24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 40
24stundir Sæktu um besta kortið fyrir þig á www.americanexpress.is eða í síma 575 5900 er útgefandi American Express® á Íslandi Kortið sem kemur þér út Þetta er eina kortið sem gefur þér félagamiða með flugmiðanum þínum. Það er besta leiðin til að komast út í góðum félagsskap. ? Það er eitt sem hefur gleymst al-gjörlega að fjalla um í allri neikvæðn-inni síðustu vikur og útskýrir svomargt. Alls staðar leynast vitleysingarsem hafa áhrif á allt og alla sem íkringum þá eru. Ég geng út frá því að flestir séusæmilegasta fólk þangað til annað kemur í ljós en fram að því leyfi ég fólki að njóta vafans. En það eru vit- leysingar í öllum stéttum. Flestir vöru- bílstjóranna eru eflaust ágætis fólk en inn á milli eru vitleysingar. Það sama á við um lögguna og alþingismenn – ef- laust ágætis fólk að stærstum hluta en eins og alls staðar annars staðar þá eru vitleysingar innan um sem skemma fyrir hinum. Þetta má líka yfirfæra á útlendingana sem hingað hafa flust á síðustu árum. Vafalítið eru flestir þessara einstaklinga fínasta fólk sem vill engum illt en inn á milli eru vitleysingar. Þegar útlensku vitleysingarnir koma svo í fréttum út af einhverri vitleysu bregðast íslensku vit- leysingarnir jafn harðan við og alhæfa af mikilli vitleysu um alla útlendinga og dæma þá alla sem vitleysinga. En eins og ég segi þá er flest fólk sæmilegt inn við beinið og að mestu laust við að vera vitleysingar – hvort sem það eru löggur, vörubílstjórar, al- þingismenn, fólk í greiningardeildum bankanna, Íslendingar eða útlendingar. En það eru alltaf vitleysingar inn á milli – við megum bara ekki dæma heilu hópana út frá gjörðum þessa fá- menna minnihluta vitleysinga. Þetta er nú meiri vitleysan Ágúst Bogason lætur vitleysuna ekki buga sig YFIR STRIKIÐ Stjórnast um- ræðan alls staðar af vitleysingum? 24 LÍFIÐ Hundruð manna mættu á forsölu blóðuga tölvuleiksins Grand Theft Auto 4, sem er talinn stærsti leikur allra tíma. Fjör á forsölu Grand Theft Auto »34 Ragga Gísla er að útskrifast úr LHÍ og getur því loksins kallað sig tón- smið eftir mörg ár í bransanum. Ragga Gísla útskrif- ast sem tónsmiður »38 Erpur Eyvindarson og félagar í Maradona Social Club eru staddir á Spáni á árshátíð klúbbsins. Romm, vindlar og nautakjöt á árshátíð »38 ● Verðbólgan „Við biðjum fólk að fara niður á Broadway í dag milli klukkan 13 og 17 og kaupa miða,“ segir Kristinn Bjarna- son, tónleikahald- ari hjá Flex Music. Plötusnúðurinn Eric Pryds kemur fram á Broadway 17. maí og forsala miða er hafin. Vegna óhagstæðs gengis, verðbólgu og nýs skatts sem leggst á tónleika- haldara vonast Kristinn til þess að selja sem flesta miða í apríl. Það er því 1.000 króna afsláttur á skemmtunina í dag og kostar mið- inn 3.000 krónur í stað 4.000. ● Slegið á sátta- hönd „Þetta eru mér mikil von- brigði,“ segir Anna Stef- ánsdóttir, annar starfandi forstjóra Landspítalans, um að hjúkr- unarfræðingar halda við fyrri ákvörðun um að hætta störfum á miðnætti, þótt breytingum á vökt- um hafi verið frestað. Anna telur yfirstjórn spítalans hafa gefið kost á samráði. „Við töldum okkur hafa rétt fram sáttahönd og ætluðum að hefja viðræður við þær strax í næstu viku um ýmsar leiðir. Nú verður ekkert af því. Dagurinn fer í að ljúka við neyðaráætlun. “ ● Þjappar fólki saman Hið ár- lega óperuball, sem undanfarin ár hefur verið haldið í Íslensku óperunni, verður að þessu sinni haldið í Iðnó. „Þar er vissulega aðeins minna pláss en það þjappar fólki bara saman,“ segir Davíð Ólafsson, söngvari og einn aðstandenda kvöldsins. „Þetta verður gala- kvöld með óperusöngvum, sam- kvæmisdönsum og fleiru í anda óperuballa Vínarborgar.“ Ballið hefst klukkan 20. Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.