24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 24stundir ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 VÍÐA UM HEIM Algarve 22 Amsterdam 12 Alicante 22 Barcelona 17 Berlín 22 Las Palmas 29 Dublin 11 Frankfurt 15 Glasgow 11 Brussel 12 Hamborg 17 Helsinki 14 Kaupmannahöfn 17 London 15 Madrid 21 Mílanó 16 Montreal 12 Lúxemborg 12 New York 10 Nuuk 3 Orlando 21 Osló 16 Genf 11 París 16 Mallorca 19 Stokkhólmur 15 Þórshöfn 7 Norðlæg átt, víða 10-15 m/s. Snjókoma eða slydda norðanlands, slydda eða rigning aust- an til, en skýjað með köflum eða bjartviðri s- og v-lands. Hiti um frostmark norðan til, en 3 til 10 stig sunnan til að deginum. VEÐRIÐ Í DAG 5 6 5 1 3 Norðlæg átt Norðan og norðaustan 5-10 m/s og dálítil slydda eða rigning norðan- og austanlands, en annars bjartviðri. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast sunnan til. VEÐRIÐ Á MORGUN 8 8 4 3 4 Bjartviðri Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar stöðvaði í gær frekari móttöku á hjólbörðum hjá fyrirtækinu Hring- rás. Eins og sagt var frá í 24 stundum í gær er magn gúmmís á athafnasvæði Hringrásar orðið meira en leyfilegt er samkvæmt starfsleyfisskilyrðum fyrirtæk- isins. Heilbrigðiseftirlitið fór fram á að magn gúmmís yrði minnkað en samkvæmt skoðun í fyrradag hafði ekki verið orðið við þeim tilmælum. „Þetta eru þving- unaraðgerðir af okkar hálfu því við erum að hluta til að stöðva starfsemi þeirra“ segir Árný Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins. Mjög ámælisvert að reglur séu brotnar Bjarni Kjartansson sviðsstjóri forvarnasviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins segir það stóralvar- legt mál að Hringrás brjóti gegn starfsleyfisskilyrð- unum. „Það er alls ekki forsvaranlegt að Hringrás skuli ekki virða skilmálana. Starfsleyfið er gefið út með tilliti til aðstæðna og þær breytast auðvitað ef það er ekki virt. Það segir sig sjálft að geymsla á svona úrgangi í nálægð íbúðabyggðar er engin óskastaða með tilliti til brunavarna og þess vegna er sérstaklega ámælisvert ef reglum er ekki fylgt.“ freyr@24stundir.is Heilbrigðiseftirlitið stöðvar móttöku dekkja hjá Hringrás Beita þvingunaraðgerðum Dekkjakös Dekkjahaugurinn hjá Hringrás er umtalsvert stærri en leyfilegt er. Opinber heimsókn Friðriks krón- prins af Danmörku og eiginkonu hans, Mary Elizabeth krónprins- essu, til Íslands hefst mánudag- inn 5. maí næstkomandi. Heim- sókninni lýkur fimmtudaginn 8. maí, að því er greint er frá á vef- síðunni www.kronprinsparret.dk. Þar má lesa ýmsar upplýsingar um krónprinsparið og börn þess. ibs Friðrik og Mary koma 5. maí Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is Knattspyrnufélagið Fram og Reykjavíkurborg skrifa undir samning um uppbyggingu á fram- tíðaraðstöðu félagsins í Grafarholti og Úlfarsárdal á 100 ára afmæli fé- lagsins á morgun. Samkvæmt samningnum mun Fram flytja starfsemi sína frá nú- verandi höfuðstöðvum í Safamýri í nýja íþróttamiðstöð í Úlfarsárdal. Félagið tekur að sér skipulagningu og starfrækslu íþróttastarfs í Graf- arholti og Úlfarsárdal og þar mun í framtíðinni verða keppnisaðstaða félagsins í knattspyrnu, handknatt- leik og fleiri íþróttagreinum. Margar aldir fram í tímann „Mér líst frábærlega á þetta. Við erum búnir að vinna að þessu hátt í fimm mánuði nánast upp á hvern einasta dag og erum mjög sátt við þá niðurstöðu sem hefur náðst,“ segir Steinar Þór Guðgeirsson, for- maður Fram. „Það verður ekki hægt að líkja því saman, þessu svæði og því sem við höfum í dag. Til samanburðar má nefna að svæðið hjá okkur í dag er rétt rúmir 4 hektarar en þarna upp frá er það um 11 hektarar. Við höfum verið með það þannig að við höfum þurft að keppa okkar heimaleiki á Laugardalsvelli en þarna upp frá verður okkar eigin heimavöllur með stúku og öllu saman. Þetta er eins og að fara margar aldir fram í tímann hvað aðstöðu varðar,“ segir hann. „Við vorum að skipuleggja þetta svæði til framtíðar, við verðum þarna í allavega 100 ef ekki 200 ár til við- bótar.“ Ekki farin úr Safamýri Steinar Þór segir 6000 manns nú þegar búa á svæðinu og því sé nauðsynlegt að byggja upp góða íþróttaaðstöðu. Hann segir Fram þó ekki yfirgefa Safamýrina strax. „Það er alveg klárt að við verðum áfram með íþróttastarfsemi í Safa- mýrinni, við munum að sjálfsögðu sinna því hverfi áfram. Úlfarsárdal- urinn er langtímaverkefni sem verður búið kannski 2012-14 en við erum ekkert að fara úr Safa- mýrinni á næstu árum, það er alveg klárt,“ segir hann. Fram á dalinn  Flytur úr Safamýri í Úlfarsárdal  Byggir til næstu 100 ára Framtíðarlandið Steinar Þór og Kjartan Magnússon, formaður ÍTR, skoða framtíð- arsvæði Fram. ➤ Félagið var stofnað 1. maí1908. ➤ Stofnendur félagsins voru 15drengir á aldrinum 12-15 ára. ➤ Höfðu þeir séð æfingar hjá KRog langaði sjálfa að spila. ➤ Var félagið nefnt Kári en varbreytt í Fram eftir 2 mánuði. FRAM Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. STUTT ● Árétting Í frétt 24 stunda í gær um veitingu vínveitingaleyfa til staða sem uppfylla ekki gild- andi byggingareglugerðir var sagt frá því að maður hefði dottið niður stiga á skemmti- staðnum 22 fyrir nokkrum ár- um og hálsbrotnað. Í húsnæð- inu er nú skemmtistaðurinn Barinn og vilja núverandi eig- endur koma því á framfæri að búið er að endurnýja stigann í samræmi við reglugerðir. ● Leiðrétt Í umfjöllun 24 stunda í gær um skútusigl- ingar aldraðs Spánverja mis- ritaðist stærð skútu hans. Skútan er 28 fet en ekki 8 fet og leiðréttist það hér með. Ekki verður lækn- islaust á Heilbrigð- isstofnuninni á Blönduósi eftir 1. maí eins og íbúar óttuðust. Uppsagn- arfrestur læknanna þriggja sem sögðu upp í desember rann út um síðustu mánaðamót en læknarnir féllust á að vinna til 1. maí. Nú hefur náðst samkomulag milli læknanna og heilbrigðisráðu- neytisins um breytt vinnufyr- irkomulag. Ómar Ragnarsson yf- irlæknir ætlar samt að hætta störfum 1. september. „Sam- skiptavandamál milli fram- kvæmdastjóra stofnunarinnar og starfsmanna er óleyst.“ ibs Ekki læknislaust á Blönduósi Veitinga- og skemmtistöðum verður heimilt að hafa reyk- herbergi að uppfylltum ákveðnum skilyrðum verði frum- varp, sem þingmenn úr Frjáls- lynda flokki, Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki lögðu fyrir þing í gær, að lögum. Er m.a. lagt til að reykherbergin verði að- skilin veitingasvæðinu og þar verði engin þjónusta veitt. þkþ Reykherbergi verði leyfð „Nú finnst okkur tími til kom- inn að yfirmenn stofnunarinnar taki afleiðingum gerða sinna. Það voru allir sammála um að engin ástæða væri til að þrefa um þetta og hafa þetta hangandi yfir okkur í allt sumar.“ Þetta segir Erla Björk Birg- isdóttir, trúnaðarmaður hjúkrun- arfræðinga. Skurð- og svæfingarhjúkrunar- fræðingar á Landspítala greiddu í gær atkvæði gegn því að verða við beiðni stjórnenda spítalans um að fresta uppsögnum, sem taka eiga gildi á miðnætti í kvöld, fram á haust. Alls hafa 96 af 104 skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðingum sagt upp vegna breytinga á vakta- fyrirkomulagi. ,,Við komum ekki inn aftur nema þetta verði tekið út af borð- inu og það verði vinnufriður. Þetta er gjörsamlega óþolandi. Það hefur verið aðför að skurð- og svæfing- arhjúkrunarfræðingum á 3 til 4 ára fresti í tugi ára. Það er alltaf verið að lækka launin en nú segja hjúkr- unarfræðingarnir hingað og ekki lengra,“ bætir Erla Björk við. Í yfirlýsingu frá hjúkrunarfræð- ingunum segir að ekkert hafi kom- ið fram sem bendi til samningsvilja yfirmanna. Hjúkrunarfræðingarnir vísa ábyrgð á því ástandi, sem kunni að skapast, á hendur yfir- mönnum og heilbrigðisráðherra. Um leið lýsa þeir vantrausti á yf- irstjórn spítalans. Jafnframt telja þeir að eingöngu sé verið að fresta vandamálinu til 1. október. Anna Stefánsdóttir, settur for- stjóri Landspítala, segir forsvars- menn spítalans standa frammi fyrir því að þurfa að uppfylla kröfur í tengslum við vinnutímatilskipun Evrópusambandsins. Stjórnendur hafi hins vegar viljað ræða ýmsar leiðir við hjúkrunarfræðinga. ingibjörg@24stundir.is Hjúkrunarfræðingar fresta ekki uppsögnum Hingað og ekki lengra

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.