24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 4
NEYTENDAVAKTIN Litun á augabrúnum, augnhárum og plokkun Snyrtistofa Verð Verðmunur Snyrtistofa Rósu Hafnarfirði 2.600 Zone Reykjanesbæ 2.800 7,7 % Snyrtistofan Alda Egilsstöðum 3.300 26,9 % Dekurstofan Reykjavík 3.300 26,9 % Snyrtistofan Lind Akureyri 3.400 30,8 % Snyrtistofan Gyðjan Reykjavík 3.500 34,6 % Snyrtist. Grafarvogs Reykjavík 3.500 34,6 % FRUMDRÖG AÐ TEIKNINGUM Gögn: P ARK teiknistofa/Ólöf Pálsdóttir og Páll V. Bjarnason. Nýja húsið verður fimm hæða bygging sem stallast aftur í lóðina. Bílageymslur verða á þremur hæðum undir húsinu. Heilsuverndarstöðin Hæð: 39,7 m Nýbygging Hæð: 41,8 m Domus Medica Hæð: 42,0 m Glergöng munu tengja nýja húsið Heilsuverndarstöðinni og Domus Medica og jafnvel hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum. Nýbygging skv. núgildandi skipulagi Glergöng yfir í Sundhöllina Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Nýtt hús undir læknastarfsemi verður reist á milli Heilsuverndar- stöðvarinnar við Barónsstíg og Do- mus Medica við Egilsgötu. Tengja á nýja húsið þeim sem fyrir eru, og jafnvel Droplaugarstöðum við Snorrabraut, með glergöngum. Hugsanlegt er að allar byggingarn- ar verði síðan tengdar Sundhöll- inni. Rýmið sem skapast í tengibygg- ingunum hefur ekki verið skipulagt í þaula, að sögn Þorsteins Stein- grímssonar, eiganda Heilsuvernd- arstöðvarinnar. „Fyrst og fremst var gert ráð fyrir göngum sem hægt væri að flytja sjúklinga eftir, í rúm- um og hjólastólum, þegar þeir sækja þjónustu hjá sérfræðingum. En auðvitað gætu verið þarna bjartar setustofur fyrir sjúklinga og jafnvel verslanir. Möguleikarnir eru margir,“ segir Þorsteinn. Hann bendir á að í Heilsuvernd- arstöðinni sjálfri séu stórir gangar og hol. „Þar væri hægt að hafa alls konar listsýningar þótt um sjúkra- hús sé að ræða. Gangarnir í tengi- byggingunum gætu einnig nýst vel til sýningarhalds.“  Hugsanlegt er að glergöng tengi Heilsuverndarstöðina, Domus Medica og Droplaugarstaði við Sundhöll Reykjavíkur ÞJÓNUSTAN ➤ Í Domus Medica sinna 90 sér-fræðingar lækningum á ýms- um sviðum. ➤ Í Heilsuverndarstöðinni erheilbrigðisþjónusta og þjón- usta á sviði vinnuverndar. ➤ Droplaugarstaðir eru hjúkr-unarheimili. 4 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 24stundir flugfelag.is Skráðu þig í Netklúbbinn REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Félagar í Netklúbbnum fá fyrstir upplýsingar um tilboð og nýjungar í tölvupósti. Alltaf ódýrast á netinu www.flugfelag.is ÍS L E N S K A S IA .I S F L U 4 16 84 0 4. 20 08 „Á allra vörum“ er heitið á nýju átaki sem hófst í gær en markmiðið er að safna fyrir nýjum tækjum til greiningar á brjóstakrabbameini. Fjáröflunin felst í því að varalita- gljái frá Yves Saint Laurent verður seldur um borð í flugvélum Ice- landair og í fríhöfnum Flugfélags Íslands í Reykjavík og á Akureyri. „Við ætlum að reyna að selja 10.000 gloss næstu þrjá mánuði sem er vel í lagt því við seljum svona 250 á mánuði alla jafna en við vonum að fólk verði spennt fyr- ir þessu,“ segir Elísabet Sveinsdótt- ir forstöðumaður á markaðs- og sölusviði Icelandair. Áður en átakið hófst var þegar búið að selja um 2000 stykki því ýmis áhugasöm fyrirtæki höfðu keypt gjafir fyrir starfsfólk sitt. Flugfélög styrkja Krabbameinsfélagið Varagljái gegn brjóstakrabbameini Skrifað var undir samning við verktakafyrirtækið Ístak í gær um lengingu Akureyrarflugvallar. Ístak átti lægsta tilboð, 475 milljónir króna, en sjö tilboð bárust. Lengja á brautina um fjögur hundruð og sextíu metra. Kristján Möller samgönguráðherra segist binda miklar vonir við leng- ingu flugvallarins, enda um mikið hagsmunamál að ræða. Með lengri flugbraut ættu að skapast for- sendur fyrir beinu flugi milli Ak- ureyrar og Evrópulanda. Hálfur milljarður í völlinn Umboðsmaður jafnréttismála í Svíþjóð segir launagreiðslur hjá Kaupþingi í Svíþjóð uppfylla að mestu leyti kröfur jafnréttislaga. Þó þarf að hækka laun konu í röðum yfirmanna bankans um 3 þúsund sænskar krónur á mán- uði. Fréttavefur Dagens Industri hefur eftir starfsmanni umboðs- manns að stofnunin þurfi að fara yfir laun um milljón starfsmanna sænskra fyrirtækja. Þess vegna séu málin skoðuð hjá stærstu fyr- irtækjunum svo sem Kaupþingi. mbl.is Kaupþing fer að lögum í Svíþjóð Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Kannað var verð á litun á augabrúnum, augnahárum og plokkun. Verðmunur er nokkur, 34,7% á hæsta og lægsta verði eða 900 krónur. Óheimilt er að vitna í könnunina í auglýsingum. 35% verðmunur á litun og plokkun Kristín Einarsdóttir Höskuldur Geir Erlingsson lenti í því að fá senda heim til sín ítrek- un frá lögfræðistofu vegna stöðu- mælasektar á bíl sem hann hafði hent og afskráð fjórum árum áður. „Ég henti bílnum í maí 2004 og fékk kvittun upp á það. Svo lagði ég bílnúmerið inn hjá Frumherja og fékk kvittun fyrir afskráningar- beiðni. Í byrjun apríl á þessu ári fæ ég svo sent bréf frá lögfræðistofu vegna stöðmælasektar. Þar stendur að bíll með númerinu sem ég hafði afskráð í maí 2004 hafi verið sekt- aður 28. nóvember 2005,“ segir Höskuldur Geir. Á meðfylgjandi mynd má sjá umræddar kvittanir og ítrekunina. Höskuldur fór á lögfræðistofuna til að spyrja hvernig á þessu stæði. Þar var flett upp í ökutækjaskrá og sást að bifreiðin og bílnúmerið voru afskráð. „Ég er einnig með annað blað sem sýnir að bíllinn var boðaður í skoðun í febrúar 2007 og þar er fenginn vikufrestur á mínu nafni.“ Höskuldur talaði því næst við Bílastæðasjóð og fékk þær upplýs- ingar að annar maður, sem hann kannast ekki við, hafi verið skráður fyrir bílnum og fært hann aftur yfir á Höskuld. „Þetta er mjög undar- legt og virðist vera stórfenglegt svindl hér á ferð,“ segir Höskuldur. hlynur@24stundir.is Henti bílnum og afskráði en fékk sekt Draugabíll gengur aftur

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.