24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 24stundir Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Ekki þarf að fara mörgum orðum um sívaxandi vinsældir golfsins hérlendis en ekkert lát virðist þar á. Síst meðal smáfólksins en nám- skeið og skólar hvers konar þar sem golfkennsla kemur við sögu hafa aldrei verið vinsælli en nú. Er nú þegar fullbókað í mörg námskeið fyrstu vikur sumars en einn sá vin- sælasti undanfarin ár hefur verið Golfleikjaskólinn í Garðabæ. Hann rekur Anna Día Erlingsdóttir en að auki kemur hún nálægt öðrum skóla sem tekur til starfa á næstu dögum, US Kids-skólinn, en þar er kennt eftir bandarískum reglum og ekki aðeins áhersla lögð á golf- kennslu heldur einnig siði og venj- ur úti á vellinum. Fullbókað í fyrstu tímana Skólarnir tveir eru mismunandi í nokkrum meginatriðum. Golf- leikjaskólinn er hugsaður sem vett- vangur fyrir alla fjölskylduna ef svo ber undir en Anna Día segist þó leggja áherslu á að fullorðinn ein- staklingur sé með barni sínu í kennslustundunum. „Skólinn er blanda af kennslu og leik og hug- myndin er að mæður og aðrir full- orðnir taki þátt með barninu og skapi þannig samkennd en skemmtun um leið. Þannig er það krafa að allir sem þangað fara séu með foreldrum eða fullorðnum á námskeiðinu.“ Hvert námskeið tekur eina viku, klukkustund í senn og kostar sex þúsund krónur sem verður að telj- ast allgott enda lágmarksgjald hjá venjulegum golfkennara vart undir þrjú þúsund krónum. „Enda er það svo að það er fullbókað í alla fyrstu tímana hjá okkur og í raun ótrúlegt hvað ásóknin er mikil.“ Að erlendri fyrirmynd Hinn skólinn, US Kids, er ein- göngu ætlaður börnum og ung- lingum en kennsla fer fram á Set- bergsvelli í Hafnarfirði ólíkt Golfleikjaskólanum en þar er kennt á stóru túni við Álftanesveg. Anna segir hann um margt merkilegan. „Þar er farið vandlega eftir æfinga- kerfi frá US Kids í Bandaríkjunum en það fyrirtæki framleiðir meðal annars golfkylfur sérstaklega fyrir börn. Þar er ekki aðeins farið í golf- ið sjálft heldur einnig hefðir og reglur sem eru margar í golfinu. Þar reyna krakkarnir sig á alvöru velli og foreldrar geta í raun spilað stóra völlinn á meðan börnin eru á þeim litla. Þetta námskeið er í sam- vinnu við golfklúbbinn Odd og er þetta fyrsta sumarið sem hann er starfræktur.“ Það er því af nógu að taka fyrir smáfólkið og foreldrana ef því er að skipta en vikan í US Kids-skólan- um kostar tíu þúsund krónur. Golfskólar fyrir yngri kynslóðina slá í gegn hér á landi Þar sem golfið er leikur og skemmtun Hafi einhverjir haft sér- staklega mikið að gera undanfarin ár eru golf- kennarar ábyggilega framarlega í þeim flokki. Þótt flestir klúbbar bjóði upp á kennslu og að- stöðu hefur minna farið fyrir eiginlegum golf- skólum utan þeirra en minnst tveir slíkir verða starfræktir í sumar. Því fyrr því betra Því eldri sem einstaklingur er því erfiðara er að læra und- irstöðuatriðin í golfinu. Hafi börn áhuga er um að gera að drífa sig með þau sem fyrst. Fagmennska Aðeins fullorðnir fyrsta flokks kennarar koma nálægt kennslu. Félagsskapur Fátt betra en að læra golf með öðrum krökkum á sama aldri. Margir eru kallaðir og sitt sýn- ist hverjum og einum en sam- kvæmt úttektum tímaritanna Golf Digest og Golf Magazine á síðasta ári er Pine Valley völlurinn í New Jersey í Bandaríkjunum sá besti þar í landi og tiltölulega óþekktur norður-írskur völlur, Royal County Down tók þann titil á al- þjóðavísu hjá fyrra tímaritinu. Tölurnar eru uppfærðar árlega hjá tímaritunum og verða nýir listar kynntir í næsta mánuði en venjan er að litlar breytingar verða ára á milli. Á síðustu listum lenti hinn margfrægi gamli völlur St.And- rews í öðru sæti en fimm bestu golfvelli utan Bandaríkjanna mátti finna á Bretlandseyjum sam- kvæmt stöðlum Golf Digest. Staða þeirra batnaði ennþá meira þegar litið var til þeirra tíu bestu en að- eins tveir utan Bretlandseyja kom- ust þar á blað; Royal Melbourne í Ástralíu og Cape Kidnappers á Nýja-Sjálandi. Spænskir golfvellir náðu ekki hátt á listum tímaritanna fyrir ári en þangað sækja flestir íslenskir kylfingar árið um kring. Hinn sögufrægi Valderrama er þeirra efstur en mælist aðeins í 46. sæti og systurvöllur hans Sotogrande í 76. sæti. Aðrir spænskir komast ekki á blað og verður að teljast markvert miðað við þá spreng- ingu sem þar hefur orðið á síð- ustu tíu til fimmtán árum. For- vitnilegt verður þó að fylgjast með því hvort sú staða breytist í næsta mánuði. Hverjir eru bestu golfvellir heims? Heldur Pine Valley sætinu Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Búdapest 8. maí frá kr. 49.990 Frábær 4 nátta ferð um Hvítasunnu! Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Vorið er frábær tími til að heimsækja borgina. Tíminn í þessari ferð nýtist einkar vel þar sem flogið er út í beinu morgun- flugi en heim seint að kvöldi annars í Hvítasunnu. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Búdapest býður einstakt mannlíf, menningu og skemmtun að ógleymdri gestrisni Ungverja auk frábærra veitinga- og skemmtistaða. Verð kr. 49.990 - *** gisting Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 4 nætur á Hotel Mercure Duna *** með morgunmat. Verð kr. 59.990 - **** gisting Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 4 nætur á Hotel Mercure Korona **** með morgunmat. M bl 9 89 89 5 VORIÐGOLF lifsstill@24stundir.is a Skólinn er blanda af kennslu og leik og hugmyndin sú að foreldrar taki þátt í leiknum með barni sínu og skapi þannig sam- kennd og meiri skemmtun um leið.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.