24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 9

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 9
24stundir MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 9 Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður sími: 510 9500 Súpersól til Salou 23. maí frá kr. 39.995 Terra Nova býður frábært tilboð til Salou í sumarbyrjun. Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Stórkostlegar strendur, fjölbreytt aðstaða og litríkt næturlíf. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 39.995 Netverð á mann. M.v. 2-4 saman í herbergi/stúdíó/íbúð. Súpersól tilboð. 23. maí í viku. Aukavika kr. 12.000. Birt með fyrirvara um prentvillur. Terra Nova áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. TB W A\ R E Y K JA V ÍK \ S ÍA Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um kaup á íbúðum í fjölbýli á þessu ári er aðeins þriðjungur þess sem var á sama tíma í fyrra, eða 484 samningar á móti 1288. Þó virðist fasteignaverð ekki vera farið að lækka, þó að það sveiflist á milli mánaða. Verðlækkun kemur seinna „Það hefur orðið svipuð stöðvun á fasteignamarkaði og varð árin 2001-2002. Þetta er mjög eðlilegt,“ segir Ingólfur Bender, forstöðu- maður greiningar Glitnis. „Fyrst dregur úr umsvifum á markaði og svo kemur verðlækk- unin á eftir,“ segir Lúðvík Elíasson, hagfræðingur á greiningardeild Landsbankans. Hann bætir við að þróunin sé eins og bankinn hafi búist við, en hann hefur spáð því að fasteignaverð lækki seinna í vor. Allir halda að sér höndum „Við finnum fyrir því að marga langar til að kaupa sér húsnæði en fá ekki lán. Svo er töluvert um að menn bíði með fasteignakaup í von um að vextir lækki og verðbólgan fari niður,“ segir Sigurpáll Jóhann- esson, sölumaður fasteigna hjá Re- max Borg. Segist hann bjartsýnn á að verð fari að lækka og óttast ekki að verkefnaleysi sé yfirvofandi. Sé skoðað hvernig íbúðir hafa selst það sem af er ári sést að þótt mun færri kaupsamningum hafi verið þinglýst nú, eru hlutföllin á milli ólíkra stærða íbúða mjög svipuð nú og á sama tíma í fyrra. Sem dæmi má nefna að árið 2007 voru þriggja herbergja íbúðir í fjölbýli um 35% seldra íbúða á höfuðborgarsvæðinu fyrstu fjóra mánuði ársins en eru um 32% það sem af er þessu ári. Því virðast hús- næðiskaupendur í öllum flokkum halda jafnt að sér höndum. „Grunnurinn að fasteignamark- aðnum er minnstu íbúðirnar. Þeg- ar eigendur þeirra geta ekki selt, geta þeir heldur ekki stækkað við sig, svo kólnunin færist ofar,“ út- skýrir Viðar Böðvarsson, viðskipta- fræðingur og fasteignasali hjá fast- eignasölunni Fold. Íbúðaverð hefur enn ekki lækkað  Aðeins þriðjungssala íbúða í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu mið- að við sama tíma í fyrra  Allir halda jafnt að sér höndum ➤ Eftir að framboð á íbúða-lánum hjá bönkunum minnk- aði taka fleiri lán hjá Íbúða- lánasjóði. ➤ Hann lánar sem nemur 120%af brunabótamati auk lóð- armats eða að hámarki átján milljónir. ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Fasteignir Lítið hefur selst af íbúðum á árinu Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis, telur ólíklegt að jafnmiklar verðlækkanir verði á ís- lenskum fasteignamarkaði og orðið hafa á ýmsum stöðum erlendis, þar sem markaðurinn sé ólíkur erlend- um mörkuðum. „Í fyrsta lagi er hér lítið um spá- kaupmennsku því að fólk býr í hús- næðinu sínu og á fæst fasteignir sem það getur selt um leið og væntingar koma um verðlækkanir. Í öðru lagi er lánamarkaðurinn sérstakur. Er- lendis hafa bankarnir nær einvörð- ungu setið að íbúðalánunum en hér höfum við einnig Íbúðalánasjóð og að nokkru leyti lífeyrissjóðina sem halda lánamarkaðnum uppi um þessar mundir. Að lokum hefur leiðrétting á verði hér átt sér fyrst og fremst stað í gegnum raunverðslækkun en ekki lækkun á nafnverði.“ þkþ Fasteignamarkaður hér ólíkur erlendum Séríslensk einkenni MEÐALTALSNAFNVERÐ Á FERMETRA JANÚAR 2007 TIL APRÍL 2008 Tölur eru í krónum. Miðað er við þinglýsta kaupsamninga og eru upplýsingar fengnar á vef FMR. Janúar 2007 Apríl 2008 2ja herbergja íbúðir 3ja herbergja íbúðir 4ra herbergja íbúðir 5 herbergja íbúðir 250.519 232.496 212.229 206.753 290.393 240.333 234.500 249.721 „Í ljósi þessara yfirlýsinga sem komu fram í 24 stundum þá mun- um við skoða þetta mál líkt og aðrar ábendingar um það sem betur má fara,“ segir Hafsteinn Pálsson, verk- fræðingur hjá umhverfisráðuneyt- inu, en 24 stundir sögðu frá því í gær að skemmti- og veitingastaðir sem er veitt vínveitingaleyfi fái úthlutuð slík leyfi án þess að uppfylla ákvæði gild- andi byggingarreglugerðar. Byggingarreglugerðir eru gefnar út af umhverfisráðuneytinu og því er það á valdi þess að gera breytingar á þeim. Hafsteinn segir ekkert liggja fyrir um hverju sú skoðun muni skila. „Þetta verður að fara í þennan farveg en það er ekkert hægt að fullyrða hvað kemur út úr þessari skoðun.“ Byggingarfulltrúi vill breytingar Margir skemmtistaðir í miðborg Reykjavíkur eru í mjög gömlum húsum þar sem til dæmis stigar upp- fylla ekki ákvæði núgildandi bygg- ingarreglugerðar. Þeir fá þó vínveitingaleyfi á grundvelli þess að þeir uppfylli ákvæði reglugerða frá þeim tíma sem viðkomandi húsnæði var sam- þykkt. Í mörgum tilfellum er um að ræða hús sem falla undir áratuga gamlar byggingarreglugerðir sem ekki gera sömu öryggiskröfur. Magnús Sædal Svavarsson, bygg- ingarfulltrúi Reykjavíkurborgar, sagði í 24 stundum í gær að hann vildi breyta þessum reglum og setja stífari reglur hvað varðar öryggi. „Það hafa svo sannarlega orðið slys hérna, til dæmis í stigum, og mörg þeirra slæm.“ thordur@24stundir.is Staðir sem uppfylla ekki núgildandi reglugerðir fá vínveitingaleyfi Ráðuneytið hyggst skoða málið

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.