24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 13

24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 13
24stundir FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 13 Um 3.000 manns komu saman til að ganga gegn slysum síð- degis í gær. Hjúkrunarfræð- ingar á Landspítala fóru fyrir göngunni sem hófst við Land- spítala á Hringbraut. Gengið var um Skógarhlíðina, framhjá Fossvogskirkjugarði og að Landspítala í Fossvogi þar sem blöðrum var sleppt til minningar um þá sem létu líf- ið í slysum á árinu og til að sýna fórnarlömbum alvar- legra umferðarslysa samhug og samstöðu. Hliðstæð ganga var gengin í fyrra, en hópurinn sem skipu- lagði gönguna fékk nú fylk- ingu fólks úr ýmsum starfs- hópum tengdum málefninum til liðs við sig. aí Hjálmurinn kom Guðrúnu Þórsdóttur, helsta hjólreiða- þjarki Umhverfis- og sam- göngusviðs Reykjavíkur, til bjargar þegar hún var keyrð niður á merktri gangbraut við Kringlumýrarbraut og Bú- staðaveg í gær. „Ég fór út á gangbrautina en þá tekur bif- reið af stað og ekur að mér og bílstjórinn horfir aðeins til vinstri og gerir ekki ráð fyrir neinum fyrir framan sig. Ég hugsa: „Ætlar hún yfir mig?“ Svo er ekið á mig, ég skell í götuna og bílinn keyrir yfir hjólið,“ segir Guðrún. Hún segist þó hlakka til að stíga fótstigið aftur. aí Vegna umræðu síðustu daga um strandsiglingar minnir VG á að Jón Bjarnason, þing- maður flokksins, hefur ítrek- að lagt fram þingsályktun- artillögu um að reglulegar strandsiglingar milli lands- hluta verði hafnar á ný. Þing- málið fluttu reyndar þing- menn bæði Frjálslyndra og Vinstri grænna á sínum tíma. Nú verður rykið dustað af málinu í ljósi nýrra aðstæðna og hækkandi eldsneytisverðs og þingsályktunartillagan lögð fram að nýju fyrir þing- lok í vor. Ganga gegn slysum Minntust fórn- arlamba slysa Ekið á hjólreiðamann Hjálmurinn kom til bjargar Í ljósi breyttra aðstæðna Strandsigl- ingar að nýju Samkvæmt verðskrá fjarskiptafyrirtækisins Tals, sem varð til á dögunum með sameiningu símafyrirtækjanna SKO og Hive, hefur verð á símtölum úr heimasíma til útlanda margfaldast, sé miðað við verðskrá Hive á símtölum til út- landa. Bæði Hive og Tal skipta símtölum til útlanda eftir svæðum. Hjá Hive kostaði 4,9 krónur á mínútu að hringja í lönd í flokki eitt, en þar var að finna langflestar Evrópuþjóðirnar og aðrar stærri þjóðir eins og Bandaríkin og Kína. Hjá Hive var þjóðunum skipt í sex flokka, en lang- dýrast var að hringja í lönd í sjötta flokki. Hjá Tali kostar nú mínútan til landa í svæði eitt 19,9 krónur, en nánast sömu lönd er þar að finna og hjá Hive. Hjá Tali er dýrast að hringja til landa í svæði fimm, en þá kostar mínútan 69 krónur, sem er mun lægra verð en í flokki sex hjá Hive, en þar er að finna þjóðir eins og Víetnam. „Heimasíminn sem Hive bauð upp á var svo- kallaður netsími sem bauð ekki upp á sömu gæði og venjulegur sími, en fyrrverandi við- skiptavinir Hive fá að halda honum kjósi þeir það, á sömu kjörum. Við höfum hins vegar ákveðið að hætta að bjóða upp á netsíma og bjóða í staðinn jafn góðan síma og hin símafyr- irtækin á sambærilegu verði, en hjá okkur er hægt að hringja ókeypis í alla aðra heimasíma,“ segir Hermann Jónasson, forstjóri Tals. „Stað- reyndin er sú að það er ódýrast að vera með heimasíma hjá okkur, taki fólk hjá okkur allan pakkan, þ.e.a.s. heimasíma, internet og GSM- áskrift.“ aegir@24stundir.is Verð á símtölum úr heimasíma til útlanda var lægra hjá Hive en hjá Tali Netsíma skipt út fyrir betri þjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.