24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 27

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 27
24stundir MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 27 Það er óþarfi að fara yfir um á greiðslu- kortinu þó að maður fari í gott ferðalag, hvort heldur innanlands eða utan. Með góðri skipulagningu og smáfyrirhyggju má halda kostnaði vegna ferðalaga innan skyn- samlegra marka án þess að það komi niður á ánægjunni. 24 stundir rifjuðu upp nokkur góð ráð fyrir sumarfríið. Upplýsingar og samanburður Það er ómetanlegt að skipuleggja fríið vel, gera jafnvel kostnaðaráætlun áður en lagt er af stað og reyna að halda sig við hana. Með því minnkar maður líkurnar á að reikning- urinn komi manni óþægilega á óvart þegar heim er komið. Netið kemur í góðar þarfir því að þar má leita upplýsinga um hagstæðar flugferðir, gist- ingu, veitingastaði og verslanir. Jafnvel er hægt að bera saman þá möguleika sem í boði eru. Skynsamlegt er að leita upplýsinga hjá þeim sem eru staðkunnugir því að þeir luma oft á góðum ráðum sem er ekki endi- lega getið um í ferðamannabæklingum. Þá geta vinir og kunningjar jafnvel skotið yfir mann skjólshúsi þegar maður er á ferða- lögum. Þar með sparar maður ekki aðeins fá- einar krónur heldur nýtur góðs félagsskapar og leiðsagnar sem er jafnvel enn meira virði. Munur á verðlagi Í stórborgum erlendis getur verið talsverð- ur munur á verðlagi eftir því hvar maður er. Miðsvæðis eru verslanir og veitingastaðir gjarnan dýrari en í öðrum hverfum þó að gæðin séu ekki endilega meiri. Sérstaklega ættu menn að hafa varann á sér á ferða- mannastöðum þar sem verðlag er oft óeðli- lega hátt. Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Ferðast á ódýran hátt Ódýr ferðalög Hægt er að draga úr kostnaði vegna ferða- laga á ýmsan hátt. Nú þegar sumarfrí eru fram- undan og margir hyggja á ferða- lög til útlanda er ágætt að minna á starfsemi Evrópsku neyt- endaaðstoðarinnar. Þeir sem telja að þeir hafi verið beittir órétti í viðskiptum innan landa Evrópu- sambandsins geta leitað til henn- ar til að fá úrlausn sinna mála. Jafnframt aðstoðar hún erlenda ferðamenn sem lenda í vandræð- um vegna viðskipta hér á landi. Evrópska neytendaaðstoðin hefur verið starfrækt hér á landi frá árinu 2001 og má nálgast helstu upplýsingar um hana á vefsíð- unni www.ena.is. Slæm viðskipti í útlöndum Íslandspóstur hyggst bjóða fólki að afþakka fjölpóst með sér- stökum merkingum á lúgum. Fyrirtækið dreifir um 12% þess fjölpósts sem kemur inn um lúg- ur landsmanna að fríblöðum meðtöldum. Bréfberar Íslands- pósts munu virða óskir lúgumið- ans en geta ekki borið ábyrgð á öðrum dreifendum. Upplýsingar um nánari tilhögun á afþökkun fjölpósts má fá hjá þjónustuveri Íslandspósts í síma 580 1200 og verða þær einnig birtar á heima- síðu félagsins innan tíðar. Fjölpósturinn afþakkaður Seltirningar eru hvattir til að láta hendur standa fram úr ermum vikuna 2.-9. maí en þá fer fram hreinsunarvika í bæjarfélaginu. Starfsmenn áhaldahúss Seltjarn- arness munu fjarlægja garðaúr- gang og afklippur í knippum sem settur hefur við lóðamörk. Al- mennt rusl og úr sér gengin tæki verða ekki fjarlægð og er fólki bent á að koma þeim á næstu móttökustöð Sorpu. Hreinsunarvika á Seltjarnarnesi *Vörur fylgja ekki með • Húðin okkar er viðkvæm og veðráttan á Íslandi getur verið húðinni erfið. • Decubal er mjög vel rannsökuð húðlína og þróuð í samvinnu við norræna húðlækna. • Decubal viðheldur heilbrigði og ferskleika húðarinnar – allt árið um kring. • Kynntu þér eiginleika Decubal og kveddu þurra húð. KAUPAUKI Glæsileg rauð snyrtitaska fylgir ef keypt er fyrir 2500 kr. eða meira. Tilboðið gildir til 10. maí eða meðan birgðir endast.* Decubal húðvörurnar fást í öllum apótekum.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.