24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir
Hekla býður nú sérstaka
„Tornado“ útgáfu
af Mitsubishi L200
pallbílnum. Við fengum
einn slíkan til prófunar.
Innifalið í Tornado útgáfunni
eru 32” dekk, heitklæðning á palli
og dráttarbeisli. Dekkin reyndust
griplítil í drullu en klæðningin og
dráttarbeislið ættu auðvitað að
fylgja öllum pallbílum. Því til hvers
að eiga pallbíl ef ekki til að draga
kerrur og flytja hlass á pallinum?
Kostir
Bíllinn lítur mjög vel út á pappír.
Hekla setur 44 hestafla aflauka í
hann fyrir sölu svo hann verður
167 hestöfl og togar 402 Nm, sem er
alveg ágætt. Hann ber mest og togar
mest af pallbílum í hans flokki og
hefur minnstan beygjuradíus, auk
þess að hafa mest fótarými aftur í.
Þá skorar hann 4 stjörnur í
árekstrarprófi EuroNCAP en hærri
einkunn hafa pallbílar ekki fengið.
Það eitt ætti að setja bílinn í sérflokk,
því mannslíf hljóta að skipta meira
máli en flest annað.
Mitsubishi stærir sig mikið af
fjórhjóladrifskerfum sínum, og
vitnar óspart í frækna sigra í Dakar-
rallinu. Maður ætti því að geta sest
óhræddur undir stýri á þessum bíl
og tekist á við hvað sem er.
Gallar
En þá rekst maður á agnúana.
Forþjöppubiðin (frá því að þú
stígur á eldsneytisgjöfina og þar til
túrbínan fer að hafa áhrif) er með
því mesta sem ég hef orðið vitni
að í nýjum bíl, svo manni finnst
bíllinn aldrei ætla að taka af stað.
Líklega má venjast þessu á stuttum
tíma, ef maður á annað borð hefur
áhuga á því, en ef þú ert að spá í
L200 mæli ég með því að þú prófir
að minnsta kosti beinskipta bílinn
líka, til samanburðar.
Mikill burður gerir það að
verkum að fjöðrunin þarf að vera
stíf og hörð og þar sem ég keyrði
bílinn tómann komu svitaperlur
á enni mitt í hvert sinn sem ég
sá hraðahindrun. Sé ætlunin
að nota bílinn í eitthvað annað
en þungaflutninga ráðlegg ég
væntanlegum kaupendum að
skoða mögulegar úrlausnir þar
að lútandi. Eða halda sig frá
hraðahindrunum.
Og þó að beygjuradíus og
fótapláss hjálpi til við að gera
bílinn notendavænan fannst mér
vanta upp á fleiri smáatriði, eins
og skriðstilli og armpúða á milli
framstólanna. Ég verð reyndar
að viðurkenna að niðurhalanleg
afturrúða vakti mikla kátínu hjá
mér, og mun eflaust gera líka hjá
þeim sem þurfa að flytja mjög
langa hluti.
NIÐURSTAÐA
Þetta er bíll fyrir fólk sem vill
draga eða flytja þung hlöss. Gæti
verið skemmtilegur í breytin-
gar. Viljir þú gera góð kaup í
L200 er Tornado útgáfan málið.
Reynsluakstur Mitsubishi L200 Tornado
Öruggur en stirðbusalegur
Ljósmyndir: Baldur Örn Óskarsson
MMC L200 TORNADO
Einar Elí Magnússon einareli@24stundir.is
• 2,5 lítra dísilmótor • 167 hestöfl • 402 Nm • 4
þrepa sjálfskipting • Fjórhjóladrif • 14,8 sek. í
hundrað • Eyðsla í blönduðum akstri: 9,6 l /100
km • ABS • Verð: 3.490.000 • Umboð: Hekla
+
-
Ber mikið, lítill
beygjuradíus, öruggur.
Mjög hastur, mikil bið
eftir viðbragði frá vél.
Á pappír: Upplifun: Verð:
Að utan
Framendann þekkjum við frá Outlander.
Annað er í takt við fyrri L200, að fráta-
linni bogalínunni við pallinn.
Að innan
Snyrtilegur og ágætlega skipulagður, en
ber þess keim að vera vinnubíll.
Öryggi og búnaður
44 hestafla aflaukning, fjórhjóladrif með
læsingu í millikassa, Tornado útgáfunni
fylgir svo t.d. heitklæðning í palli, drát-
tarbeisli og 32” dekk.
Fjölskyldan
Pallbílar eru ekki það sem mér det-
tur fyrst í hug í þessum efnum, en
þessi skartar allavega góðri EuroNCAP
einkunn.
Í HNOTSKURN
Tíundi hver ökumaður í Svíþjóð
sem notast við GPS-staðsetningar-
tæki í umferðinni í stórborgum hef-
ur lent í árekstri. Notkunin hefur
leitt til vandræða, þar sem ökumenn
hafa truflast við akstur, misst einbeit-
ingu eða villst af leið. Þetta er nið-
urstaða nýrrar sænskrar rannsóknar.
Christopher Patten hjá sænsku
vegagerðinni segist í samtali við Af-
tonbladet ekki undrandi á þessum
niðurstöðum. „Truflunin sem öku-
menn verða fyrir er mesta vanda-
málið. Ástandið versnar líka þegar
það verður í tísku að eiga slík tæki.
Mörgum þykir ofsalega skemmtilegt
að fikta í tækinu þegar þeir fá það
fyrst í hendurnar og það veldur trufl-
unum og einbeitingarleysi við akst-
urinn.“
Minni hætta í dreifbýli
Niðurstöður könnunarinnar
benda þó til þess að hætta á árekstri
minnki umtalsvert þegar litið er til
aksturs utan þéttbýlis. Þar segjast
sex prósent aðspurðra hafa lent í
vandræðum vegna notkunar á hin-
um rafræna leiðarvísi.
Sala á GPS-tækjum hefur stór-
aukist á Vesturlöndum á síðustu
þremur árum. atlii@24stundir.is
Ný sænsk rannsókn á notkun GPS-staðsetningartækja í umferðinni
GPS-tækið gerir þig hættulegan
Hætta Notkun GPS-
tækis getur aukið hættu
á árekstri.
Þýski bílaframleiðandinn
Volkswagen kynnti nýverið Park
Assist Vision-tölvubúnaðinn á
iðnaðarsýningunni í Hannover.
Kerfið notast við myndavélar og
skynjara þannig að bíllinn geti
sjálfur lagt í bílastæði.
Tölvubúnaðurinn er tengdur við
stýri bílsins, bensíngjöf og
bremsu og sér um að leggja án
aðstoðar ökumannsins sem ein-
ungis þarf að þrýsta á hnapp á
fjarstýringu. Þökk sé mynda-
vélum í hliðarspeglum og að
framan auk skynjara forðast bíll-
inn að rekast á aðra bíla og
hindranir. Jafnvel þótt bíllinn
standi á ská við þröngt bílastæðið
tekst honum að bakka inn.
Forsvarsmenn Volkswagen segj-
ast ekki geta sagt til um hvort
kerfið verði staðalbúnaður í bíl-
um framleiðandans. „Eft-
irspurnin kemur til með að
stjórna því.“ aí
Volkswagen kynnir Park Assist Vision
Leggur sjálfur í stæði
Þýski bílaframleiðand-
inn BMW hlaut fyrsta
sæti í alþjóðlegu véla-
hönnunarkeppninni
(„International Engine
of the Year Awards“)
sem afhent voru í
þýsku borginni Stutt-
gart á miðvikudaginn.
3.0 Twin Turbo-vél
BMW hlaut verðlaun-
in í ár, en þetta var í
annað sinn í röð sem
vélin bar sigur úr být-
um.
3.0 lítra Twin Turbo
vélin er helst notuð í BMW 1-línu Coupé-bílum og 3-línu BMW en
verður einnig fáanleg í BMW X6 jeppa-sportbílnum (Sports Activity
Coupé) sem kynntur verður á Íslandi í næsta mánuði.
Vélar frá Volkswagen urðu í öðru og þriðja sæti í keppninni um „vél
ársins“, en vélar frá BMW skipuðu sæti fjögur til sex. Alls voru veitt
verðlaun í ellefu flokkum og hlutu verkfræðingar BMW sex þeirra og
verkfræðingar Toyota og Volkswagen hlutu verðlaun í tveimur flokk-
um um sig.
Peter Langen, framkvæmdastjóri hjá BMW, var mjög ánægður með
verðlaunin. „BMW lítur með réttu á þessi verðlaun sem mestu við-
urkenningu sem hægt er að fá fyrir framúrskarandi árangur í hönnun
og framleiðslu á bílvélum. Það er okkur mikill heiður að 3.0 lítra Twin
Turbo-vél okkar hafi tryggt sér þessa mestu viðurkenningu annað árið
í röð og við erum himinlifandi.“
Verðlaunin voru fyrst afhent árið 1999, en dómnefndina skipa á sjö-
unda tug af virtustu bílablaðamönnum heims og komu þeir frá 32
löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Þýskalandi, Kína, Rússlandi,
Japan, Indlandi, Frakklandi og Suður-Afríku. atlii@24stundir.is
BMW aftur með vél ársins
Draupningsgata 7,m 603 Akureyri S: 462 - 6600 polyak@simnet.is
Ertu að flytja, láttu fagmenn
sjá um verkið fyrir þig
Örugg og trygg
þjónusta
LÍFSSTÍLLBÍLAR
bilar@24stundir.is a
Þá skorar hann 4 stjörnur í
árekstrarprófi EuroNCAP en hærri
einkunn hafa pallbílar ekki fengið.