24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 24stundir Mikill og óeðlilegur munur er á innvinnslu lífeyrisréttinda hér- lendis eftir því hvort viðkomandi launamaður vinnur á almennum vinnumarkaði eða hjá ríki og sveit- arfélögum. Við skulum taka dæmi um tvo verkamenn. Annar vinnur á almennum vinnumarkaði, hinn hjá ríki eða sveitarfélagi. Þó launin séu nákvæmlega þau sömu hjá þeim báðum og hvor þeirra greiði 4% iðgjald í sama lífeyrissjóð, þá vinnur sá sem starfar hjá ríki eða sveitarfélagi sér inn yfir 30% meiri lífeyrisréttindi. Þegar svo kemur að greiðslu lífeyris fær sá sem starfaði hjá því opinbera umtalsvert hærri lífeyri. Á móti hverjum 10 þúsund krónum sem starfsmaðurinn á al- menna vinnumarkaðnum fær sem lífeyri, fær sá sem vann hjá ríki eða sveitarfélagi yfir 13 þúsund krónur. Hér er um slíkan mismun að ræða að ekki verður látið óátalið. Ástæðan fyrir þessum mikla mis- mun er sú að atvinnurekendur á al- mennum vinnumarkaði greiða ein- ungis 8% mótframlag til viðkomandi lífeyrissjóðs, en ríki og sveitarfélög greiða 11,5% mótframlag. Hlíf gerir athugasemd Á aðalfundi Verkalýðsfélagsins Hlífar sem haldinn var 22. apríl sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Hlífar bendir stjórnvöldum á þann óeðlilega mismun sem er á inn- vinnslu lífeyrisréttinda launafólks. Fundurinn telur það alls óviðun- andi að þeir sem starfa á almennum vinnumarkaði ávinni sér að jafnaði um 30% lakari lífeyrisréttindi held- ur en þeir sem vinna hjá ríki eða sveitarfélögum. Þessi mikli og ósanngjarni munur felst í því að ríki og sveitarfélög greiða 11,5% mót- framlag í lífeyrisgreiðslur til sinna starfsmanna en atvinnurekendur á almennum vinnumarkaði einungis 8%. Það er óþolandi að fólk á almenn- um vinnumarkaði, sem heldur þjóð- félaginu uppi með vinnu sinni við framleiðslu- og þjónustustörf, búi við allt önnur og lakari lífeyriskjör en þeir sem vinna hjá ríki og bæ.“ Fundurinn telur að alþingis- menn og ráðherrar, sem sjálfir njóta sérsniðinna lífeyrisréttinda langt umfram almenna markað- inn, verði hið fyrsta að hrista af sér doðann og leiðrétta þetta hrópandi misræmi. Lagfæring Á sama tíma og ráðherrar og al- þingismenn láta þennan mikla mismun í innvinnslu lífeyrisrétt- inda afskiptalausan njóta þeir sjálf- ir, eins og segir í ályktun Hlífar „sérsniðinna lífeyrisréttinda“ langt umfram almenna markaðinn. Ég vil benda háttvirtum alþingis- mönnum á að fólk á almennum vinnumarkaði á ekki að vera nein afgangsstærð í íslensku þjóðfélagi og á að njóta sömu lífeyrisréttinda og þeir sem vinna hjá ríki eða sveitarfélögum. Hlutur þess á ekki að vera rýrari en annarra launa- manna að lokinni starfsævi. Það er gróft brot á jafnrétti og stjórnvöld- um til skammar meðan svo er. Ég spyr formenn núverandi stjórnarflokka, þau Geir Haarde forsætisráðherra og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráð- herra, hvort til standi hjá stjórn- völdum að leiðrétta þennan óeðli- lega mun á þessu kjörtímabili? Hingað til hafa stjórnvöld engar yf- irlýsingar gefið um málið, frekar en það sé ekki til. En þó það spili ekki stóra rullu hjá ríkisstjórninni þá er það þess stærra mál hjá al- menningi. Launafólk, sem vinnur á al- mennum vinnumarkaði, bíður eftir svari ráðherranna, sem vonandi verður sent fjölmiðlum til birting- ar! Höfundur er fyrrv. formaður Vlf. Hlífar Spyr sá sem ekki veit UMRÆÐAN aSigurður T. Sigurðsson Á móti hverj- um 10 þús- und krónum sem starfs- maðurinn á almenna vinnumark- aðnum fær sem lífeyri, fær sá sem vann hjá ríki eða sveitarfélagi yfir 13 þúsund krónur. Mismunun Launamenn þurfa að þola mismunun í lífeyrisréttindum. Fyrir tæpum tveimur árum voru tvær mikilvægar stefnur samþykkt- ar í borgarstjórn Reykjavíkur, mannréttindastefna og Reykjavík í mótun, sem er umhverfisstefna borgarinnar. Nokkrum dögum seinna tóku sjálfstæðismenn við stjórnartaumunum í borginni. Með tvær glóðvolgar stefnur til innleiðingar og útfærslu. Spenn- andi tímar voru framundan hjá nýbökuðum meirihluta. Græn skref Á umhverfissviði var þegar haf- ist handa, enda margt metnaðar- fullt starfsfólk þar með frjóar hug- myndir, þekkingu og aðstöðu til að gera það besta úr samþykktri stefnumörkun borgarinnar. Nokkrum mánuðum síðar voru Grænu skrefin kynnt til sögunnar. Kynningarátaki var hrundið af stað með auglýsingum og vefsíðu, ráð- inn var verkefnisstjóri til að fylgja eftir málum og allt starfsfólk sviðs- ins kom að vinnunni með einum eða öðrum hætti. Grænu skrefin kostuðu mikla peninga – sem borgarfulltrúar allra flokka sam- mæltust um að vel væri varið. Grænu skrefin gengu meðal annars út á bætt aðgengi að strætó, verðlaun fyrir visthæfa bíla, eflingu göngu- og hjólreiðastíga, meiri endurvinnslu og fleira í þeim dúr. Allt eru þetta þörf og jákvæð verk- efni í eðlilegu framhaldi af sam- þykkt Reykjavíkur í mótun. Þáver- andi minnihluti í borgarstjórn fagnaði Grænu skrefunum og studdi þær aðgerðir sem þau fólu í sér. Eðlilega – stefnan hafði verið samþykkt af heilum hug með það að markmiði að borgin axlaði ábyrgð sem stjórnvald, atvinnurek- andi og veitandi þjónustu á sviði umhverfismála. Engin skref Í ráðhúsinu var jafnréttisnefnd breytt í mannréttindanefnd. Í stað jafnréttisráðgjafa kom mannrétt- indaráðgjafi. Fleira gerðist ekki. Fjármagn og fjöldi starfsfólks hélst óbreytt milli ára og þannig var komið í veg fyrir aukna starfsemi, þrátt fyrir að fjölmargir nýir mála- flokkar hefðu bæst við. Sömu sjálf- stæðismenn og lögðu sig fram um að stíga græn skref í þágu um- hverfismála stóðu grafkyrrir í mannréttindamálum. Skref fram á við Sautján mánuðum síðar hraktist Sjálfstæðisflokkurinn frá völdum í Reykjavík. Við tók hundrað daga meirihluti sem á stuttum tíma breytti miklu. Sett var á laggirnar mannréttindaskrifstofa og fjár- magn til hennar margfaldað. Gert var ráð fyrir þremur nýjum starfs- mönnum sem ætlað var að stíga nauðsynleg skref í framhaldi af löngu samþykktri mannréttinda- stefnu. Þó vissulega starfi margt gott fólk hjá borginni að verkefnum sem tengjast mannréttindum, er ljóst að starfsemin er ekki eins markviss og best væri á kosið. Verkefni sem snúa að kynjajafn- rétti, innflytjendum, öldruðum og fötluðum eru unnin á mörgum og ólíkum sviðum af mörgum og ólíkum einstaklingum sem hafa mismikið samráð eftir atvikum. Mannréttindaskrifstofunni var ætlað að skapa samráðsvettvang, vera ráðgefandi fyrir starfsfólk á ólíkum sviðum borgarinnar og skerpa á stefnu borgarinnar. Stíga skrefin í samráði við fagfólk á svið- um og stofnunum. Skref til baka Um helgina gerðist svo hið ótrú- lega. Borgarstjórinn í Reykjavík steig stórt óheillaskref til baka. Hann hefur nú tilkynnt að það fjármagn sem samþykkt hafði ver- ið til framfaraskrefa á sviði mann- réttindamála verði afturkallað, enda væru verkefnin ekki jafn brýn og velferð einstaklinga eða þjón- usta við þá. Hann, með fulltingi sjálfstæðismanna í borgarstjórn, hefur ákveðið að koma í veg fyrir að mannréttindastefna borgarinn- ar verði innleidd og stigin verði nauðsynleg skref í þágu borgarbúa. Þetta gerir hann í nafni aðhalds og sparnaðar. Aðhald er vissulega mikilvægt. Hlutverk stjórnmálafólks er að for- gangsraða fjármagni og verkefn- um. Sparnaður á kostnað mann- réttinda getur ekki borgað sig, því misrétti hefur kostnaðarsamar af- leiðingar fyrir samfélagið. En meirihlutinn hirðir ekki um það, heldur kýs að spara eyrinn og kasta krónunni. Höfundur er varaborgarfulltrúi Saga grænna skrefa UMRÆÐAN aSóley Tómasdóttir Sömu sjálf- stæðismenn og lögðu sig fram um að stíga græn skref í þágu umhverf- ismála stóðu grafkyrrir í mannréttindamálum. Mannréttindastefnan verður ekki innleidd. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Pause Café Sætir bolir og toppar í sumar Stærðir 34 -52 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum Fákafeni) www.gala.is • S:588 9925 Opið 11-18 og 11-16 lau.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.