24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 15
24stundir MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 15 Hið sunnlenska tvíeykiFramsóknar, GuðniÁgústsson formaður og Bjarni Harðarson þing- maður, er alveg austur í Flóa úti í mýri eða jafnvel of- an í skurði í Evr- ópumálum í samanburði við mál- flutning fyrrverandi formanns flokksins, Jóns Sigurðssonar. Jón, sem tók við formennsku af Halldóri Ásgrímssyni, hefur bæði veitt Framsókn og Seðla- bankanum forystu og hann segir: - Tími umsóknar er kominn. - Grein hans í Morgunblaðinu í gær vakti verulega athygli og var þegar í stað skrifað um hana víða um ritvöllinn og hún jafnvel köll- uð tímamót í Evrópuumræðunni. Einn af þeim sem gripu Evr-ópubolta Jóns Sigurðs-sonar á lofti var við- skiptaráðherrann. „Yfirveguð grein Jóns er til marks um að stór hluti Framsókn- arflokksins er tilbú- inn til að láta til skarar skríða og keyra fram nýja stefnu flokksins … Þvert á við- horf formannsins núverandi sem aftekur með öllu aðildarumsókn að ESB. Þunginn er slíkur að menn hætta á klofning í flokkn- um.“ Björgvin G. Sigurðsson er þó að tala við fleiri en Framsókn, því hann segir alla flokka nema Samfylkingu klofna. Ráðherrann varpar fram hugmynd um tvö- falda þjóðaratkvæðagreiðslu til að ná Evrópuumræðunni úr hjólför- um flokkanna. Almenningur í landinu eruppteknari af verðbólg-unni og eigin lífskjörum en klofningi flokka í Evrópu- málum. Ákall um aðgerðir ríkisstjórn- arinnar berast úr öllum áttum. Guðni Ágústsson og fleiri í Framsókn, sem nú er sögð hafa klofnað, klifa á því að rík- isstjórnin hafi sofnað og að ekki sé hægt að vekja hana. Björgvin G. Sigurðsson rumskaði þó þegar hann ákvað að veita fjórar millj- ónir króna í verðlagseftirlit. „Fjórar milljónir gegn verðbólgu- draugnum,“ segir Anna Krist- insdóttir, Framsókn, og finnst óþarft að vakna fyrir slíka smá- aura. „Betur heima setið en af stað farið,“ segir hún. beva@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Það er ýmislegt sem hefur flogið í gegnum kollinn að und- anförnu við að fylgjast með frétt- um af mótmælum „atvinnubíl- stjóra“. Til að byrja með held ég að flestum hafi þótt í fínu lagi að menn létu í sér heyra, en þegar á mótmælin leið fóru að renna á mann tvær grímur. Auðvitað eru allir ósáttir við hátt olíuverð en alls staðar í heiminum glíma menn við þennan vanda vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs, svo ekki er bara við íslensk stjórnvöld að sakast. Svo er það þetta með hvíldartímann sem þeir vilja afslátt af! Sú krafa held ég að hafi lítinn hljómgrunn meðal almennings sem keyrir um vegi landsins, þar sem margir hverjir verða skelfingu lostnir við að mæta stórum vöruflutninga- bílum á oft alltof þröngum veg- um. Ef í ofanálag bætist síðan út- keyrður bílstjóri held ég að margir verði hugsi vegna þessara krafna. Ástand veganna og bæt- ing þeirra er auðvitað brýnt mál sem einmitt á að gera átak í á þessu kjörtímabili. En burtséð frá því held ég að krafan um und- anþágu frá hvíldartímanum sé ekki mál sem eigi sér hljómgrunn meðal almennings. Hvað er ég þá að segja? Að málstaður mótmæl- enda sé vondur eða eigi ekki rétt á sér? Nei, alls ekki. Þvert á móti ber ríkisvaldinu að taka mark á svona mótmælum og skoða t.d. leiðir varðandi bensíngjaldið við þessar aðstæður. Aðferðir og viðbrögð Það eru aðferðirnar sem vekja mann til umhugsunar og ekki síður viðbrögð lögreglu við þeim. Ég vil til dæmis halda því fram að friðsamleg mótmæli við komu forseta Kína hér um árið hafi vakið fleiri Íslendinga til um- hugsunar um þann málstað held- ur en málstaður vörubílstjóra nú. Þá var mættur til landsins nokk- ur hópur mótmælenda sem fór með friði og hélt á lofti spjöldum og veifum í gulum lit. Það var gert til að vekja athygli á mann- réttindabrotum stjórnvalda í Kína og komu forseta landsins hingað í opinbera heimsókn. Viðbrögðin við þeim mótmæl- um, af hálfu lögreglu, voru hins vegar nokkuð ofsafengnari og harðari en sjá mátti við mótmæl- um vörubílstjóranna. Strax í upphafi var fólk handtekið og ekki var um neinar „viðræður“ að ræða eins og í tilfelli vörubíl- stjóranna. Til að setja þessa at- burði í samhengi þá skal það rifj- að upp að 17. júní árið 2002 voru nokkrir mótmælendur staddir við Austurvöll og lyftu spjöldum sínum í mótmælaskyni þegar hátíðardagskrá fór þar fram. Undirrituð var þá formað- ur Þjóðhátíðarnefndar og flutti ég ræðu þar sem ég gagnrýndi m.a. hvernig tekið var á frið- sömum mótmælendum dagana á undan. Einnig hvatti ég íslensk stjórnvöld til að standa í lapp- irnar gagnvart erlendum ríkjum sem brjóta mannréttindi og því varð mér nokkuð brugðið, að sjá lögregluna snúa niður þetta fólk sem braut það eitt af sér að vera á staðnum, klæðast gulu og lyfta spjöldum. Ég velti því fyrir mér hvað gerst hefði ef hent hefði verið grjóti eða lögreglumenn svívirtir og slasaðir líkt og gerðist í vikunni. Það er augljóst að það er mikill munur á viðbrögðum lögreglu nú eða í tilfelli Falun Gong um árið. Það leiðir aftur hugann að ástæðunni fyrir þess- um mismunandi viðbrögðum. Skyldi það helgast af áhættumati? Var það mat lögreglu að Falun Gong-liðar með gulu veifurnar væru hættulegri en vörubílstjór- arnir og því bæri að handtaka það lið strax? Eða liggur eitthvert annað mat á bak við þessi mis- munandi viðbrögð? Myndi ég t.d. komast upp með að kalla lögregluna fæðingarhálfvita og ausa hana svívirðingum ef ég væri stoppuð fyrir of hraðan akstur? Ég efast um það. Nú er ég ekki að gagnrýna lögreglu fyr- ir viðbrögðin við mótmælum vörubílstjóra undir lokin, eina sem upp úr stendur er spurn- ingin um hvers vegna beitt er mismunandi aðferðum eftir því hver á í hlut? Höfundur er alþingismaður Er sama hver mótmælir? VIÐHORF aSteinunn Valdís Óskarsdóttir Var það mat lögreglu að Falun Gong- liðar með gulu veif- urnar væru hættulegri en vörubíl- stjórarnir og því bæri að handtaka það lið strax? Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 í dag Miðvikudagur 30. apríl 2008 Skærum þeirra Móra og Poetrix er ekki lokið. Svívirðingarnar ganga á báða bóga í dagblöðum og rapp- textum. » Meira í Morgunblaðinu Rappstríð heldur áfram Vélhjólahjálm- ar og hönnun innblásin af furðuveröld leikstjórans Stanley Ku- brick var með- al þess sem sýnt var á Áströlsku tískuvikunni. » Meira í Morgunblaðinu Dimm framtíðarsýn Hilmar Oddsson bíður spenntur eftir jólaljósunum, því þegar þau koma getur hann hafið upptökur á nýrri kvikmynd. Í mynd- inni verður baslið sem fylgir jólunum tekið til um- fjöllunar. » Meira í Morgunblaðinu Jólabaslið í bíó reykjavíkreykjavík ATVINNUBLAÐIÐ atvinna@24stundir.is alltaf á laugardö gum Pantið gott pláss t ímanlega

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.