24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 24stundir Kínverskur dómstóll dæmdi í gær sautján Tíbeta til refs- ingar fyrir aðild sína að mót- mælunum í tíbesku höf- uðborginni Lhasa í síðasta mánuði. Mennirnir voru að lágmarki dæmdir í þriggja ára fangelsi, en nokkrir hlutu lífs- tíðardóm. Að sögn kínverskra ríkisfjöl- miðla voru réttarhöldin opin og voru um 200 manns við- staddir dómsuppkvaðningu. Von er á dómum yfir fleiri mótmælendum á næstunni. aí Mótmælin í Lhasa Tíbetar fá þunga dóma STUTT ● Hernaður Rússnesk stjórnvöld segja stjórnarher Georgíu nú undirbúa hernaðaraðgerðir í Abkasíu-héraði, sem hefur lýst yfir sjálfstæði frá Georgíu. ● Ostur Heilbrigðis- og land- búnaðarráðuneyti Ítalíu ákváðu í gær að heimila út- flutning á mozzarellaosti unn- um úr mjólk buffalóa á ný. ● Mannfall Um þrjátíu herská- ir sjítar létust í átökum við bandaríska hermenn í Sadr hverfinu í írösku höfuðborg- inni Bagdad í gær. Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hyggst koma á sérstöku átaksteymi til að fást við matvælakreppuna sem vofir nú yfir milljónum jarðarbúa. Ban segir heimsbyggðina standa frammi fyrir „víðtækri hungursneyð, vannær- ingu og félagslegum óstöðugleika af áður óþekktu umfangi“ vegna sí- hækkandi matvælaverðs. 37 milljónir frá Íslandi Á fundi Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðabankans í Bern í Sviss í gær sagði Ban það vera forgangsatriði að ná að safna 755 milljónum Banda- ríkjadala, jafnvirði 56 milljarða króna, til Matvælastofnunar SÞ á þessu ári og hvatti hann ríki heims til að leggja fram fjárveitingar þegar í stað. Að sögn Urðar Gunnarsdótt- ur, fjölmiðlafulltrúa utanríkisráðu- neytisins, mun Ísland leggja hálfa milljón Bandaríkjadala af mörkum eða 37 milljónir króna. Matvælastofnunin telur um 100 milljónir manna víðs vegar um heim nú standa frammi fyrir mat- vælaskorti. Á fréttavef BBC segir að ríki heims hafi einungis heitið 62 prósentum af þeim 56 milljörðum króna sem vantar til stofnunarinn- ar, og af því hafi einungis rúmur milljarður skilað sér. Verð á nokkrum af helstu hrávör- um heims, svo sem hrísgrjónum, korni, olíu og sykri, hefur hækkað um helming á einu ári og segir Ban að hækkandi matarverð bitni mest á þeim sem fátækastir eru og búa við verstu lífsskilyrðin. Átaksteymið Ban mun sjálfur vera í forsvari átaksteymisins, en auk hans munu yfirmenn stofnana SÞ og Alþjóða- bankans eiga þar sæti. Ban segir það nauðsynlegt að veita bændum í fá- tækari ríkjum fjárhagslega aðstoð. „Til viðbótar við hækkandi mat- vælaverð verðum við vitni að því að bændur í þróunarríkjum bæði rækta og framleiða minna vegna hækkandi áburðar- og orkuverðs. Við verðum að grípa til allra mögu- legra ráða til að styðja þá bændur, til að við sjáum ekki fram á enn frekari matarskort á næsta ári.“ Ban segir ástæður matvælaskorts- ins margvíslegar, þar á meðal lofts- lagsbreytingar, langvarandi þurrka, breytt neyslumynstur í stærstu þró- unarríkjunum og nýtingu ræktar- lands til framleiðslu á lífrænu elds- neyti. Hann vonar að þjóðarleið- togar mæti til fundar í Róm í júní til að ræða aðgerðir gegn vandanum. Varar við útflutningsbanni Robert Zoellick, yfirmaður Al- þjóðabankans sem einnig sótti fundinn í Bern, varaði stjórnvöld í ríkjum heims við að grípa til út- flutningsbanns í þeim tilgangi að vernda matvælabirgðir heima fyrir. Stjórnvöld í Indlandi, Rússlandi, Argentínu, Egyptalandi, Víetnam og fleiri ríkjum hafa þegar gripið til þessa ráðs. „Þessar ívilnanir ýta undir hamstur, þrýsta verðinu upp og bitna á þeim fátækustu sem rembast við að komast yfir mat.“ Átaksteymi komið á vegna matarkreppu  Ban Ki-Moon segir nauðsynlegt að veita bændum í fátækari ríkjum fjárhagsaðstoð Neyðaraðstoð Óttast er að hækkandi mat- vælaverð leiði til uppþota í fátækum ríkjum. ➤ Verð á hrísgrjónum hefurhækkað um 74% á einu ári og verð á hveiti um 130%. ➤ Ástæður matarskortsins erumeðal annars aukin eft- irspurn í Kína og Indlandi og hækkandi olíuverð. ➤ Alþjóðabankinn hyggst tvö-falda lánsfjármagn sitt til landbúnaðar í Afríku á næstu tólf mánuðum. MATARSKORTUR Lífsýni úr Austurríkismannin- um Josef Fritzl staðfesta að hann er faðir barnanna sex sem Elisabeth, dóttir hans, ól á meðan hún var læst inni í gluggalausum kjallara Fritzl um 24 ára skeið. Hinn 73 ára Fritzl var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær, en tals- maður lögreglu segir hann skipu- lega hafa blekkt eiginkonu sína, fjölskyldu og nágranna í austur- ríska bænum Amstetten. Fritzl sagði ekkert er hann mætti fyrir dómara í bænum Sankt Pöl- ten í gær, en hann hafði áður við- urkennt að hafa læst dóttur sína í kjallaranum, að sögn til að vernda hana fyrir eiturlyfjum. Lögregla hélt áfram að rannsaka kjallarann í gær, auk efri hæða hússins þar sem Fritzl bjó með eig- inkonu sinni og þremur börnum Elisabethar. atlii@24stundir.is Blóðskömm í Austurríki Lífsýni sanna að Fritzl er faðir barnabarnanna Evrópusambandið og serbnesk stjórnvöld hafa gert með sér samning um aukna sam- vinnu. Skrifað var undir samninginn, sem túlka má sem fyrsta skref Serbíu að ESB- aðild, eftir að samkomulag náðist við hol- lensk og belgísk stjórnvöld sem voru treg til að samþykkja samn- inginn. Talið er að þetta styrki stöðu evrópusinnaðra flokka í Serbíu, en þingkosningar fara fram í landinu þann 11. maí. Taf- ir urðu á samningnum þar sem Serbum hefur ekki tekist að ná og framselja meinta glæpamenn til stríðsglæpadómstólsins í Haag. aí Aukin samvinna í Evrópu Serbar skrefi nær ESB-aðild Rúmlega tvö þúsund alifuglum og öndum hefur verið fargað eftir að fuglaflensu varð vart á bónda- býli á dönsku eynni Fjóni á mánudaginn. Býlið er nærri bæn- um Stenstrup og var sett í eins kílómetra sóttkví eftir að fugla- flensan greindist. Fuglaflensa hefur áður greinst á bóndabýlum í Danmörku, síðast fyrir rúmum tveimur árum. Þá var gripið til þess ráðs að banna útflutning á kjöti frá eynni um skeið. aí Fuglaflensa á Fjóni Tvö þúsund fuglum fargað Arctic Spas Faxafeni 9 (ATH: aðkoma í kjallara bakhús) Sími 554 7755 www.arcticspas.is & www.heitirpottar.is Rýmingarsalan heldur áfram þangað til allt er selt!! Geggjaður afsláttur af öllum vörum. Ekki missa af þessu

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.