24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 24stundir Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Anna Karólína Vilhjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Special Olymp- ics á Íslandi, sótti nýverið ráð- stefnu í Katar þar sem fjallað var um börn með sérþarfir og sérstök áhersla lögð á samspil íþrótta og getu. „Á ráðstefnunni var fjallað um íþróttaiðkun barna með fötlun út frá almennum mannrétt- indum,“ segir Anna Karólína. „Íþróttaiðkun er talin það mik- ilvæg að það eru almenn mann- réttindi að geta stundað einhvers konar íþróttir. Börn með fötlun vilja vitanlega geta nýtt sér þau til- boð sem eru í boði og eiga valkosti, rétt eins og við hin. Þau vilja ekki vera útilokuð.“ Barátta foreldra Íþróttaiðkun er ekki síst mik- ilvæg fyrir börn með fötlun því margvíslegar rannsóknir hafa sýnt fram á að íþróttir auki hreyfiþroska og félagslegan þroska þeirra. Aðspurð hvernig staðið sé að íþróttaiðkun barna með fötlun á Íslandi segir Anna Karólína að þetta sé ágætis byrj- un. „Ég óttast samt að foreldrar þurfi að berjast fyrir því að koma börnunum í þá íþrótt sem þau hafa áhuga á og ef ég tek sund sem dæmi þá vantar oft að- stoð fyrir börn sem eru alvarlega fötluð og það hefur háð þeim,“ segir Anna Karólína sem heim- sótti Shafallah-miðstöðina í Katar en miðstöðin hefur vakið alþjóðaathygli fyrir metn- aðarfullt starf við kennslu og þjálfun barna með sérþarfir. „Þar er mjög mikil áhersla lögð á hreyfiþjálfun og hver morgunn byrjar með hreyfiæfingum fyrir nemendur. Í erindi frá lækni Shaffallah lagði hann mikla áherslu á að íþróttastarf getur aukið sjálfstæði, styrkt sjálfs- mynd og félagsþroska auk ann- arra þátta enda hafa aðstand- endur samtakanna upplifað það sterkt hvað einstaklingar hafa náð aukinni færni í gegnum íþróttastarfið.“ Snemmtæk íhlutun Anna Karólína segist vilja koma af stað umræðu um snemmtæka íhlutun og hvaða áhrif það gæti haft að þjálfa börn með fötlun snemma. „Sjúkraþjálfarar sinna þessu upp að vissu marki en for- eldrar fá svo takmarkaðan tíma og margir þurfa að bíða lengi. Ég held að allir séu sammála um að íþróttaiðkun hafi góð áhrif en það þarf að vinna betur í þessu. Við vitum náttúrlega að börn fá mis- munandi tilboð og börn með fötl- un fá ekki að takast á við það sama og önnur börn. Mér finnst kannski vanta svolítið upp á að það sé fylgst betur með börnum með fötl- un, því þau eru stundum sett til hliðar. Þau fá kannski ekki íþrótta- kennslu en þess í stað sjúkraþjálf- un sem á að vera nóg. Á ráðstefn- unni í Katar kom fram að ef eitthvað er þá eiga börn með fötl- un að fá tvöfalt meiri hreyfiþjálfun en ófötluð börn,“ segir Anna Kar- ólína og bætir við að á Íslandi hef- ur sund verið sérstaklega vinsælt fyrir börn með fötlun. „Hér heima hefur verið lögð mikil áhersla á að börn með fötlun fari í sund. Án þess að ég sé að gera upp á milli greina þá höfum við þá trú að sund geri mikið fyrir börnin og sundið er sérstaklega gott fyrir börn sem eru með stífa vöðva og börn sem eru mikið fötluð og eiga erfitt með að hreyfa sig. Börnin hreyfa sig miklu betur í vatninu og upplifa sig frekar sem jafningja.“ Fötluð börn auka hreyfiþroska og félagsþroska með íþróttaiðkun Almenn mannréttindi að stunda íþróttir ➤ Á ráðstefnunni var meðalannars fjallað um hvernig aukin íþróttaiðkun getur eflt færni og lífsgleði barna og ungmenna. ➤ Sérstök málstofa var helguðeinhverfu og á næsta ári verður efnt til alþjóðlegs átaks til að auka skilning á henni. RÁÐSTEFNANÍþróttaiðkun barna með fötlun er almenn mann- réttindi, að sögn Önnu Karólínu Vilhjálmsdóttur sem óttast að foreldrar þurfi að berjast fyrir þessum rétti barna sinna. Í Katar Hér er Anna Karól- ína ásamt ungum fóta- lausum dreng. Hamraborg 7 Kópavogi Sími 564 1451 www.modurast.is Sumarlínan Mikið úrval af brjóstagjafa- höldurum í brjóstagjafabolum Skeifunni 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Hjá okkur fáið þið mikið úrval af kerrum og vögnum fyrir börnin Plastmódel miklu í úrvali Nethyl 2, sími 587 0600, www.tomstundahusid.is - kemur þér við AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.