24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 30.04.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 24stundir Endurhæfing Ronaldo íBrasilíu gengur afar velsamkvæmt fregnum og er kappinn að ná fullum bata af hné- meiðslum og andlegu álagi sem hrjáði hann í vetur hjá AC Milan. Verra er að náðst hafa myndir af stjörnunni í kynlífsleikjum með þremur klæðskiptingum á hóteli í Ríó og er ekki um ann- að talað í borginni. Segja hörð- ustu gárungar að þarna sé kom- in skýringin á því af hverju hver stórstjarnan á fætur annarri hverfur heim til Brasilíu til endurhæfingar eftir meiðsli. Nýr þjálfari tekur viðManchester City aðlokinni leiktíðinni. Tilkynnti helsti aðstoðarmaður Sven-Göran Eriksson að þeir kumpánar færu líklega frá félaginu vegna óánægju eig- anda þess, Thaksin Shina- watra, með gengið eftir jól. Fyrir jól vildi hann hins vegar ólmur gera óendanlegan samn- ing við Svíann enda vannst þá hver leikurinn á fætur öðrum. Umrædd tilkynning kombeint í kjölfar fregnafrá umboðsmanni Ro- naldinho um að Börsungum hefði borist til- boð í Bras- ilíumanninn frá Manchester City að upp- hæð 4,6 millj- arðar króna. Er sú upphæð töluvert yfir matsverðinu og þreföld sú upphæð sem Silvio Berlusconi eiganda AC Milan hefur tekist að nurla saman en Berlusconi hefur að eigin sögn „vart sofið“ yfir spenningi að sjá stjörnuna klæðast búningi Milan. Vonlaust er fyrir FabioCapello að gera Eng-land að stórveldi í boltaheimum á ný vegna þess að úrval leik- manna sem hann getur val- ið úr er lítið og lélegt. Firnafast skot frá Mar- cello Lippi sem á ekki óglæsi- legri feril að baki sem þjálfari en Capello sjálfur og er heldur ekki þekktur fyrir yfirlýs- ingagleði. Enda margir sam- mála honum um slæma stöðu enskra. Fjölmargir eru nú kenndirvið uppbyggingu New-castle í sumar. Einn sá líklegasti og jafnframt efnileg- asti er Bafe- timbi Gomis hjá St. Etienne í Frakklandi en kappinn sá hef- ur verið kall- aður „hinn nýi Didier Drogba“ í frönskum miðlum um tveggja ára skeið. En fleiri eru um hituna og hafa Sevilla, Marseille og Arsenal ítrekað sent menn út af örkinni til að fylgjast með Gomis. Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is Úrslitakeppni NBA-körfuboltans vestra er í fullum gangi og flest úrslit þar enn sem komið er eftir bókinni ef frá er talið hikst í vél- um Boston Celtics og Detroit Pi- stons. Mál málanna vestanhafs er þó hugsanlegt uppgjör Los Ang- eles Lakers og Boston Celtics í úrslitum í fyrsta sinn í fjölda ára en það vita þeir sem fylgst hafa lengi með körfuboltanum ytra að eitt mesta gullaldarskeið NBA var einmitt þegar þessi tvö félög öttu hvað mest kappi á níunda áratugnum. Þá voru það nöfn Larry Bird og Magic Johnson sem upp úr stóðu en nú eru það nöfn Kobe Bryant og Kevin Gar- nett. Öllum að óvörum En kannski hafa spekingar verið helst til fljótir á sér hvað varðar Boston Celtics því þeir hafa gloprað niður 2-0 forskoti sínu gegn versta liðinu í úrslitakeppn- inni að þessu sinni, Atlanta Hawks, og þykir það benda til að liðið sé brothættara nú þegar breidd fer að skipta verulega máli. Fáir efast um að þeir klári viðureignir sínar gegn Atlanta en þeir verða þá þreyttari en ella þegar næsti mótherji og öllu öflugari en Atlanta, að líkindum Cleveland Cavaliers, kemur í hús. Að sama skapi hefur hitt liðið sem eitthvað kvað að í austurdeild- inni í vetur, Detroit Pistons, einnig lent í vandræðum gegn Philadelp- hiu og ljóst að það sama er uppi á teningnum þar; aldur og lítil breidd farin að segja til sín. Lakers eða Spurs Spekingar stærstu íþróttamiðla Bandaríkjanna, ESPN og SI, telja engan vafa leika á að vestanmegin sé staðan ljós. Þar standi Lakers eða San Antonio Spurs uppi sem bestu liðin og annað hvort þeirra fari í úrslitin. Fleiri vilja sjá Lakers en Spurs en það helgast líkast til af einhverri fortíðarhyggju þó vissu- lega megi færa rök fyrir að Lakers spili skemmtilegri bolta gagnvart áhorfendum en Spurs. Ekki má þó alveg loka fyrir þann möguleika að eitthvert liðið komi á óvart og New Orleans Hornets er líklegast enda hefur liðið spilað ótrú- lega vel og á í fullu tré og meira til við Dallas Mavericks. Að ógleymdu liði Utah Jazz sem er næsta ósigrandi á heimavelli og engir auðveldir sigrar sóttir í þeirra greipar. Gömlu stór- veldin í úrslit?  Þrátt fyrir óvænt hikst í vél Boston Celtics í úrslitakeppni NBA eru flestir á því að þeir fari alla leið í úrslitin  Spekingar vest- anhafs og hér heima veðja á að mótherjinn þar verði LA Lakers Birgir Leifur Hafþórsson at- vinnukylfingur tekur þátt í mjög sterku móti á evrópsku mótaröðinni um helgina, Opna spænska mótinu, en meðal keppenda þar er N.- Írinn Darren Clarke sem ný- lega vann sinn fyrsta sigur á mótaröðinni í fimm ár. Birgir Leifur er sem stendur mjög neðarlega á peningalista mót- araðarinnar og þarf að spila betur en hann hefur verið að gera. Er besti árangur hans í vetur 50. sætið á Opna s.- afríska mótinu í desember. Ný atlaga Unglingalið Pittsburg Pengu- ins í NHL íshokkídeildinni fer hamförum. Ekki er það í raun unglingalið heldur státar af nokkrum af skærustu ung- stjörnum íþróttarinnar og gengur vægast sagt vel. Þeir eru komnir í átta liða úrslitin og hafa þar forskot á New York Rangers, lið sem er troð- fullt af leikreyndum kempum. Ungt og leikur sér Hinn goðsagnakenndi Pat Ri- ley þjálfari Miami Heat tók pokann sinn eftir eitt hörmu- legasta tímabil hans sem þjálf- ara en Heat var óumdeilanlega versta liðið í allri NBA deild- inni aðeins andartökum, að því er virðist, síðan liðið hampaði NBA meistaratitl- inum 2006. Vann félagið að- eins 15 leiki en tapaði 67 þessa leiktíðina og er tölfræðin 59- 105 á þeim tveimur árum sem liðin eru síðan Miami varð meistari. Riley hafði fyrr í vet- ur gefið það út að hann yrði við stjórnvölinn næstu þrjú árin en hefur bakkað með það og í hans stað kemur yngsti þjálfari í NBA deildinni, Erik Spoelstra. Riley er þó ekki al- farinn því hann er forseti liðs- ins og ætlar sér að verða það áfram og ekki er heldur loku fyrir skotið að hann komi aft- ur að þjálfun. Hann hefur áð- ur sagst vera hættur en hætti við þegar rétta tilboðið barst. Hættur en samt ekki SKEYTIN INN „Engin spurning í mínum huga að mínir menn fara alla leið og þar mæta þeir sínum gömlu fjendum úr La- kers,“ segir Einar Bollason. „Vandræðin gegn Atlanta hafa komið á óvart en þeir klára það og læra af því. Ég fæ ekki annað séð en þeir eigi að hafa önnur lið í austurdeildinni og í úrslitunum fara þeir að sjálfsögðu með sigur af hólmi. Þetta verður endurnýjun lífdaga fyrir gamla Boston-hunda eins og mig og það yrði afskaplega gaman að upplifa aftur slíkt eftir alltof mörg mögur ár hjá lið- inu.“ Einar Bollason Þetta verður ár Boston „Ég get tekið undir að skemmti- legasta rimman væri sennilega milli Celtics og Lakers í úrslitum en ef ég á að vera raunsær tel ég Spurs hafa meiri vilja og breidd en Lakers vest- anmegin,“ segir Benedikt Rúnar Guðmundsson. „Svo er ég ekki á því að ekkert óvænt geti gerst og nefni Utah eða New Orleans í því sambandi. Þá er líka athyglisvert að Boston og Detroit sem allir hafa spáð auðveldum sigrum í úrslita- keppninni hafa rekist á veggi. Heldur má ekki afskrifa Detroit austanmegin þó það lið sé komið á lokasprettinn sýnist mér.“ Benedikt Guðmundsson Spurs fremur en Lakers „Ég átti nú satt best að segja ekki von á Boston svona sterk- um á sínu fyrsta ári með svona breytt lið en ég sé ekkert annað fyrir mér en þeir fari alla leið í úrslit og sigri þar,“ segir Sig- urður Ingi- mundarson. „Staðan nú minnir dálítið á gullaldarárin þegar þessi lið börðust hér áður. Liðin nú eru vissulega ekki jafn sterk og þá en þessi tvö, Boston og Lakers í úrslitum, það yrði afar jákvætt fyrir körfuna. Þau eru skemmti- leg á að horfa en að sama skapi mjög ólík félög. En Boston hef- ur þetta á endanum.“ Sigurður Ingimundarson Boston komið á óvart ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Svo útiloka ég alls ekki að eitthvað óvænt gerist og nefna þá Utah Jazz eða New Orleans Hornets í því sambandi.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.