24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 9

24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 9
24stundir FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 9 Tap FL Group á fyrsta ársfjórð- ungi nam 47,8 milljörðum króna. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins 15,1 milljarði króna. Eignir félagsins að frádregnum skuldum í lok ársfjórðungsins námu 115,2 milljörðum, og handbært fé nam 18,9 milljörðum. „Þetta er bara dapur sannleikur,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Samtaka fjárfesta. Hann segir ljóst að FL Group geti ekki haldið áfram með þessum hætti til lengdar. Bendir hann á að það hafi orðið að selja veðsettar eignir, en söluandvirðið ekki dugað fyrir lánunum sem hvíldu á eign- unum. „Ég ætla bara rétt að vona að það sé búið að hreinsa þarna upp.“ Í fréttatilkynningu frá FL Group segir að stærstan hluta tapsins megi rekja til 21,4% lækkunar á gengi hlutabréfa í Glitni (20,6 milljarða króna tap), lækkunar gengis í öðr- um skráðum félögum (13,8 millj- arða króna tap) og sölu á eftirstand- andi hlutum í Commerzbank, Finnair og Aktiv Kapital (11,3 millj- arða króna tap). Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fréttir berast af tapi FL Group, en á síðasta ári nam tap félagsins 67,3 milljörðum króna. Þar af töpuðust 63,2 milljarðar á fjórða ársfjórð- ungi. Var það Íslandsmet í tapi fé- lags á einu ári, en þar áður átti met- ið Dagsbrún sem tapaði rúmum 6,9 milljörðum árið 2006. hlynur@24stundir.is FL Group tapaði 47,8 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins „Gengur ekki mikið lengur“ Hreyfing meðal framhalds- skólanema eykst talsvert, ef marka má rannsókn sem unnin var af Rannsóknum og greiningu og kynnt í gær. Í svörum könnunarinnar, sem lögð var fyrir alla framhaldsskóla- nema sem mættir voru til skóla tiltekinn dag í október á síðasta ári, kemur fram að 14% stelpna og 10% stráka segjast nær aldrei eða sjaldnar en vikulega reyna á sig líkamlega þannig að þau mæð- ist verulega eða svitni. Til sam- anburðar var þetta hlutfall tæp- lega 28% meðal stelpna og tæp 20% meðal stráka árið 2004. „Að sama skapi hefur þeim fjölgað sem segjast reglulega reyna á sig líkamlega þannig að þau mæðist verulega eða svitni,“ segir í útdrætti rannsóknarinnar. hos Færri unglingar segjast hreyfa sig sjaldan Letibikkjum fækkar Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skip- að starfshóp til að kanna kosti þess að á fót verði sett stofnun velferð- ar- og vinnumála með því að sam- þætta starfsemi Tryggingastofnun- ar ríkisins og Vinnumálastofnunar. Hagkvæmari rekstur „Verkefnið er að efla þá starf- semi sem fyrir er og nýta betur þá fjármuni sem í málaflokkana er varið,“ segir ráðherra. „Með breytingu á verkaskipt- ingu milli heilbrigðis- og félags- málaráðuneytisins um síðastliðin áramót opnast þetta tækifæri, sem hvorttveggja í senn gefur tækifæri til að auka og bæta þjónustu við fólkið í landinu, tryggja betri heild- aryfirsýn og faglega framkvæmd og ráðgjöf við almenning,“ segir hún. Er markmiðið að á einum og sama stað sé öll sú velferðarþjón- usta sem eru á sviði vinnumála- og tryggingamála með sameiginlegum þjónustuverum um land allt. „Með þessu gerum við hvort- tveggja í senn, einföldum og bæt- um alla þjónustu við fólkið í land- inu og stuðlum að hagkvæmni í ríkisrekstri,“ segir ráðherra. Við skoðun á möguleikum sam- þættingar starfsemi stofnananna tveggja verður unnið í góðri sam- vinnu við starfsfólk stofnananna og þá sem koma þurfa að stefnu- mótun á þessu sviði, m.a. hags- munaaðila umbjóðenda stofnan- anna tveggja. Þá er ætlunin að litið sé til þess sem best hefur verið gert á þessu sviði í öðrum löndum, eins og til dæmis í Noregi. Starfsfólki ekki fækkað Ráðherra leggur áherslu á að þótt samþættingin sé í skoðun sé ekki víst að af sameiningunni verði né hægt að tímasetja hvenær henni verður lokið, ef til þess kemur. „Ég legg hins vegar áherslu á að vinna starfshópsins gangi hratt fyr- ir sig og hún verði í svipuðum takti og aðrar breytingar á umhverfi líf- eyristrygginganna sem nú eru í skoðun. Reiknað er með að ör- orkumatsnefnd forsætisráðherra og endurskoðunarnefnd almanna- tryggingakerfisins sem starfar á mínum vegum skili niðurstöðum áður en árið er allt. Starfshópurinn um stofnanaskipulagið á að geta unnið enn hraðar,“ segir hún. Aðspurð hvort starfsmönnum stofnananna verði fækkað segir hún að það sé ekki ætlunin. „Báðar þessar stofnanir þurfa á því að halda að þær verði efldar en ekki úr þeim dreginn þróttur,“ seg- ir ráðherra. Vill nýta féð betur  Félags- og tryggingamálaráðherra vill sameina TR og Vinnumálastofnun ➤ Tryggingastofnun ríkisins sérum framkvæmd almanna- tryggingakerfisins. Til þess teljast slysatryggingar, sjúkratryggingar og lífeyr- istryggingar. ➤ Vinnumálastofnun fer t.d.með yfirstjórn vinnumiðlunar og afgreiðslu Atvinnuleys- istryggingasjóðs. STOFNANIRNAR TVÆR Hagkvæmni Ráðherra vill hagkvæmari stjórnsýslu. 24stundir/Frikki Sími 5600 900 l www.akarlsson.is Til hamingju með nýjan og glæsilegan veitingastað! Nýr stíll og nýir straumar í óviðjafnanlegri upplifun. Öll húsgögnin og barinn á veitingastaðnum Ó við Óðinstorg eru frá A. Karlssyni. RESTAURANT Til hamingju!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.