24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 24stundir Bínubækur & myndalottó fyrir 2 – 6 ára fjörkálfa Ásthildur Bj. Snorradóttir er tal- meinafræðingur og hefur langa reynslu af því að vinna með börnum. Ef börn skilja og vita til hvers er ætlast af þeim hverfa mörg hegðunar- vandamál eins og dögg fyrir sólu. Leikskólar mæla eindregið með Bínubókunum! styrkja boðskiptafærni, leiðbeina og sýna hvernig á að sitja kyrr, hlusta, bíða, gera til skiptis. Skemmtilegar sögur, leikur og málörvun. „Við stýrum því ekki hverjir búa hér á landinu. Þegar ungt fólk kemur hingað og velur að búa hér viljum við bjóða það velkomið. Starf Rauða krossins beinist í auknum mæli að innflytjendum og þar er rík þörf fyrir stuðning og hjálp,“ segir Garðar H. Guð- jónsson, formaður Kópavogs- deildar Rauða krossins. „Enter er starf með ungum inn- flytjendum 9-12 ára fyrir nem- endur í móttökudeild fyrir nýbúa í Hjallaskóla. Markmið verkefnisins er að auðvelda börnum af erlend- um uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og þátttöku í því.“ Garðar segir forsögu verkefn- isins vera þarfagreiningu sem hafi leitt í ljós þörf fyrir stuðning við börn nýbúa. „Við tókum viðtöl við alla þá er tengjast verkefnum Rauða krossins, félagsþjónustuna, skólana, fræðslumiðstöð, lögregl- una og mæðravernd. Í viðtölunum komumst við á snoðir um að það gæti verið góð hugmynd að tengj- ast betur ungum nýbúum í Kópa- vogi. Til þess að gera það komum við okkur í samband við nýbúa- deildina í Hjallaskóla og úr því vannst þetta verkefni. Verkefnið er hugsað sem eins konar samfélagsfræðsla. Krakkar koma allan veturinn til okkar einu sinni í viku og gera eitthvað sam- an. Það er farið í leiki og fleira, einnig höfum við heimsótt stofn- anir og fyrirtæki. Við höfum til dæmis farið og heimsótt bæj- arstjórann. Við viljum opna þeim góða sýn á samfélagið sem þau búa í til að efla þau.“ dista@24stundir.is Tómstundastarf fyrir unga innflytjendur Enter krakkar Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is „Uppeldishæfni foreldra er van- rækt,“ segir Ólafur Grétar um viðhorf íslenskra foreldra til for- eldrahlutverksins. „Flestir leggja hart að sér fyrstu árin í lífi barnsins. Það er ansi algengt að foreldrar séu búnir að snúa bak- inu við unglingum þegar þeir eru komnir af barnsaldri. Láta þá afskiptalausa. Það er mín skoðun að það sé þekkingarleysi og mikill misskilningur sem ligg- ur þar að baki. Unglingar hafa mikla þörf fyrir foreldra sína á þessum erfiða og óreiðukennda tíma í lífi þeirra þannig að þeir geti orðið að heilbrigðum og sterkum einstaklingum.“ Ób-ráðgjöf fór af stað með verkefni árið 2004 sem þjónar foreldrum unglinga. Unglingar í áttunda bekk í tuttugu og tveim- ur grunnskólum landsins og for- eldrar þeirra fá fræðslu um sam- skipti innan fjölskyldunnar. „Í sumum skólum mætti hvert einasta foreldri á fræðslufund,“ segir Ólafur. „Sem er einsdæmi.“ Óöryggi foreldra kviknar Að sögn Ólafs Grétars er það einmitt þegar börnin komast á unglingsár sem foreldrar þurfa að horfast í augu við eigin bresti. „Uppeldishæfni er ekki sjálfgefinn eiginleiki sem hver og einn býr yfir en allir geta bætt sig í uppeldishlutverkinu og öðl- ast aukið öryggi og ánægju. Það er á unglingsárunum sem við fáum aukna sjálfsvitund, kyn- hneigð og aðgreinum okkur frá öðrum, til að mynda foreldrum okkar,“ skýrir Ólafur frá. „Þetta eru þættir sem fullorðnir hafa lítið skoðað hjá sjálfum sér, fengu lítinn stuðning með þegar þeir sjálfir voru unglingar þann- ig að þeirra óöryggi verður lif- andi þegar þeir mæta unglingn- um sínum.“ Ólafur Grétar segir frá því að oft vilji það því gerast að í stað- inn fyrir að foreldrar takist á við sig sjálfa og séu til staðar fyrir unglinginn á heimilinu gefist þeir upp. Uppgjöfin lýsi sér helst þannig að unglingurinn fái að komast á fullorðinsárin án aga, aðhalds og hvatningar. „Reglur styðja og gefa kjöl- festu,“ segir Ólafur. „Að búa til reglur fyrir unglinginn sem miða að velferð hans og fjölskyld- unnar allrar felur í sér djúpa og þroskaða ást.“ Velferð fjölskyldunnar Ólafur Grétar nefnir að helsta togstreita milli unglinga og for- eldra felist í sjálfstæðisbaráttu unglingsins á heimilinu og þörf hans til að aðgreina sig frá for- eldrum sínum. „Partur af því að vaxa úr grasi er að hafna foreldrunum,“ segir Ólafur Grétar. „Unglingar þurfa að hafa fullt leyfi til að hafna foreldrum sínum en þeir mega aldrei hafna unglingnum. Ást- úðin þarf að vera skilyrðislaus og þarna reynir á þroska foreldr- anna.“ Að sögn Ólafs Grétars er verk- efni foreldra þrælerfitt þegar hættur nútímans bætast við. „Það er þá helst klámvæðingin og neysluaukningarstefna sam- félagsins sem er fjandsamleg og þjálfar unglinginn í gegnum alls kyns miðla að suða í foreldrum sínum og sigra í allskyns bar- áttu. Foreldrar mega ekki láta neyslusamfélag ala upp unglinga. Unglingsárin eiga ekki að snú- ast um það að byrja að stunda kynlíf og neyta áfengis. Ungling- ar eru efni í meira en það. Þeir mega hafa veigameira hlutverk á heimilinu sem einstaklingar að fullorðnast.“ Skilyrðislaus ástúð og hæfilegur agi í bland Ekki snúa baki við unglingnum „Sitji fjölskyldan saman við kvöldverðarborðið hvern dag og tali saman um daginn og veginn er hún strax komin í elítu- flokk fjölskyldna,“ segir Ólafur Grétar Gunn- arsson, fjölskylduráðgjafi hjá Ób-ráðgjöf, um sam- skipti foreldra við börn og unglinga á heimilinu. Foreldrar í þjálfun Ólafur Grétar hjá Ób-ráðgjöf gefur foreldrum góð ráð til eflingar í foreldrahlutverkinu.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.