24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 45

24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 45
DJASSHÁTÍÐIN Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@24stundir.is Saxófónleikarinn Sigurður Flosa- son heldur um þessar mundir upp á 15 ára hljóðritunarferil í eigin nafni. Af því tilefni stendur hann fyrir persónulegri fernra tónleika djasshátíð í Fríkirkjunni um hvíta- sunnuna dagana 10. til 12 maí. Hann hefur verið virkur í ólíkum geirum íslensks tónlistarlífs í rúm- lega 25 ár, en fyrsta plata hans í eig- in nafni, Gengið á lagið, kom út ár- ið 1993. Síðan þá hefur hann sent frá sér 15 geisladiska og er þar ým- ist um að ræða sólóútgáfur eða dúóverkefni í samstarfi við Gunnar Gunnarsson, Pétur Grétarsson, Jóel Pálsson og Sólrúnu Bragadóttur. Með tónleikaröðinni í Fríkirkjunni verður litið um öxl og rifjuð upp tónlist af nokkrum eldri plötum, en ný lög og útsendingar fá einnig að fljóta með. „Það verður þétt prógramm um helgina með fern- um tónleikum á þremur dögum. Þetta eru fjögur aðskilin verkefni sem eiga bara eitt sameiginlegt, og það er ég,“ segir Sigurður. Gott kirkjuorgel Ástæður þess að djasshátíðin er haldin á þessum stað á þessum tíma eru nokkrar. „Í fyrsta lagi er gjarnan lítið að gerast í höfuðborg- inni um þessa helgi enda margir að ferðast út úr bænum. Þannig fannst mér kjörið að halda þetta fyrir þá sem verða í bænum og vilja kíkja á tónleika. Hin ástæðan er ekki síður mikilvæg og hún er sú að þetta er afskaplega falleg kirkja með góðu kirkjuorgeli. Svo er hvítasunnan ein stærsta hátíðin í kristinni trú og við Gunnar Gunnarsson orgelleik- ari ætlum af því tilefni að spila sálma á tónleikum á hvítasunnu- dag klukkan 16,“ segir hann. Mikil vinna Eins og gefur að skilja fylgir tón- leikahaldi sem þessu mikil vinna en Sigurður segist bjartsýnn á að allt gangi að óskum. „Ég er náttúrlega að vinna að þessu með því frábæra tónlistarfólki sem hefur spilað með mér á þessum fimmtán geisladisk- um sem um ræðir þannig að ég er mjög spenntur og bjartsýnn á að allt gangi að óskum, “ segir hann að lokum. Sigurður Flosason saxófónleikari stendur á tímamótum Djasstónlist um hvítasunnuna Sigurður Flosason saxó- fónleikari stendur fyrir fernra tónleika djasshá- tíð í Fríkirkjunni um hvítasunnuna í tilefni 15 ára hljóðritunarferils hans í eigin nafni. Á þess- um 15 árum hafa komið út 15 geisladiskar í sam- vinnu við ýmsa tónlistar- menn. Fagnar tímamótum Sigurður Flosason. ➤ Tónleikarnir verða fernir. Þeirfyrstu verða á laugardaginn klukkan 20, þeir næstu á sunnudaginn klukkan 16, þeir þriðju á sunnudaginn klukkan 20 og þeir síðustu á mánudaginn klukkan 20. ➤ Nánari upplýsingar og miða-sala eru á slóðinni midi.is. 24stundir FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 45 Myndlistarskólinn í Reykjavík opnar sýningu á verkum nemenda á námsbrautinni Mótun í sýning- arrými skólans í dag klukkan 17. Mótun er nýtt nám á háskólastigi þar sem leir og tengd efni eru nýtt sem hráefni til sköpunar og hug- myndavinnu. Námið er skipulagt í samvinnu þriggja skóla; Myndlist- arskólans í Reykjavík, Iðnskólans í Reykjavík og Glasgow School of Arts í Skotlandi. „Hugmyndin með þessu námi er að endurvekja efnið sem útgangspunkt í hönnun og myndlist. Nemendur tileinka sér að móta ólík efni útfrá eiginleikum þeirra, þróa myndlistarverk eða hanna úr því nytjahluti. Unnið er með leir, keramik, postulín og gler en einnig eru gerðar tilraunir með skyld efni, til dæmis sílíkon,“ segir Hrafnkell Birgisson hönnuður og einn kennaranna í Mótun. Hann segir að vaxandi áhugi sé í sam- félaginu á námsgreinum sem bjóða upp á nálægð við efni og verklag. „Það er mjög mikilvægt að byggja upp og viðhalda efnisvitund ein- staklingsins og tengsl hans við framleiðslu og verðmætasköpun úr ólíkum efnum. Eftir að nýir miðlar með sýndarveruleika hverskonar nutu mjög mikils aðdráttarafls á síðasta áratug hefur áhuginn efn- istengdu námi aftur aukist. Við þessu er Myndlistarskóli Reykja- víkur að bregðast.“ Skólinn er í samstarfi við Glas- gow School of Arts þar sem nem- endur geta lokið BA-gráðu á tveimur árum, en að sögn Hrafn- kels er verið að byggja upp svipað samband við fleiri erlenda skóla. Sýningin verður opin laugardag- inn 10. maí frá kl.11.00-17.00 og frá kl.15.00-18.00 frá þriðjudegi til föstudags í næstu viku. Sýningin stendur aðeins þessa einu viku. Nemendur í Mótun við Myndlistarskólann í Reykjavík sýna verk sín Afrakstur fyrsta vetrar til sýnis MENNING menning@24stundir.is a Þetta eru fjögur aðskilin verkefni sem eiga bara eitt sameiginlegt, og það er ég. 24stundir/Jim Smart Það er meira í Mogganum Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 í dag Föstudagur 9. maí 2008  Heimildamynd Ragnhild- ar Magnúsdóttur verður frumsýnd á Skjaldborg. » Meira í Morgunblaðinu Mynd af bróður  Aðalskona vikunnar er á leiðinni til Serbíu til að syngja fyrir Íslands hönd. » Meira í Morgunblaðinu Þetta er mitt líf  Nýr söngleikur eftir Ólaf Hauk Símonarson verður frumsýndur í Borgarleik- húsinu í haust. » Meira í Morgunblaðinu Í anda Gauragangs reykjavíkreykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.