24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 25

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 25
24stundir MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 25 KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@24stundir.is a Sköpun er örvandi lyf sem ég get ekki verið án. Cecil B. DeMille Á þessum degi árið 1945 framdi Adolf Hitler sjálfsmorð ásamt eig- inkonu sinni Evu Braun. Þau höfðu gengið í hjónaband kvöldið áður. Daginn eftir héldu banda- menn og sovéskar hersveitir inn í Berlín. Hitler hafði hafst við í neðan- jarðarbyrgi í Kanslarahöllinni ásamt nánum stuðningsmönnum sínum. Þegar hann sá fram á fall þriðja ríkisins sá hann einungis eina útgönguleið. Hann tók inn eitur ásamt eiginkonu sinni. Fimmtán mínútum síðar skaut Hitler sig í höfuðið. Martin Borm- an hellti bensíni yfir lík þeirra hjóna og kveikti í. Á þessum sama degi frömdu áróðursmeistarinn Joseph Goebbels og eiginkona hans sjálfsmorð eftir að börn þeirra, sex að tölu, höfðu verið lát- in taka inn eitur. Viku síðar lýstu Þjóðverjar yfir uppgjöf. Seinni heimsstyrjöldinni var lokið. MENNINGARMOLINN Hitler fremur sjálfsmorð Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is Íslensk málnefnd og Samtök móð- urmálskennara standa fyrir ljóða- samkeppni unglinga á aldrinum 13-15 ára, í 8. 9. og 10. bekk grunnskóla. Úrslit verða tilkynnt á hundrað ára afmæli Steins Stein- ars, 13. október. Vegleg bókaverð- laun verða veitt fyrir efstu þrjú sætin. Verðlaunaljóðin og úrval annarra ljóða verða síðan birt í 24 stundum. Landsbankinn og For- lagið eru styrktaraðilar samkeppn- innar. Árlegur viðburður? „Við vonumst til að samkeppnin takist það vel að hún verði árlegur viðburður og efli og styðji skap- andi þáttinn í skólastarfinu. Við treystum mjög á að kennarar komi upplýsingum um keppnina til nemenda og hvetji þá til þátttöku,“ segja Sæmundur Helgason kennari og Þórarinn Eldjárn skáld sem sitja í undirbúningshópi. Sæmundur segir viðhorf nemenda til ljóða mjög jákvætt. „Það er líka mikil- vægt að kennarinn falli ekki í þá gryfju að byggja kennsluna ein- ungis upp á greiningu á ljóðum og vanræki skapandi þáttinn. Ég hef tekið eftir því að gott er að kenna stuðla, höfuðstafi og rím og láta börnin síðan búa til sín eigin ljóð." Hugmyndir eru alls staðar Þórarinn hefur verið iðinn við að yrkja fyrir börn. „Ég hef gert talsvert af því að lesa ljóðin upp í skólum og þá tala ég gjarnan við krakkana um yrkingar. Það hefur komið mér á óvart hvað áhugi þeirra er mikill og þau eru algjör- lega ófeimin við að spyrja. Ég legg alltaf mjög mikið upp úr því að innprenta þeim að ljóðagerð sé ekki eitthvað háfleygt og uppskrúf- að heldur bara sjálfsagður hlutur. Þau spyrja mikið um það hvernig maður fái hugmyndir. Ég bendi þeim á að hugmyndir eru alls stað- ar svífandi allt í kringum okkur.“ Með ljóð í hausnum Þegar Þórarinn er spurður hvort honum þyki æskilegt að börn og unglingar séu látin læra ljóð utan að í skólum segir hann: „Mín skoðun er sú að aldrei sé nóg af ut- anbókarlærdómi hvað ljóð varðar. Ef ljóðum er ekki raðað inn í haus- inn á börnunum þá fer eitthvert drasl þar inn og tekur öll bestu sætin.“ Sæmundur svarar sömu spurningu og segir: „Mér verður hugsað til Norðmannsins sem var í boði og var spurður hvort heldur hann vildi hvítvín eða rauðvín. Báðar sortir,“ svaraði hann. „Það er gott að nemendur fái tækifæri til að læra ljóð utan að, þylja og syngja þau og vinni einnig að greiningu á ljóðum. Að yrkja og skapa hlýtur samt að vera það skemmtilegasta.“ Þórarinn bætir við: „Ég viður- kenni að hér áður fyrr gat verið of mikið um að ljóðakennsla byggði einungis á utanbókarlærdómi. En margt af því sem þannig var inn- byrt lifir eða lifnar í manni. Ára- tugum síðar lætur það allt í einu á sér kræla og maður skilur allt í einu það sem maður skildi ekki sem krakki. Að hafa ljóð í höfðinu er eins og að hlusta á tónlist. Við tileinkum okkur tónlist með því að hlusta á hana. Maður tileinkar sér ljóð með því að lesa þau og læra.“ Ljóðasamkeppni unglinga Ljóðagerð er sjálfsagður hlutur „Við vonumst til að sam- keppnin takist það vel að hún verði árlegur við- burður og efli og styðji skapandi þáttinn í skóla- starfinu,“ segja Sæmund- ur Helgason kennari og Þórarinn Eldjárn skáld um ljóðasamkeppni ung- linga. Sæmundur og Þórarinn „Að hafa ljóð í höfðinu er eins og að hlusta á tónlist.“ ➤ Ljóð skal setja í umslag merktLjóðasamkeppni og senda Ís- lenskri málnefnd, Neshaga 16, 107 Reykjavík. Skila- frestur er til 1. júní. ➤ Ljóðin skulu merkt dulnefnien rétt nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi merktu sama dulnefni, ásamt heim- ilsfangi, nafni skóla og bekk. KEPPNIN Laugardaginn 3. maí klukkan 17 verður opnuð sýning Stígs Steinþórssonar í Fótógrafí, Skólavörðustíg 4. Sýningin nefnist Óreiða og sýnir hvers kyns manngerða óreiðu. Stígur Steinþórsson útskrif- aðist frá málaradeild Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands vorið 1987. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýn- ingum en þetta er hans fyrsta einkasýning á ljósmyndum. Stígur hefur starfað sem leik- myndahönnuður í öllum helstu leikhúsum landsins í tuttugu ár og hefur hannað fjölmargar leikmyndir fyrir sjónvarp, kvikmyndir og söfn. Sýning Stígs stendur til 6. júní. Óreiða Stígs í Fótógrafí AFMÆLI Í DAG Willie Nelson söngvari, 1933 Lars von Trier leikstjóri, 1956 Bókaverðlaun barnanna 2007 voru afhent á sumardaginn fyrsta í aðalsafni Borg- arbókasafns, Grófarhúsi. Borgarbókasafn veitir verð- launin ár hvert fyrir tvær bæk- ur, aðra frumsamda og hina þýdda. 6-12 ára börn velja bækurnar og fer valið fram í grunnskólum og á bókasöfn- um um allt land. Þetta er í sjö- unda sinn sem verðlaunin eru veitt og að þessu sinni tóku rúmlega 5 þúsund börn taka þátt í kosningunni. Hildur Bald- ursdóttir barnabókavörður af- henti verðlaunin en þau hlutu Hrund Þórsdóttir, höfundur Loforðsins, og Snorri Hergill Kristjánsson, þýðandi Skóla- söngleiksins, en sú bók er byggð á sjónvarpsmynd sem mörg börn þekkja. Bækur barnanna Hrund Þórsdóttir Jón Baldur Hlíðberg teiknari opnar sýningu í Gerðubergi laugardaginn 3. maí kl. 15. Sýningin nefnist Kynjaskepnur úr íslenskum þjóðsögum Kynjaskepnur úr þjóðsögum

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.