24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 11

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 11
24stundir MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 11 Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Hönnunin byggir á gamalli erki- týpu af magasleða. Þetta er auð- vitað eldgömul fyrirmynd,“ segir Dagur Óskarsson vöruhönnuður um sleða, EA 800, sem hann hefur hannað. Sleðinn var lokaverkefni hans í vöruhönnun við Listahá- skóla Íslands og er meðal þess sem er til sýnis á útskriftarsýningu skólans sem stendur yfir á Kjar- valsstöðum til 1. maí. Tengsl við heimahagana Dagur segir hugmyndina að sleðanum hafa kviknað vegna þess að hann vildi gera eitthvað sem tengdist heimabæ hans, Dalvík. „Ég sótti svolítið í gamlar ljós- myndir sem afi minn skildi eftir sig,“ segir Dagur og bætir við: „Ég fann umslög sem merkt voru sem vetrar-, snjóa- og skíðamyndir. Þar voru meðal annars svona sleð- ar.“ Dagur segir sleða sem þessa hafa verið mikið notaða til þess að flytja kol og margt fleira yfir ófær- ur og að þeir hafi verið til í öllum stærðum og gerðum. Dagur segir nafn sleðans, EA 800, einnig hafa tengingu við Dalvík. „EA er merk- ing skipa á Eyjafjarðarsvæðinu og 800 táknar lengdina á honum.“ Framleiddur á Dalvík „Þegar ég fór af stað með þetta verkefni þá var ég með það í huga að láta Promens, sem áður hét Sæplast, á Dalvík framleiða sleð- ann fyrir mig,“ segir Dagur. „Þau sjá um að steypa hann en ég hannaði sleðann og smíðaði mót- ið fyrir hann,“ bætir hann við. Dagur segir að Promens muni koma til með að geta fjöldafram- leitt sleðann. „Þetta er nokkuð dýr framleiðsla þar sem það tekur nokkurn tíma að búa til hvern sleða. Það er þó hægt að samnýta þetta með annarri framleiðslu og það heldur verðinu niðri.“ Hugsaður sem leikfang Dagur segir sleðann aðallega vera hugsaðan sem leikfang. „Þeg- ar ég var að taka upp kynning- arefni fyrir sýninguna fékk ég lán- aðan bróðurson minn og við eyddum heilum degi á sleðanum,“ segir Dagur og bætir við: „Hann virkaði svo vel að ég ætlaði aldrei að ná litla manninum heim úr brekkunni.“ Endalausir möguleikar Dagur segir að hann sé nú þeg- ar búinn að fá nokkrar pantanir frá fólki sem vildi endilega fá sleða um leið og byrjað væri að fram- leiða þá. Hann segist ekki enn hafa ákveðið á hvaða hátt hann ætli að markaðssetja sleðann. „Ég er enn að velta þessu fyrir mér og ætla að fá ráðgjöf frá fólki sem þekkir til,“ segir Dagur. „Þetta er spurning um það hvort ég ætli að selja hann á bensínstöðvum eða í búðum eins og Saltfélaginu.“ Dagur segir möguleikana í fag- inu vera endalausa. „Það endur- speglast mjög vel á sýningunni.“ Sleði í nýjum búningi  Dagur Óskarsson hannaði sleða eftir gamalli fyrirmynd EA 800 Dagur Ósk- arsson með sleðann EA 800. ➤ Sleði EA 800 er til sýnis á út-skriftarsýningu Listaháskóla Íslands á Kjarvalsstöðum. ➤ Þar eru til sýnis lokaverkefninemenda úr myndlistardeild og hönnunar- og arkitekt- úrdeild. ➤ Síðasti sýningardagur er 1.maí. VÖRUHÖNNUN 24stundir/Kristinn MARKAÐURINN Í GÆR            ! ""#                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   '    01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                                             : -   0 -< = $ ' >53?@A5 3?A5@@B@B 354A>CCB5 ?3543453 D??3@433D 553@5AA B>CA>4B5 ?5>C5C?C3D 53>4@B@?A ?4DAB?>4 C?BADC44 >?3D5C?>D ?45335 CA34?3AA , ?34B4AAA DD3>CBD ?5>AD53 , , D3@C4BC44 , , B43BDCC , , BDB>AAAA >DA43CA , @E3A 3CED5 ?DED? 4E>? ?4E4A D?EBA DDE?A C5AEAA DBEB5 CBE@A 5EA? ?DECC 3E@D BCE>A ?E35 4E44 D>?EAA ?>DAEAA 3>5EAA AEC5 ?>4EAA , , , , , 5A35EAA ?AEAA , @E35 3CE5A ?DE3D 4E>D ?4E@A DDE?5 DDE3A C5DEAA 3AE3A BAEDA 5EA4 ?DEBA 3E@4 BBEAA ?E3@ 4E@D D>>EAA ?>3BEAA 355EAA AEC4 ?5AEAA DEAA D?EB5 @E5A , , 5??AEAA ?DEAA 5EBA /   - @ >B >D C D5 ? ?3 >D >3 @ DD >5 D ?3 , 3 3 3 , , DD , , ? , , 4 ? , F#   -#- DB>DAAC DB>DAAC DB>DAAC DB>DAAC DB>DAAC DB>DAAC DB>DAAC DB>DAAC DB>DAAC DB>DAAC DB>DAAC DB>DAAC DB>DAAC DB>DAAC D?>DAAC DB>DAAC DB>DAAC DB>DAAC DC>DAAC D3>DAAC DB>DAAC ?A3DAAC ?@>DAAC DD>DAAC 4?DDAA@ DDCDAA@ DB>DAAC DB>DAAC @3DAAC ● Mestu viðskiptin í Kauphöll OMX í gær voru með bréf í Kaup- þingi fyrir 1.549 milljónir króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum í Century Aluminum eða um 3,67%. Bréf í Atlantic Petroleum hækkuðu um 1,49% og bréf í Atorku um 0,14%. ● Mesta lækkunin var á bréfum í Icelandair Group, 4,13%. Bréf í Landsbanka Íslands lækkuðu um 3,23% og bréf í SPRON um 2,5%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,57% og stóð í 5.215,87 stigum í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 1,33% í gær. ● Samnorræna OMX-vísitalan lækkaði um 0,62%. Breska FTSE- vísitalan stóð í stað og þýska DAX-vísitalan lækkaði um 0,6%. Ameríska vikuritið Newsweek hef- ur valið Geir Haarde forsætisráð- herra „grænasta stjórnmálaleið- togann.“ Af því tilefni er viðtal við Geir í alþjóðlegri útgáfu tímarits- ins. Í inngangi að viðtalinu segir blaðamaður Newsweek frá því að heppileg lega Íslands hafi gert það að verkum að hækkandi heims- markaðsverð á olíu, kolum og jarðgasi hafi ekki komið jafn illa við Íslendinga og marga aðra. Þá segir jafnframt að þrátt fyrir að Ís- land sé auðugt af náttúrulegum auðlindum, hafi það tekið stjórnvöld áratugi að venja þjóðina af notkun kola og annarra jarðefnaeldsneyta. Í viðtalinu er m.a. fjallað um þróun íslenska hagkerfisins úr því að grundvallast nánast eingöngu á fiskveiðum. Þá er Geir spurður út í ágreininginn vegna virkjunar Kárahnjúka. hos Geir „grænasti“ leiðtoginn Olíufyrtækið BP og Shell skiluðu bæði betri hagnaði fyrstu þrjá mánuði ársins en búist hafði ver- ið við. Háu olíuverði er þakkaður hagnaðurinn en það nálgast óð- fluga 120 bandaríkjadali á tunnu. Hagnaður Shell var 7,8 milljarðar bandaríkjadala samanborið við 6,9 milljarða á sama tímabili fyrir ári síðan. Hagnaður félagsins á árinu 2007 var 27,6 milljarðar bandaríkjadala. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs var hagnaður BP 6,6 millj- arðar bandaríkjadala, sam- anborið við 4,4 milljarða á sama tímabili í fyrra. Hlutabréf í báðum félögum hækkuðu í kauphöllinni í Lond- on, BP um tæp 5,96 prósent og Shell um 5,36 prósent. ejg Olíufélög græða á háu olíuverði Tap skandinavíska flugfélagsins SAS nam 13,26 milljörðum ís- lenskra króna á fyrsta fjórðungi þessa árs. Á sama tímabili í fyrra nam tap SAS 18 milljónum sænskra króna. SAS ætlar að segja eitt þúsund manns upp störfum til þess að draga úr kostnaði í rekstri. mbl.is SAS segir upp þúsund manns Fulltrúar fyrirtækisins 3x Technology gerðu góða ferð á sjávarútvegs- sýninguna í Brussel á dögunum. Þar voru gerðir þrír samningar sam- tals að andvirði hátt í 200 milljónir króna. Fyrirtækið sérhæfir sig í tækjalausnum fyrir matvælaiðnað. „Við veltum um hálfum milljarði þannig að þetta er mjög stórt,“ segir Jóhann Jónasson framkvæmda- stjóri 3x. Hjá 3x starfa um 40 manns á Ísafirði en félagið er einnig með söluskrifstfu í Reykjavík. Jóhann segir það hafa marga kosti að reka fyrirtæki eins og 3x úti á landi. „Samgöngurnar hamla þó svakalega. Þess vegna erum við með söluskrifstofu í Reykjavík því við fáum ekki allar sendinefndir sem koma til Íslands til Ísafjarðar,“ segir hann. Hann segir það myndi verða til mikilla bóta fyrir framleiðslugrein- arnar á landsbyggðinni ef strandflutningar yrðu hafnir að nýju. ejg 3x selur fyrir hátt í 200 milljónir Hagnaður bandaríska greiðslu- kortafyrirtækisins MasterCard ríflega tvöfaldaðist á fyrsta árs- fjórðungi. Hagnaðurinn nam 446,9 milljónum dala eða rúmum 32 milljörðum króna, sam- anborið við 214,9 milljónir dala á fyrsta ársfjórðungi 2007. Hagnaðurinn tvöfaldaðist FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Þetta er spurning um það hvort ég ætli að selja hann á bens- ínstöðvum eða í búðum eins og Salt- félaginu. Ferðaskrifstofa Sjóðheittsólarlottó! Spilaðu með og láttu sólina leika við þig. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Nánari upplýsingar og bókanir á www.plusferdir.is Í boði eru 200 sæti til Krítar, Marmaris, Mallorca og Costa Del Sol.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.