24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 24stundir Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is HJÁ ATVINNULÍFINU KEMUR ÞÉR Á KORTIÐ Tölvunarfræði er afar fjölbreytt fagsvið sem býður upp á marga valkosti fyrir nám og störf, allt frá hagnýtum verkefnum til fræðilegra, frá umsjón tölvukerfa til smíði flókinna hug- búnaðarkerfa, frá forritun til stjórnunar. Tölvunarfræðinám er góður grunnur fyrir starfsferil á fjölmörgum sviðum. Tölvunarfræðinám við Háskólann í Reykjavík einkennist af fjölbreytileika og skapandi um- hverfi þar sem nemendum gefst kostur á að vinna verkefni í nánum tengslum við fræðimenn og fyrirtæki. • BSc í tölvunarfræði (90 einingar) • BSc í hugbúnaðarverkfræði (90 einingar) • BSc í stærðfræði (90 einingar) • MSc í tölvunarfræði • MSc í hugbúnaðarverkfræði • MSc í máltækni • PhD í tölvunarfræði • Kerfisfræðigráða (60 eininga nám í fjarnámi og með vinnu) TÖLVUNARFRÆÐI Tölvunarfræðideild HR býður upp á nám í Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Sú skyndilega hækkun vísitölu neysluverðs sem varð í apríl kemur sér mjög illa fyrir þá sem tekið hafa verðtryggt lán. Vísitalan hækkaði um 3,4% á milli mánaða og hefur ekki hækkað meira í tæpa tvo ára- tugi. Svo tekið sé einalt dæmi þýðir 3,4% hækkun vísitölu neysluverðs að sá sem þarf að greiða 100.000 krónur af jafngreiðsluláni í maí, þarf að greiða 103.400 krónur af því í júní þegar hækkun vísitölu í apríl er farin að taka gildi til verð- tryggingar. Að sama skapi hækkar höfuðstóll 20 milljóna króna láns í rúmar 20.682.000 krónur. Afborgun hækkar um þriðjung Einnig má taka dæmi af einstak- lingi sem tók 20 milljóna króna jafngreiðslulán til 40 ára með 4,15% vöxtum 1. september 2004. Ef lánið hefði verið óverðtryggt, næmi hver mánaðargreiðsla tæp- um 86 þúsund krónum. Eins og vísitalan hefur þróast þarf viðkom- andi hins vegar að greiða tæpar 110 þúsund krónur í afborgun 1. júní nk., eða tæpum þriðjungi meira. Ef verðbólga hefði haldist 3,7%, eins og hún var í ágúst 2004, hefði afborgunin 1. júní nk. verið tæpar 98 þúsund krónur. Hin raunveru- lega afborgun er 12% hærri, og til þess að greiðslubyrðin hafi ekki þyngst, þurfa laun viðkomandi því að hafa hækkað um það sem því nemur á umræddu tímabili. Allt yrði vitlaust í Danmörku „Í landi þar sem lán eru verð- tryggð er gríðalega mikilvægt að verðbólga sé aldrei há,“ segir Bryn- hildur Pétursdóttir, ritstjóri Neyt- endablaðsins. Strax fyrir tveimur árum, þegar verðbólga var ekki í námunda við það sem nú er, hafi Neytendasamtökin bent á þetta. „Ég sé ekki fyrir mér að aðrar þjóðir myndu sætta sig við svona miklar sviptingar. T.d. ímynda ég mér að allt yrði vitlaust í Dan- mörku ef fólk sæi lánin sín hækka svona mikið á einu bretti.“ Hún bendir á að verðtryggingin hækki höfuðstól láns töluvert jafn- vel þegar verðbólga er ekki nema 2,5%, sem er verðbólgumarkmið Seðlabankans. Því sé mikilvægt að lántakendur leggist vel yfir útreikn- inga á lánum og stökkvi ekki á allt sem bjóðist. Vilja afnema verðtryggingu Ýmsir hafa orðið til þess að gagnrýna verðtrygginguna, sem er nánast séríslenskt fyrirbæri. Hefur því t.d. verið haldið fram að ef verðtryggingin væri afnumin myndi það verða til þess að stjórn- völd tækju sig á í baráttunni gegn verðbólgu, þar sem verðtrygging frestar í raun áhrifum verðbólgu á almenning. Frjálslyndi flokkurinn hefur sem dæmi lagt fram þingsályktunartil- lögu þess efnis að verðtryggingin verði afnumin, en tillagan er til umfjöllunar hjá allsherjarnefnd. Í neikvæðri umsögn um tillöguna benti Seðlabanki Íslands á að það að afnema verðtryggingu verði að öllum líkindum til þess að auka verðbólgu enn frekar. „Ég veit nú ekki hvort það myndi skipta miklu máli í því um- hverfi sem við erum í núna,“ segir Jón Magnússon, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, um aðvaranir Seðlabankans. „Á sama tíma og þeir sem lána peninga verða að hafa tryggingu, má kerfið ekki vera þannig að öll heimsins óáran bitni á þeim sem taka lán.“ Verðtryggingin skárri kostur Valgerður Sverrisdóttir, þing- maður Framsóknarflokksins, bendir hins vegar á að ef verðtrygg- ing er afnumin við það verðbólgu- ástand sem hefur ríkt hér á landi, yrðu bankarnir annað hvort að hafa öll lán á breytilegum vöxtum, og hækka þannig vexti um leið og verðbólga eykst, eða hækka vexti á línuna til að verja sig gegn hættu á verðbólgu. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, tekur undir með Val- gerði. „Það er erfitt að sjá fyrir sér að það sé hægt að halda gangandi lánakerfi hér á landi ef verðtrygg- ingin verður afnumin.“ Ef það yrði gert þyrfti að veita lánveitendum áhættuálag, til að þeir sæju sér hag í að veita lán í þeirri miklu verðbólgu og óvissu um verðbólgu sem ríkt hefur hér á landi. ÞEKKIR ÞÚ DÆMI? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Höfuðstóllinn rýkur upp ÁHRIF VERÐBÓLGU Á HÚSNÆÐISLÁN Hækkun 20 milljón króna höfuðstóls vegna 3,4% verðbólgu á mánuði Höfuðstóll í maí Höfuðstóll 1. júní 20 .0 00 .0 00 k r. 20 .6 81 .8 18 k r. 20.000.000 króna jafngreiðslulán til 40 ára 4,15% vextir, tekið 1.9.2004 Mánaðargreiðslur með verðtryggingu (kr.) Mánaðargreiðslur án verðtryggingar (kr.) 1. gjalddagi 1.10.2004 1.6.2005 1.6.2006 1.6.2007 1.5.2008 1.6.2008 85.583 85.583 85.583 85.583 85.583 85.583 85.948 87.808 94.448 98.862 105.939 109.551 ➤ Ef tekið var 20 milljóna krónajafngreiðslulán í september árið 2004, með 4,15% vöxt- um, verður afborgunin 1. júní 109.551 króna. ➤ Ef verðbólga hefði haldist3,7%, eins og hún var í ágúst 2004, þyrfti viðkomandi að greiða 97.826 krónur 1. júní. GREIÐSLUBYRÐI  20 milljóna króna höfuðstóll hækkar um 680 þúsund  Verðtryggingin hækkar afborgun um þriðjung „Þetta svæði er á náttúruminjaskrá sem útvistarsvæði. Þarna er sýnis- horn af öllu því sem er fallegast í ís- lenskri náttúru,“ segir Lára Hanna Einarsdóttir en hún hefur ásamt fleir- um látið útbúa veggspjald þar sem vakin er athygli á fyrirhugaðri Bitru- virkjun. Það er sami hópur og stend- ur að heimasíðunni hengill.nu. „Við höfum ekki sett okkur upp á móti Hverahlíðarvirkjun sem er sunnan þjóðvegarins, þetta svæði er hins vegar of dýrmætt til að breyta í iðnaðarhverfi,“ segir hún. Lára Hanna segir það ósk hópsins að svæðið verði friðað til frambúðar. „Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst breytingu á aðalskipulagi svæðisins en frestur til að senda athugasemdir er til 13. maí,“ segir hún. Síðastliðið haust rann út frestur til að gera at- hugasemdir við umhverfismat og segir Lára Hanna 678 athugasemdir hafa borist, fleiri en nokkru sinni áð- ur. Hún segir einkum tvennt gagnrýnt í þessu ferli. Annars vegar skipulags- og byggingarlögin sem hún segir veita fámennum sveitarstjórnum heimild til að taka ákvarðanir sem beint og óbeint varða mörg þúsund manns. „Svo eru það lögin um mat á um- hverfisáhrifum. Auðvitað þarf að meta þau en samkvæmt okkar lögum er það framkvæmdaraðilinn sjálfur sem sér um umhverfismatið. Svo eru gerðar athugasemdir, þær flokkaðar og taldar og loks sendar fram- kvæmdaraðilanum sem fer yfir þær og dæmir í eigin máli. Þetta eru arfa- vitlaust lög.“ fifa@24stundir.is Nýtt veggspjald hvetur til athugasemda Allt það fallegasta Landssamband sumarhúsaeig- enda skorar á Alþingi að lögfesta frumvarp um frístundabyggð á yfirstandandi þingi. Sambandið lýsir í ályktun, sem samþykkt var á aðalfundi fyrir skömmu, áhyggjum af því að leigusamningar, sem renna út á næsta ári, verði ekki endurnýj- aðir. Þá segir að samskipti leiguliða við bændur séu yfirleitt góð. Nú sé hins vegar landslagið orðið annað með tilkomu fjárfesta sem sjái tækifæri í því að þvinga fólk sem er á staðnum til uppkaupa á því verði sem eigendunum hent- ar. Frumvarpið verði að lögum

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.