24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 24stundir LÍFSSTÍLLNEYTENDUR neytendur@24stundir.is a Það eru nokkrir valmöguleikar á borðinu til skoðunar og rannsóknar en það er ekki ljóst hvað verður ofan á. leigu voru þrjár tegundir af spólum með sömu myndinni og maður valdi þá sem passaði í það tæki sem maður var með heima hjá sér. VHS varð síðan ofan á en í upphafi vissi enginn hvað yrði,“ segir Özur og bætir við að það sama sé að gerast á bílamarkaðnum. „Það eru nokkrir valmöguleikar á borðinu til skoð- unar og rannsóknar en það er ekki ljóst hvað verður ofan á. Auðvitað kæmi það sér mjög vel fyrir okkur Íslendinga ef það yrði rafmagn eða vetni,“ segir hann. Ekki gallalausir Þó að bílar sem ganga fyrir öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti hafi vissulega sína kosti eru þeir ekki heldur gallalausir. „Vetnisbílar standa almenningi ekki til boða í dag og það er ekki ljóst hvenær það verð- ur. Sumir segja að það verði eftir tíu Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Samfara hækkunum á eldsneytis- verði er eðlilegt að fólk líti í aukn- um mæli til bíla sem eru sparneyt- nari eða ganga fyrir öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti. „Um leið og eldsneytisverð hækkar fara menn að spá í eyðslu bíla. Bíla- sala hefur dregist saman en þeir sem eru að spá í bíla velta þessu að sjálfsögðu fyrir sér,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bíl- greinasambandsins. Sambandið stóð ásamt fleirum að kynningu á visthæfum bílum á dögunum. Stjórnvaldsaðgerðir varasamar Þar gafst fólki jafnframt tækifæri til að reynsluaka bílum sem ganga fyrir öðrum orkugjöfum svo sem metani, vetni og raforku. Özur segir erfitt að spá fyrir um hvaða elds- neytisgjafi verði ofan á í framtíð- inni. „Þess vegna er mjög hættulegt að fara út í einhverjar stjórnvalds- aðgerðir til að beina mönnum í átt að einhverri einni tækni því að stjórnvöld vita ekkert hvaða tækni verður ofan á. Bílaframleiðendur vita það ekki enn þann dag í dag,“ segir Özur og líkir þessu við ástand- ið sem ríkti þegar myndbandstækn- in hóf innreið sína. „Þá voru þrjú kerfi í boði. Þegar maður fór út á ár, aðrir eftir 30 ár og enn aðrir að það verði aldrei,“ segir Özur. „Raf- magnsbíll er víða kominn í sölu en gallinn er að batteríið er ekki nógu öflugt til að hægt sé að treysta á það til lengri vegalengda þó að það sé kannski hægt að nota þá í snatt inn- anbæjar,“ segir Özur. „Metanið er mjög sniðugt en takmörkuð auð- lind. Það er mjög gott að nýta það í stað þess að sleppa því út í andrúms- loftið. Sorpa getur þjónustað 4.000- 5.000 bíla með því að endurnýta ruslið. Bílarnir sem sækja ruslið eru knúnir áfram af því, sem er snilld.“ Rafbíll Bílar sem ganga fyrir öðrum orkugjöfum en jarðefnaeldsneyti hafa sína kosti og galla. Leitin að arftaka bensínbílsins Óvíst hvað verður ofan á Samfara hækkandi elds- neytisverði lítur fólk í auknum mæli til spar- neytnari bíla og jafnvel til bíla sem ganga fyrir öðr- um orkugjöfum. Erfitt er að spá fyrir um hvaða orkugjafi tekur við af jarðefnaeldsneyti í fram- tíðinni. ➤ Ýmis fyrirtæki og stofnanirhafa markað sér visthæfa samgöngustefnu sem felst meðal annars í því að nota visthæfa bíla. ➤ Hér á landi eru 13 vetnisfólks-bílar í almennri umferð. VISTHÆFIR BÍLAR Farþegar sem ferðast með evr- ópsku flugfélagi á hvaða áfangastað sem er eiga rétt á skaðabótum fyrir það tjón sem verður á farangri er hann tefst, glatast, skemmist eða eyðileggst. Ef farangur tefst, glatast, skemmist eða eyðileggst skal far- þegi tilkynna það á þjónustuborði í flugstöð áður en hann yfirgefur flugstöðina. Farþegi getur beint kröfu sinni um bætur að því flugfélagi sem hann flýgur með eða til þeirrar ferðaskrifstofu eða flugfélags sem hann keypti ferðina hjá. Nánari upplýsingar um réttindi flugfarþega má nálgast á heimasíðu Neytendastofu, www.neytenda- stofa.is. Réttindi flugfarþega Frá og með næsta hausti þurfa breskir ökunemar að sýna fram á færni sína í vistakstri í ökuprófi. Prófdómari metur hversu „grænt“ aksturslag þeirra er og tekur meðal annars tillit til þess hvort þeir gefi í eða hemli snögglega, hvort þeir kunni að athuga loftþrýsting í hjól- börðum og viti hvers virði það er að ofhlaða ekki bílinn. Rannsóknir hafa sýnt að með réttu aksturslagi er ekki aðeins hægt að draga veru- lega úr koltvísýringsútblæstri held- ur geta menn jafnframt dregið úr eldsneytiskostnaði um allt að 17 prósent. Nýjung í ökunámi á Bretlandi Vistakstur í ökuprófi Visthæfir bílar í höfuðborginni Sparneytnum bílum fylgir ekki aðeins minni mengun heldur get- ur munað miklu í heimilisbók- haldinu. Sem dæmi má nefna að bílar sem teljast visthæfir eyða fimm lítrum eða minna á 100 km en ekki er óalgengt að meðalstór fjölskyldubíll eyði 10-13 lítrum á 100 km. Ekki má heldur gleyma því að talsverður munur getur verið á eyðslu bíla innan sama stærð- arflokks. Á vefsíðu Orkuseturs www.orkusetur.is er hægt að bera saman eyðslu ólíkra tegunda. Dregið úr eyðslu Eigendur visthæfra bíla njóta vissra fríðinda í Reykjavík. Þeir geta lagt bílunum ókeypis í bíla- stæði í 90 mínútur í senn. Sérstök bílastæðaskífa hefur verið útbúin af þessu tilefni og geta ökumenn sett hana í framrúður bílanna. Á heimasíðu Bílgreinasambandsins www.bgs.is er að finna lista yfir bíla sem uppfylla skilyrði til að teljast vishæfir. Þannig mega bensínbílar ekki eyða meira en 5 lítrum á 100 km eða minna auk þess sem koltvíox- íðsútblásturs má að hámarki vera 120 g/km. Eyðsla dísilbíla í blönduðum akstri má ekki fara yfir 4,5 lítra á 100 kílómetra og koltvíoxíðsútblástur skal að há- marki vera 120 g/km.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.