24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Hundruð barna eru í borginni með enga þjónustu eftir að fæðing- arorlofi lýkur,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður leik- skólaráðs Reykjavíkurborgar. „Við fórum í saumana á þeirri þjónustu sem nú þegar er í boði og þá kom í ljós að okkur vantaði um það bil þúsund pláss fyrir börn. Þá er nú ekki lengur hægt að sitja og horfa á neyðina aukast. Við ákváðum að gera eitthvað nú þegar til að loka þessu gati meðan verið er að vinna markvisst að raunhæf- um valkostum fyrir foreldra. Þar sem ég stend fyrir fjölbreytni í úr- ræðum í dagvistarmálum vildi ég opna nýjar leiðir. Fleiri tegundir af þjónustu sem gætu verið samhliða leikskóla og dagforeldrum. Þá vild- um við tryggja þeim foreldrum sem fá enga þjónustu í dag ein- hverja styrki til að leita sér hjálpar sjálfir og þar kemur þessi þjón- ustutrygging inn.“ Borgarbörn Aðgerðaáætlunin sem ber nafn- ið Borgarbörn sýnir aðgerðir að því markmiði að foreldrar reyk- vískra barna hafi val um dagvistun að loknu fæðingarorlofi. „Ég tek það fram að ég geri ráð fyrir því að fæðingarorlof verði lengt, enda er það í stjórnarsátt- málanum,“ skýrir Þorbjörg Helga frá. „Við fjölgum leikskólaplássum í nýjum leikskólum og bætum nýj- um deildum við rótgróna leik- skóla. Einnig verða í áætluninni nýjungar á borð við ný úrræði í þjónustu dagforeldra, hækkun niðurgreiðslna til dagforeldra en við hækkuðum niðurgreiðslur um 40% á síðasta ári og munum aftur hækka í ár, þjónustutrygging, ung- barnaskólar og jöfnun nið- urgreiðslna til sjálfstætt rekinna leikskóla.“ Hvað er þjónustutrygging? Þorbjörg Helga leggur áherslu á að þjónustutryggingin sé tíma- bundið neyðarúrræði. „Þjón- ustutrygging er tímabundið úrræði fyrir foreldra sem eru á biðlista eft- ir plássi fyrir barn sitt. Þjón- ustutrygging stendur foreldrum til boða frá 1. september á þessu ári og er jafn há greiðsla og Reykjavík- urborg greiðir með barni sem er í vistun hjá dagforeldri eða 35.000 kr. en fellur niður þegar barn fær boð um vistun í leikskóla eða gefst kostur á dagforeldri að ósk for- eldra.“ Ekkert val til staðar Ilmur er í fæðingarorlofi sem lýkur í haust, þá tekur við meist- aranám í hagnýtri menningar- miðlun. Aðspurð um hvað hún vilji að sé gert í dagvistunarmálum segir hún að þegar orlofinu ljúki vilji hún eiga raunverulega valkosti sem geri henni kleift að stunda nám sitt. „Ég vil geta valið um hvort barnið fari til dagmömmu eða á ungbarnaleikskóla og ég vildi að það væri raunverulegt val. Dagfor- eldrar eru ekki raunverulegt val í dag. Ég er búin að hringja í allar dagmömmur í hverfinu mínu, að- eins ein þeirra gat sett barnið mitt á einhvers konar biðlista en ekki lofað neinu. Það er heldur ekki val ef ég fæ ekki neitt og þarf að vera heima. Það er pattstaða. Ég væri alveg til í að vera lengur heima ef ég fengi borgað fyrir það sóma- samlega upphæð.“ Ilmur er spurð að því hvort hún geti nýtt sér þjónustutrygginguna sem borgin býður foreldrum í neyð upp á í haust. „Ég á rétt á þjónustutrygging- unni í haust þar sem barnið mitt er á biðlista eftir dagvistun. Þessi upphæð myndi hins vegar ekki breyta neinu fyrir mig. Mín staða væri ennþá sú sama, að ég væri ekki með neina dagvist fyrir barn- ið. Þar af leiðandi kemur það í veg fyrir að ég geti stundað nám eða vinnu. Þessar 35.000 krónur myndu ekki breyta neinu fyrir okkur, upphæðin er hrein og klár móðgun við hvern þann sem ætti að taka við henni. Þetta úrræði er ekkert úrræði fyrir mig. Foreldrið sem situr heima og þarf að sinna verkefnum utan heimilisins er í jafnmiklum vandræðum og áður. Hver á að passa barnið og þiggja þennan pening? Afar og ömmur? Unglingar? Ef einhver finnst þá hrekkur þessi upphæð skammt. Þetta er upphæðin sem er borg- uð með barni til dagmömmu en svo þarf væntanlega foreldrið að borga manneskjunni jafnháa upp- hæð til að mæta kostnaði við dag- vistun. Til að þetta yrði sóma- samlegt kaup. En að láta það í foreldra hlut að finna hæfa mann- eskju til að sinna dagvistun er flótti borgaryfirvalda. Dagforeldrar hafa lagt kapp og metnað í að gera heimili sín örugg, þar hitta börn líka önnur börn og með starfi dag- foreldra er eftirlit.“ Ilmur segist geta ímyndað sér að margt megi gera fyrir þá peninga sem á að láta foreldrum í té. „Hvað eru margir foreldrar á biðlista eftir leikskóla? Kannski hundrað? Ef hundrað manns fá þjónustutryggingu hvern mánuð eru það rúmar þrjár milljónir á mánuði. Ég myndi vilja sjá þessa upphæð fara beint í launahækkun til leikskólakennara og hærri taxta til dagforeldra. Bara strax að hækka launin um þennan pening. Ef upphæðin væri um hundrað þúsund krónur, þá myndi ég fyrst hugsa um að vera heima eða voga mér að spyrja ömmu og afa hvort þau vilji vera heima með barna- barninu.“ Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Farið í saumana á átaki í dagvistarmálum í Reykjavík Umdeild borgarbörn Ilmur Gísladóttir er þriggja barna móðir í Reykjavík og í hópi fjöl- margra foreldra sem bíða eftir úrræðum í dagvist- armálum. Ilmur segir af reynslu sinni og skoðun á nýju átaki sem sett hefur verið af stað í Reykjavík: Borgarbörnum. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, for- maður leikskólaráðs, út- skýrir ennfremur átakið og nýjar áherslur borg- arinnar í dagvistarmál- um. Úrræði sem gerir ekkert gagn „Ég myndi vilja sjá þessa upphæð fara beint í launahækkun til leikskóla- kennara og hærri taxta til dagforeldra.“ Þjónustutrygging Er í raun endurskoðun svonefndra au-pair greiðslna. Þorbjörg Helga segir hana vera algert neyðarúrræði sem eigi að vera tímabundið. Fimmtudaginn 1. maí verður ár- legt Fyrsta maí hlaup Ungmenna- félags Akureyrar (UFA) haldið, en hlaupið hefur verið á þessum degi allt frá fyrstu starfsárum félagsins. Hlaupið er keppni á milli skóla þar sem keppt er um hlutfallslega þátt- töku og sá skóli sem sigrar hlýtur veglegan bikar. Í skólakeppninni er hlaupinn 2 km leið án tímatöku, en einnig er keppt í 4 og 10 km hlaupi. Rásmark við Glerártorg Hlaupaleiðir eru þrjár, 2 km fyr- ir 14 ára og yngri en engin tíma- taka er í því hlaupi. Í hlaupinu er hlaupið niður Tryggvabraut, suður Hjalteyrargötu, upp Furuvelli, suð- ur Hvannavelli og endað við Greif- ann. Í 4 km og 10 km hlaupinu er leiðin öllu lengri eins og lög gera ráð fyrir en í öllum vegalengd- unum er rásmark við Glerártorg og endamark við Greifann. Þeir sem eru 15 ára og eldri geta valið um lengri leiðirnar en yngri krökk- um er einnig heimilt að taka þátt í þeim treysti þau sér til. Hlaupið hefst klukkan 13:00 en skráningu lýkur kl. 11:30. Verðlaunapeningur og pitsa Allir hlauparar fá viðurkenning- arpening, pitsu og Svala auk þess sem fyrstu þrír í hverjum flokki fá verðlaunapening. Þá hlýtur sá skóli sem er með hæst hlutfall þátttakenda veglegan farandbikar og eignarbikar. Þátttökugjöld fyrir grunnskólanemendur eru 500 kr. en 1000 kr. fyrir fullorðna í for- skráningu. Æskilegt er að sem flestir skrái sig fyrir keppnisdag þar sem það auðveldar mótshöldurum utanumhald og dregur úr örtröð á hlaupadag. maria@24stundir.is 1. maí hlaup Ungmennafélags Akureyrar Hefst við Glerártorg Mynd/Kristján KristjánssonFyrsta maí hlaupið Hefur verið hlaupið frá fyrstu starfsárum Ungmennafélags Akureyrar. Brúðuleikhús eru skemmtileg og krakkar geta jafnvel búið sér til sín- ar eigin brúður og sett upp leikrit heima. Jón E. Guðmundsson varð fyrstur til að stofna brúðuleikhús hérlendis og rak það lengi í vest- urbæ Reykjavíkur. Jón gerði brúð- una Fúsa flakkara á upphafs- árunum Sjónvarpsins fyrir Stundina okkar en Brúðubíllinn hefur í mörg ár farið um bæinn og skemmt börnum með brúðum. Skemmtilegt brúðuleikhús Taekwondo er meira en 2000 ára gömul íþrótt sem á rætur sínar að rekja til Kóreu. Keppt er í íþrótt- inni á Ólympíuleikunum og sífellt fleiri byrja að æfa Taekwondo. Íþróttin er ekki slagsmálaíþrótt heldur sjálfsvarnar- og bardaga- tækni og þeir sem vilja læra Taek- wondo verða því líka að læra að sýna aga og virðingu. Hægt er að æfa Taekwondo hjá t.d. Íþrótta- félagi Reykjavíkur. Engin slags- málaíþrótt Skólahljómsveitir eru starfræktar víða um land en í hverri hljómsveit er kennt á flest eða öll málm- og tréblásturshljóðfæri auk slagverks. Hægt er að fá lánuð hljóðfæri í einhvern tíma gegn vægu gjaldi en æskilegt er að nemendur eignist með tímanum eigið hljóðfæri. Sem dæmi um hljóðfæri má nefna trompet, kornett, básúnu og þverflautu. Frekari upplýsingar má finna á vef Reykjavíkurborgar. Trompet, básúna og kornett

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.