24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 13
24stundir FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 13
Um 3.000 manns komu saman
til að ganga gegn slysum síð-
degis í gær. Hjúkrunarfræð-
ingar á Landspítala fóru fyrir
göngunni sem hófst við Land-
spítala á Hringbraut. Gengið
var um Skógarhlíðina,
framhjá Fossvogskirkjugarði
og að Landspítala í Fossvogi
þar sem blöðrum var sleppt til
minningar um þá sem létu líf-
ið í slysum á árinu og til að
sýna fórnarlömbum alvar-
legra umferðarslysa samhug
og samstöðu.
Hliðstæð ganga var gengin í
fyrra, en hópurinn sem skipu-
lagði gönguna fékk nú fylk-
ingu fólks úr ýmsum starfs-
hópum tengdum málefninum
til liðs við sig. aí
Hjálmurinn kom Guðrúnu
Þórsdóttur, helsta hjólreiða-
þjarki Umhverfis- og sam-
göngusviðs Reykjavíkur, til
bjargar þegar hún var keyrð
niður á merktri gangbraut við
Kringlumýrarbraut og Bú-
staðaveg í gær. „Ég fór út á
gangbrautina en þá tekur bif-
reið af stað og ekur að mér og
bílstjórinn horfir aðeins til
vinstri og gerir ekki ráð fyrir
neinum fyrir framan sig. Ég
hugsa: „Ætlar hún yfir mig?“
Svo er ekið á mig, ég skell í
götuna og bílinn keyrir yfir
hjólið,“ segir Guðrún.
Hún segist þó hlakka til að
stíga fótstigið aftur. aí
Vegna umræðu síðustu daga
um strandsiglingar minnir
VG á að Jón Bjarnason, þing-
maður flokksins, hefur ítrek-
að lagt fram þingsályktun-
artillögu um að reglulegar
strandsiglingar milli lands-
hluta verði hafnar á ný. Þing-
málið fluttu reyndar þing-
menn bæði Frjálslyndra og
Vinstri grænna á sínum tíma.
Nú verður rykið dustað af
málinu í ljósi nýrra aðstæðna
og hækkandi eldsneytisverðs
og þingsályktunartillagan
lögð fram að nýju fyrir þing-
lok í vor.
Ganga gegn slysum
Minntust fórn-
arlamba slysa
Ekið á hjólreiðamann
Hjálmurinn
kom til bjargar
Í ljósi breyttra aðstæðna
Strandsigl-
ingar að nýju
Samkvæmt verðskrá fjarskiptafyrirtækisins
Tals, sem varð til á dögunum með sameiningu
símafyrirtækjanna SKO og Hive, hefur verð á
símtölum úr heimasíma til útlanda margfaldast,
sé miðað við verðskrá Hive á símtölum til út-
landa.
Bæði Hive og Tal skipta símtölum til útlanda
eftir svæðum. Hjá Hive kostaði 4,9 krónur á
mínútu að hringja í lönd í flokki eitt, en þar var
að finna langflestar Evrópuþjóðirnar og aðrar
stærri þjóðir eins og Bandaríkin og Kína. Hjá
Hive var þjóðunum skipt í sex flokka, en lang-
dýrast var að hringja í lönd í sjötta flokki.
Hjá Tali kostar nú mínútan til landa í svæði
eitt 19,9 krónur, en nánast sömu lönd er þar að
finna og hjá Hive. Hjá Tali er dýrast að hringja til
landa í svæði fimm, en þá kostar mínútan 69
krónur, sem er mun lægra verð en í flokki sex hjá
Hive, en þar er að finna þjóðir eins og Víetnam.
„Heimasíminn sem Hive bauð upp á var svo-
kallaður netsími sem bauð ekki upp á sömu
gæði og venjulegur sími, en fyrrverandi við-
skiptavinir Hive fá að halda honum kjósi þeir
það, á sömu kjörum. Við höfum hins vegar
ákveðið að hætta að bjóða upp á netsíma og
bjóða í staðinn jafn góðan síma og hin símafyr-
irtækin á sambærilegu verði, en hjá okkur er
hægt að hringja ókeypis í alla aðra heimasíma,“
segir Hermann Jónasson, forstjóri Tals. „Stað-
reyndin er sú að það er ódýrast að vera með
heimasíma hjá okkur, taki fólk hjá okkur allan
pakkan, þ.e.a.s. heimasíma, internet og GSM-
áskrift.“ aegir@24stundir.is
Verð á símtölum úr heimasíma til útlanda var lægra hjá Hive en hjá Tali
Netsíma skipt út fyrir betri þjónustu