24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 34
Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Það ríkti sannarlega sérstök stemn- ing í Skeifunni á mánudagskvöldið þar sem hundruð æstra aðdáenda Grand Theft Auto IV tölvuleiksins biðu þess að ná í eintak af leiknum langþráða en áætlað er að hátt í 900 eintök hafi selst þetta kvöld. Bæði verslanir BT og Elko efndu til miðnæturopnunar vegna leiks- ins og var mikið um að vera. Með- limir bílaklúbbsins Live 2 Cruise sýndu flotta sportbíla fyrir framan BT og fyrir utan Elko var efnt til rapptónleika þar sem Dóri DNA og Bent héldu uppi taktföstu fjöri. Stemningunni á svæðinu mætti helst líkja við góða útihátíð, að frá- töldum drykkjulátunum og handalögmálunum. Guðjón Elmar Guðjónsson hjá Árdegi var ánægður með þær við- tökur sem GTA fékk í verslun BT. „Við seldum mikið af leiknum og við vorum gríðarlega ánægðir. Ég hef aldrei nokkurn tímann séð svona margt fólk inni í búðinni.“ Örn Ægir Barkarson hjá Elko tekur í sama streng og bætir við að salan á GTA hafi einnig verið góð í gær- morgun en þá seldust 50 eintök á fyrsta hálftímanum. Mikið fjör á miðnæturopnun vegna GTA IV Útihátíðarstemning Bjarni Heiðar Bjarnason Ég er búinn að bíða eftir leiknum alveg frá því að GTA San Andreas kom út. Nú ætla ég að fara heim og ekki sofa neitt. Ég þarf víst að mæta í skólann á morgun, held meira að segja að ég sé að fara í próf. Ég er samt ekki alveg viss. Sigurður Hjartarson Þetta er góð tilfinning að vera kominn með leikinn. Ég er búinn að bíða hérna síðan klukkan 7, bara búinn að vera að drekka bjór og éta KFC. Það er rétti und- irbúningurinn fyrir GTA-maraþon í nótt. Ég myndi segja að GTA IV væri framtíðin. Marinó Guðmundsson Ég var að kaupa mér GTA og ég er búinn að bíða eftir þessum leik í um hálft ár. Ég spilaði alla gömlu leikina og ég er alveg viss um það hefur margborgað sig að mæta hér í röðina klukkan 7 en ég mætti hérna með nokkrum félögum mínum. Sölvi Magnússon Tilfinningin að vera kominn með leikinn er örvandi og fullnægjandi, þú getur ekki ímyndað þér hvernig þessi tilfinning er. Auðvitað ætla ég að fara heim núna að spila, ég tek bara all-nighter á þetta. Það er víst skóli á morgun. VAR BIÐIN ÞESS VIRÐI? Hátt í þúsund manns safnaðist saman í Skeif- unni á mánudagskvöldið. Tilefnið var ekki að mót- mæla háu bensín- eða bíóverði heldur vildi fólk næla sér í eintak af tölvu- leiknum GTA IV. 24 stundir/Frikki Langa röðin Viðskiptavinum verslunarinnar var hleypt inn í hollum og því beið fólk í skipulagðri röð fyrir utan búðina. Allir voru sáttir við að bíða því nóg var til handa öllum. Rappað fyrir GTA Dóri DNA og Bent voru með rímnaflæðið á hreinu fyrir utan Elko. Tónlist þeirra félaga hljómaði um allt svæðið og skapaði magnaða stemningu. Allir vilja GTA IV Það er óhætt að segja að verslun BT í Skeifunni hafi verið troðfull enda segja kunnugir að aldrei hafi sést önnur eins örtröð í verslun BT. 34 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Ég hef aldrei nokkurn tímann séð svona mikið af fólki inni í búðinni. MYNDASÖGUR Aðþrengdur Afsakið að ég er til! SEGÐU MÉR, HEFNER...ERT ÞÚ ÞÁ GAMALL EN ÁTT NÓG AF PENINGUM? ALDREI FARA Á STEFNUMÓT MEÐ MANNI SEM ER AÐ RANNSAKA DULARFULLT HVARF EIGINMANNS ÞÍNS ER ÞÉR EKKI SAMA ÞÓ ÉG KÍKI AÐEINS INN, ÉG ER MEÐ LEITARHEIMILD? Bizzaró Getum við ekki keypt nýjan? FORELDRAR FRANKENSTEINS Hann er bara ungabarn. Hann sér engan mun. Gardínustangir Stærð 71-122 cm og 112-274 cm t r c c Feim - Lene Bjerre - Bæjarlind 6 - www.feim.is opið virka daga 10 - 18, laugardaga 11 -16 "teg. Gabriella - mjúkur en styður vel í D,DD,E,F,FF,G,GG,H,HH,J skálum á kr. 6.990,-" teg. Mariette - mjög fínlegur og flottur í D,DD,E,F,FF,G,GG,H,HH,J skálum á kr. 6.990,-" Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is BARA FLOTTIR FYRIR „BRJÓSTGÓÐAR“

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.