24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir
Eftir Frey Rögnvaldsson
freyr@24stundir.is
Árni M. Mathiesen fjármálaráð-
herra sagði á fundi með stjórn
Landssambands landeigenda 16.
apríl síðastliðinn að hann hefði lagt
áherslu á að við þjóðlendukröfur á
vestanverðu Norðurlandi ætti ekki
að ganga á þinglýst landamerki
jarða nema í algjörum undantekn-
ingartilfellum. Mat lögfræðinga
landeigenda sem hafa farið yfir
kröfurnar er hins vegar að gengið
sé á þinglýst landamerki í tugum
tilfella. Lögmaður ríkisins í þjóð-
lendumálum vísar því hins vegar á
bug.
Telja ekki staðið við fyrirheit
Þjóðlendukröfur ríkisins fyrir
vestanvert Norðurland, á svoköll-
uðu svæði 7a, voru birtar 28. mars
síðastliðinn. Landssamtök landeig-
enda sendu í kjölfarið frá sér yf-
irlýsingu þar sem vonbrigðum var
lýst yfir því hve hart væri gengið
fram í kröfugerðinni. Á aðalfundi
samtakanna 14. febrúar lýsti Árni
M. Mathiesen fjármálaráðherra því
yfir að ríkið myndi „að nokkru leyti
fara hægar í sakirnar en hingað til
hefur verið stefnt að“ í þjóðlendu-
málum. Telja landeigendur að við
þau fyrirheit hafi ekki verið staðið
og ekki standist heldur að ekki hafi
verið gengið á þinglýst landamerki
nema í undantekningartilfellum. Í
tilkynningu frá fjármálaráðherra er
hins vegar fullyrt að í öllum tilfell-
um sé stuðst við þinglýst landa-
merki nema þar sem þinglýsingar
ná til jökla eða almenninga enda
hafi Hæstiréttur ekki fallist á slíkar
kröfur fram til þessa. Jafnframt sé
kröfugerð á núverandi svæði mun
afmarkaðri en áður hafi verið talin
þörf á enda sé það í anda breytinga
á verklagi sem gerðar hafi verið til-
lögur um á síðasta ári.
Undarlegt ósamræmi
Örn Bergsson, formaður Lands-
samtaka landeigenda, segir undar-
legt ósamræmi milli orða ráðherra
og krafnanna sem lagðar voru
fram. „Það virðist eins og embætt-
ismenn ráði bara kröfugerðinni
þvert á vilja ráðherra. Í það
minnsta er ekkert samræmi milli
þess sem ráðherra hefur sagt á op-
inberum vettvangi, til dæmis á að-
alfundi okkar, og þess sem síðan er
lagt fram.“
Örn segir það líka vonbrigði að
öflun gagna hafi ekki verið betri en
raun var á. „Því var lofað að áður
en þessi þjóðlendukrafa yrði lögð
fram væri búið að afla betri og
meiri gagna en hafði verið gert áð-
ur. Kröfugerðin hefði orðið ná-
kvæmari ef svo hefði verið en við
sjáum að það liggja nákvæmlega
sömu gögn á bak við þessar kröfur
og verið hefur. Það virðist vera lítið
annað en landamerkjabréf
jarðanna sem liggur til grundvallar.
Við vorum að vona að það myndi
vera meira kjöt á beinunum.“
ÞEKKIR ÞÚ TIL?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á frettir@24stundir.is
Telja ósamræmi í
orðum og efndum
ÞJÓÐLENDUKRÖFUR Á VESTANVERÐU NORÐURLANDI
Útmörk
svæðisins
Mörk þjóð-
lendukrafna
Akureyri
Hofsjökull
Hofsós
Sauðarárkrókur
Varmahlíð
➤ Því svæði á vestanverðuNorðurlandi sem tekið var til
umfjöllunar í Óbyggðanefnd
var skipt upp í tvo svæði að
ósk fjármálaráðherra.
➤ Eftir á að gera kröfur í nyrðrihluta svæðisins. Þar er meðal
annars um að ræða Trölla-
skagann allan og hluta af
Húnavatnssýslum.
ÞJÓÐLENDUKRÖFUR
Landssamtök landeigenda telja að gengið sé á þinglýst landamerki tuga jarða í þjóð-
lendukröfum á vestanverðu Norðurlandi Segja embættismenn ráða ferðinni
Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur
thorakristin@24stundir.is
Ef halda ætti uppi þeirri þjónustu
sem nú er veitt íbúum þjónustu-
íbúða á Tjörn á Þingeyri á meðan
starfsfólk Tjarnar er í sumarfríi,
þyrfti að ráða fimm einstaklinga í
tímabundin störf, að sögn Erlu
Ástvaldsdóttur forstöðumanns
Tjarnar. Er þá um að ræða matseld,
þrif, þvotta og að starfsmaður sé
þar á vakt allan sólarhringinn.
„Ég veit ekki hvar við ættum að
finna þetta starfsfólk. Við höfum
lengi leitað að starfsmanni í eldhús
á leikskóla hér á Ísafirði en ekki
gengið,“ segir Margrét Geirsdóttir,
forstöðumaður skóla- og fjöl-
skylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Hún leggur þó áherslu á að lausn
muni finnast í málinu og ekki
standi til að skerða þjónustu sem
veitt er íbúum þjónustuíbúðanna.
„Þegar fólk flyst úr sínum íbúð-
um yfir í þjónustuíbúðir er það að
kaupa ákveðið öryggi og það er
sveitarfélagsins að tryggja að það sé
veitt,“ segir hún.
Kostnaður meiri en sparnaður
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
á Ísafirði, kveðst afar ósáttur við þá
ákvörðun HÍ að loka öldrunar-
deildinni í fjórar vikur og veita þá
íbúum þjónustuíbúðanna ekki til-
Ráða þyrfti fimm starfsmenn í tímabundin störf á Tjörn á Þingeyri
Óvíst að afleysingafólk finnist
heyrandi þjónustu.
„Ef kostnaðurinn er ástæðan-
hefði Heilbrigðisstofnunin getað
talað við okkur um að við tækjum
meiri þátt í honum í sumar. Þeir
gerðu það ekki,“ segir hann.
Hann kveðst ekki hafa reiknað
út hvað kostnaðurinn verði hár
enda ekki ljóst hvaða leiðir verði
farnar til að leysa málið. „Ég er
samt sannfærður um að kostnaður
bæjarins verði á endanum hærri en
það sem stofnunin sparar,“ segir
hann.
HVAÐ VANTAR UPP Á?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á frettir@24stundir.is
Friðbjörn Garðarsson lög-
maður sem fer með mál fjölda
landeigenda á vestanverðu
Norðurlandi segir að það sé
sitt mat að það séu gerðar
þjóðlendukröfur í þinglýstar
jarðir í tugum tilfella. „Það er
mjög augljóslega verið að
ganga á eignir manna. Það er
undarlegt að það skuli vera
farið svona að þar sem fjár-
málaráðherra hefur talað fyrir
því að það verði gengið fram
af meiri varfærni en hefur ver-
ið gert. Það er eins og það sé
ekki tekið mark á því.“
Lögmaður landeigenda
„Gengið á
eignir manna“
Andri Árnason lögmaður rík-
isins í þjóðlendumálum vísar
því á bug að verið sé að ganga
á þinglýst landamerki í kröfu-
gerðinni „Þetta er bara túlkun
þeirra lögfræðinga sem vinna
fyrir landeigendur. Það eru
gerðar kröfur um land sem
ekki er þinglýst í örfáum til-
fellum og þá er tekið fram að
ekki sé fallist á slíkar lýsingar.
Um þessi mál öll mun svo
Óbyggðanefnd úrskurða.“
Lögmaður ríkisins
„Bara túlkun
lögfræðinga“
Það er
Stærsta dreifikerfið
inn um lúguna í dag
St