24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 21

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 21
24stundir MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 21 Gyða Haraldsdóttir sálfræð- ingur tók saman eftirfarandi ráð fyrir foreldra sem vilja örva mál ungra barna. Þau ætti að nota í samræmi við þroska og aldur barna. Málörvun -Nota skal almennt stuttar setningar við barnið og kveða skýrt að hverju orði. -Nefna heiti hluta og at- burða sem koma fyrir í dag- legum samskiptum við barnið. -Herma eftir barninu stök orð og setningar, með hvetj- andi áherslu og leiðréttum framburði. -Hlusta á barnið og svara því þegar það segir eitthvað, örva þannig málnotkun þess. -Gefa barninu tíma þegar það sýnir viðleitni til að tala. Veita því hrós og hvatningu. -Skoða myndir með barninu. Nota einfaldar myndabækur eða myndaspjöld með 1-4 myndum, t.d. úr Lottó-spilum. Þegar geta barnsins eykst má nota bækur með fleiri myndum. -Stoppa við hverja mynd, benda á og nefna. Reyna svo að láta barnið benda á mynd sem spurt er um (t.d. hvar er kisan?) og vera þá fyrst bara með eina mynd á blaðsíðu en svo má láta barnið velja rétta mynd af 2 eða fleiri. Reyna að láta barnið sjálft nefna myndirnar eða hvað er að gerast, spyrja t.d. hver er þetta, hvað heitir þetta, hvað segir þessi, hvað er þessi að gera? dista@24stundir.is Málörvun barna á fyrsta ári Að byggja upp orðaforða Myndabækur Koma sér vel í málræktinni. Gera má fastlega ráð fyrir fjölgun hjólabrettakappa á göngustígum og torgum þéttbýlisstaða landsins með sumrinu. Á vef Forvarnahúss Sjóvá er hægt að nálgast upplýs- ingar um helstu öryggisatriði í tengslum við hjólabrettaiðkun. Til dæmis er mælt með því að velja hjólabretti sem hæfa aldri og þroska barnsins, og að þau klæðist góðum skóm með stömum botn- um. Ef hjólin eru slitin og ójöfn þarf að skipta um þau, enda geta illa farin hjól valdið falli jafnt hjá byrj- endum sem reyndum brettaiðk- endum. Sandpappírsplatan sem staðið er á þarf að vera stöm og síðast en ekki síst er brýnt að sjá barninu fyrir viðeigandi örygg- isbúnaði, svo sem hjálmi og hlífum fyrir olnboga, úlnliði og hné. Öryggi á hjólabretti Í barnaverndarlögum er kveðið á um útivistartíma barna. Þar kemur fram að börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20 nema í fylgd með full- orðnum. Börn á aldrinum 13 til 16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22, nema þau séu á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Á tímabilinu 1. maí til 1. september lengist útivistartími barna um tvær klukkustundir. Lengdur útivist- artími á morgun eftir Hallgrím Helgason tónlist eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson og fleiri Leikstjóri: Gunnar Helgason forsýning þri. 30/4 uppselt frumsýning fim. 1/5 uppselt sýn. fös. 2/5 uppselt sýn. mið. 7/5 örfá sæti laus sýn. fim. 8/5 sýn. fim. 15/5 sýn. fös. 16/5 sýn. lau. 17/5 Miðasala í síma 551 1200 og á leikhusid.is örfá sæti laus örfá sæti laus örfá sæti laus örfá sæti laus

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.