24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Virðingarleysi einhvers hóps fólks fyrir eignum og starfi annarra ríður ekki við einteyming. Nokkrar fréttir frá síðustu dögum sýna vel fram á það. Átján til nítján ára gamlir menn (svokallað fullorðið fólk) eru grunaðir um að hafa kveikt sinuelda í Hafnarfirði, þannig að 5.000 tré og mikil vinna skógræktarfólks fór í súginn. Morgunblaðið birti myndir af veggjakroti tveggja stráka, sem höfðu skil- ið eftir sig slóð skemmdarverka neðan úr miðbæ Reykjavíkur og upp í Hlíðahverfi. Það fylgdi sögunni að flestir krotarar sem lögreglan grípur væru stálpaðir, á aldrinum sextán til tuttugu og eins árs. 24 stundir sýndu myndir af leikvöllum barna á nokkrum stöðum í borg- inni. Þeir eiga það sameiginlegt með flestum öðrum leikvöllum í borginni að umgengnin um þá er skelfileg, leiktækin útkrotuð og búið að skemma þau mörg. Ekki einu sinni umhverfi yngstu borgaranna fær að vera í friði. Í Morgunblaðinu segir Benedikt Lund lögreglumaður: „Þetta eru eigna- spjöll og ekkert annað. Og það sem meira er, þetta eru einu eignaspjöllin sem ég veit um þar sem menn fara að heiman frá sér, oft og tíðum með leyfi foreldra, með það fyrir augum að skemma.“ Það er reyndar ótrúlegt að foreldrar, sem eiga að bera ábyrgð á börnum sínum, viti af því að þau stundi skemmdarverk í formi veggjakrots án þess að gera neitt í því. En því miður veit lögreglan um hvað hún er að tala. Talið er að það kosti Reykjavíkurborg 100 milljónir á ári að hreinsa veggjakrot af eignum almennings. Þá er ótalinn kostnaður, sem borgararnir hafa af að verja einkaeignir fyrir skemmdarvörgum. Hvað er til ráða gegn þessu virðingarleysi, sem veð- ur uppi? Eru þetta ekki bara einhverjir vitleysingar? spyrja margir, verður einhverju tauti við þá komið? Svarið er jú, reyndar eru þetta líklega vitleysingar. Þeir eru samt líklegir til að skilja það ef heimskupör þeirra koma illa við budduna. Það er leiðinlegt að fullorðið eða hálffullorðið fólk skuli ítrekað vera gripið fyrir skemmdarverk. En það jákvæða við þá staðreynd er að það er hægt að skikka það til að borga skemmdirnar eða vinna við að lagfæra þær. Tími umburðarlyndisins í þessum efnum hlýtur að vera liðinn. Virðingarleysi vitleysinganna SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST En að hlusta á ráðherra Samfylk- ingar bæði hæstvirtan utanrík- isráðherra og viðskiptaráðherra hvernig þau tala niður gjaldmiðil þjóðarinnar. Ingibjörg Sólrún gekk raunar alveg fram af mér í Silfri Egils á sunnudag þegar hún taldi að það væri alveg hægt að ganga í Evrópusambandið á þessu kjörtímabili. Hvað er að þessu fólki, virðir það ekki gerða samninga eins og rík- isstjórnarsáttmálann, eða á bara að stunda hentistefnu? Halda þau að það dugi til þess að öðlast trú- verðugleika? Það held ég tæplega! Vilborg G. Hansen villagunn.blog.is BLOGGARINN Hentistefna Samningsaðilar hafa lært sína lexíu og feta friðarslóðann í þetta skiptið. Það er gott, gott fyrir skólastarf, gott fyrir börnin í borginni – gott fyrir kennara. Ég hlakka til að kynna mér samn- inginn betur, vonandi boðar hann nýtt upphaf fyrir menntun ís- lenskra barna og unglinga. Von- andi boðar hann betri tíma fyrir kennara þessa lands sem allt of lengi hafa unnið frábært starf - á lágum launum. ...heyrði af stórri alþjóðlegri rannsókn meðal kennara þar sem leitað var eftir svari við því hvers vegna fólk valdi sér kennslu að ævistarfi. Oddný Sturludóttir oddny.eyjan.is Friðarslóði Fyrir réttu ári (já þessir litlu hlutir taka tíma!) kom fram hugmynd frá foreldrafélagi Foldaborgar í Grafarvogi um að Leikskólasvið léti leikskóla borgarinnar í té strætókort til að auka möguleika starfsfólks og barna að fara í vettvangsferðir. Auðvitað eru leikskólabörn að ferðast frítt í strætó en það er oftar en ekki þannig á góðum heimilum og góðum leikskólum að ekki er til aur í strætó eða miðar fyrir kennara og starfsfólk leikskóla sem að sjálfsögðu fylgja þeim hvert fótspor. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir thorbjorghelga.eyjan.is Strætókort Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Verðhækkanir á vöru og þjónustu ganga nú hraðar yfir samfélagið en væntingar stóðu til. Nú skiptir mestu máli öflugt samstarf ríkisstjórnarinnar og fulltrúa vinnumarkaðarins í baráttunni við verðbólg- una.Snörp gengislækkun, þrengingar á fjármálamörk- uðum, mikil skuldsetning almennings og fyrirtækja á fáum árum og hækkanir á hrávöruverði á heimsmarkaði ýta bratt undir verðbólguskotið. Sumpart voru þessar hækk- anir fyrirsjáanlegar en þær hafa komið hraðar og harðar fram en vonast var til. Ríkisstjórnin vinnur nú að því að gera það sem hægt er að gera til að halda aftur af verðlags- hækkunum og að verðbólgan gangi hratt til baka. Fyrstu aðgerðir gagnvart verðlagsþróun voru kynntar í vikunni og á næstu dögum funda oddvitar stjórnarflokkanna með fulltrúum vinnumarkaðarins og verða þá frekari fram- kvæmdir í þeim málum ræddar. Meginefni þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur þegar til- kynnt er að ríkisstjórnin felur hagdeild Alþýðusambands Íslands að framkvæma sérstakt átak í verðlagseftirliti, fylgj- ast með þróun vöruverðs með tíðari hætti en áður og miðla niðurstöðum sínum til almennings. Þá mun Neyt- endastofa fara í sérstakt átak í eftirliti með verðmerkingum á vöru og þjónustu og endurskoða þær reglur sem gilda um verðmerkingar. Stefnt er að því að kveðið verði á um viðurlög í formi sekta í þeim tilvikum þegar reglum er ekki fylgt. Skipaður verður sérstakur starfshópur fjármálaráðuneytis og viðskiptaráðuneytis til að endurskoða reglur um net- verslun, einkum frá öðrum löndum EES, með það að markmiði að auka samkeppni og lækka verð. Ráðist verður í kynningarátak í samstarfi við Neytendasamtökin til að virkja neytendur betur á vörumarkaði, hvetja þá til að gera verðsamanburð, koma ábendingum til Neytendastofu og Neytendasamtaka og gæta að eigin hagsmunum við innkaup. Meginmarkmið þessara aðgerða er að auka virkni neytenda og auðvelda þeim að veita öflugt aðhald gegn verðhækkun- um. Þær eru að sjálfsögðu aðeins einn þáttur þess viðamikla verkefnis að vinna bug á verðbólgunni en engu að síður af- ar mikilvægur. Enginn gætir hagsmuna neytenda betur en þeir sjálfir Höfundur er viðskiptaráðherra Upphaf aðgerða í verðlagsmálum ÁLIT Björgvin G. Sigurðsson

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.