24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 24stundir Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur haldið ritsmiðju fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára á hverju sumri frá árinu 1994 og verður sumarið í ár engin undantekning. Hver ritsmiðja stendur í viku og vinna börnin í tvo tíma á dag í samstarfi við rithöfunda og mynd- listarmenn. Góð þátttaka Um og yfir 100 börn taka þátt í ritsmiðjunni á ári hverju og sem dæmi um höfunda sem hafa unnið með börnunum undanfarin ár má nefna Iðunni Steinsdóttur, Þor- grím Þráinsson, Ragnheiði Gests- dóttur og Herdísi Egilsdóttur. Afraksturinn af vinnu barnanna er settur í bók fyrir barnið og í lok hverrar ritsmiðju er haldið lokahóf þar sem foreldrum, systkinum, ömmum og öfum er boðið til veislu þar sem börnin lesa upp ljóðin sín og sögurnar. Heilu systkinahóparnir „Ritsmiðjan nýtur mikilla vin- sælda hér á Borgarbókasafninu og oft koma sömu börnin ár eftir ár. Þá hafa heilu systkinahóparnir fengið ritþjálfun á sumarnám- skeiðum Borgarbókasafnsins,“ seg- ir Sigrún Jóna Kristjánsdóttir, barnabókavörður í Sólheimasafni Borgarbókasafns Reykjavíkur. „Það sem gerir þessa ritsmiðju sér- staka miðað við það sem ég hef séð annars staðar í heiminum er að hér vinna krakkarnir oftast með höf- undum sem hafa mikla reynslu af því að skrifa fyrir börn,“ bætir hún við. Ritsmiðjan í ár verður vikuna 9. til 13. júní og að vanda er ekkert þátttökugjald. Árleg ritsmiðja í Borgarbókasafni Reykjavíkur 6 til 12 ára börn fá ritþjálfun Mynd/Borgarbókasafnið Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is Gel/ethanOl aRineldStæði í SumaRbúStaðinn eða heimilið. ReyKlauS OG lyKtaRlauS byltinG í SVefnlauSnum tilbOðSdaGaR - VaxtalauS lán í 6 mánuði 55 ára Húsgagnavinnustofa rH Frí legugreining og fagleg ráðgjöf um val á heilsudýnum. 20-50% afSláttuR Líkt og undanfarin sumur verða haldin sumarnámskeið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum fyrir krakka á aldrinum 10 til 12 ára (fædda 1996 til 1998) nú í ár. Tvenns konar nám- skeið verða í boði. Annars vegar verður námskeiðið Hani, krummi, hundur, svín og hins vegar Vís- indakrakkar. Skráning hefst þann 7. maí á reykjavik.is. Hani, krummi, hundur, svín Sönglist og Borgarleikhúsið standa fyrir leiklistarnámskeiðum í sumar þar sem kennd verða und- irstöðuatriði í einbeitingu, trausti, raddbeitingu og leikgleði. Unnið er markvisst að því að virkja sköp- unarkraft nemenda og efla sjálfs- traust þeirra. Þó svo að kennslan byggist aðallega á leiklistaræfingum verður einnig sungið og dansað. Nánari upplýsingar eru á songlist.is. Leiklist fyrir börn Það er mjög gott að ferðast með ung börn til Spánar. Spán- verjar eru barngóðir og gera margt til að gleðja barna- fjölskyldur. Spánn er vinsælasti sumarleyfisstaðurinn fyrir fjöl- skyldur að því er kom fram í breskri könnun. Þar með fór Spánn fram úr Frakklandi sem hafði áður verið í fyrsta sæti. Matsölustaðir á Spáni taka tillit til barnafólks og á flestum þeirra eru barnastólar og matseðill fyrir börn. Bestu strendurnar á Spáni fyrir fjölskyldur eru á meginlandinu. Allt frá Costa Blanca, og þar er Benidorm meðtalið, til Barcelona. Einnig er ströndin Costa de la Luz á suðvesturhorni Spánar vin- sæl fyrir fjölskyldur. Á þessum stöðum eru ævintýra- og vatns- garðar sem börn hafa gaman af. Stærstu ævintýragarðarnir eru Warner Brothers Movie World nálægt Madrid og Tarragona í Katalóníu. Best er að fara með börn utan heitasta tímans, t.d. í lok maí en þá er einnig ódýrara að dvelja á Spáni heldur en um mitt sumar. Brjóstagjöf ætti ekki að fara fram á almannafæri, Spánverjar eru margir viðkvæmir fyrir því. Auðvelt er að fá pela hitaða á veitingastöðum. Mjög gott þykir að fara með börn til La Manga, sem er ekki langt frá Alicante, en þar er sér- staklega mælt með La Manga Club sem þykir afar fjöl- skylduvænn staður. Auðvelt er að gúgla fjölskylduvæn hótel á Spáni og héðan er hægt að fljúga til Alicante með ferðaskrifstofunum og Iceland Express. Einnig bjóða ferðaskrifstofur upp á fjöl- skylduvæn íbúðahótel. Barnamatur er seldur í betri stórmörkuðum og í apótekum sem eru víða á ferðamannastöð- um á Spáni. Lífrænt ræktaður barnamatur er seldur í stórum verslunum eins og t.d. El Corte Ingles og Hipercor. Í apótekum er hægt að fá vel þekkt vörumerki í barnamat eins og t.d. Nestlé og Milupa. Þekkt vörumerki í bleium, eins og Pampers, er víða hægt að nálgast. Þá má benda foreldrum á að hagstætt er að kaupa barnaföt og skó á Spáni. Sumafrí Börnin kunna að meta gott frí með for- eldrum sínum. Fjölskylduvænt sumarfrí Einfalt að ferðast með börn til Spánar Það er skemmtilegt að ferðast með börn, líka þau allra yngstu. Börnin þurfa frí eins og full- orðnir en sumir eru smeykir við að fara með mjög ung börn til fram- andi landa. ➤ Spánn er fjölskylduvænnstaður til að eyða sumarfríinu á. ➤ Heilbrigðisþjónusta er góð en öruggara er að hafa góða ferðatryggingu fyrir fjöl- skylduna. ➤ Nauðsynlegt er að bera mikiðaf sólarvörn á börnin. ➤ Þekkt vörumerki í barnamatog bleium er auðvelt að nálgast. MEÐ BÖRNIN TIL SPÁNAR

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.