mig og venjulega hef ég dottið í algjörar öfgar, hreyft mig þrisvar á dag og gefist svo upp. Núna ákvað ég að vera skynsöm og ég er búin að halda við stöðugri hreyfingu. Ég, sem var ómöguleg í hnjánum áður en ég tók Metasys, er farin að skokka, fer í ræktina og geng reglulega.“ Fleiri og fleiri Íslendingar kjósa Metasys til að grenna sig, bæta orkuúthald og heilsu, það hefur verið fáanlegt í rúm þrjú ár og aukast vinsældir þess ár frá ári. Frekari upplýsingar um Metasys er hægt að finna á www.metasys.is Metasys er fáanlegt í öllum apótekum, heilsubúðum, Hagkaup, Fjarðarkaup og Vöruvali Vestmannaeyjum.   w w w .s m id ja n. is Sandra Fannarsdóttir Full af orku allan daginn...

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.