24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 15

24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 15
24stundir FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 15 Borgarstjóri og ráðherrarsettu upp sparisvipinn ámorg- unfundi í Fjöl- skyldu- og hús- dýragarðinum í fyrradag, þar sem átakinu „Hjólað í vinnuna“ var hleypt af stokkunum í sjötta sinn. Að loknum fundinum, þar sem hinir háu herrar brýndu almenning til dáða í átakinu, var haldið af stað á fákunum. Að sögn viðstaddra nær áhugi Ólafs F. Magnússonar á hjólreiðum þó ekki lengra en svo, að það fyrsta sem hann sagði þeg- ar hann mætti á staðinn var: „Fæ ég svo ekki lánað hjól?“ Að sögn sjónarvotts fékk hann lánaðan „einhvern garm sem glamraði ein- hver ósköp í, og var nærri dottinn á hausinn enda greinilega ekki hjólað í marga áratugi“. Ráðherrarmunueinnig hafa staðið sig misvel í hjólamennskunni. Kristján Möller samgönguráðherra gerði sér lítið fyrir og kom hjólandi úr Kópavogi í Laugardal. Að fundinum lokn- um hélt hann ferð sinni áfram hjólandi, alla leið í ráðuneytið sem staðsett er í miðbænum. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf- isráðherra var því miður ekki jafn dugleg. Segja viðstaddir hana hafa látið skutla hjólinu í Laugardalinn kvöldið áður, og aðeins haft fyrir því að setjast á það á meðan hún hjólaði út á bílastæði KSÍ, þar sem einkabílstjórinn góði beið hennar. Gam-alreyndirborg- arstarfsmenn eru ýmsu vanir þegar kemur að sviðsetn- ingu ráðamanna á atburðum. Þegar þeir sáu í hvers konar sýndarveru- leika stefndi, rifjaði einn þeirra upp að Árni Þór Sigurðsson, sem þá var forseti borgarstjórnar, sást fyrir fáeinum árum mæta til við- líka athafnar á dýrindis borgarbíl með hjól í skottinu. Hann settist á það rétt á meðan ljósmyndarar smelltu af og henti því aftur í skottið að fyrirsætustörfum lokn- um. Nú er spurning hvort fjöl- miðlamenn sjálfir hafi tekið þátt í sviðsetningunum; slíkt lofar ekki góðu þessa dagana. hlynur@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Hvað er eiginlega í gangi í Reykjavík? Hver er stefnan og hvað ræður för? Reykvíkingar og landsmenn allir eiga annað og betra skilið en þann glundroða sem nú ríkir. Stjórn Reykjavík- urborgar er ekki lengur sá bros- legi farsi sem hófst við borg- arstjórnaruppreisnina í janúar heldur sorglegur stjórnsýsluharm- leikur. Borgarstjóri örflokks, rú- inn trausti, veður áfram án sam- ráðs við nokkurn. Borgarstjórinn raðar viðhlæjendum á jötuna og trampar í leiðinni á því góða fólki sem vinnur við stjórnsýslu borg- arinnar og í stofnunum hennar. Framboð umfram eftirspurn Og sexmenningarnir hlæja með. Þeir byrjuðu að hlæja með í janúar þegar þeir sáu glitta í tækifærið til að komast til valda og enn er hlegið með, þó að glitti í einstaka tár. Það var engin og er engin eftir- spurn eftir núverandi borgar- stjóra og hans áherslum. Það voru engar biðraðir eða mót- mælagöngur þegar hann tók við. Fólk stóð ekki á torgum og hrópaði: „Niður með meirihlutann, við viljum Ólaf F. sem borgarstjóra.“ Fram- boðið er langt umfram eftir- spurn og Sjálfstæðisflokkurinn vissi þetta, en áhuginn á völd- unum varð bæði skoðunum og prinsippum yfirsterkari. Flokkurinn hefur sýnt ótrúleg- ar valdaklær sínar út um allt land upp á síðkastið þar sem miklum hagsmunum er fórnað fyrir fólk sem hefur lítið fram að færa til að þjónusta íbúa, heldur þráir það eitt að kom- ast til valda. Áhöfnin stekkur frá borði Ástandið í Reykjavík er orðið þannig að lykilfólk við stjórn borgarinnar, þeir sem ekki voru ráðnir í gegnum pólitísk hrossa- kaup, hugsar sér til hreyfings. Það er engin stefna í gangi og það er grátlegt að fylgjast með gali borg- arfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að þeir hafi leyst borgina úr hlekkjum glundroða og stjórnleys- is í janúar. Með svona vini, hver þarf óvini geta borgarbúar spurt sig. Það lítur nefnilega út fyrir að borgin sé í raun stjórnlaust rekald í augnablikinu. Áhöfnin stekkur frá borði og þá reynir á að skip- stjórinn sé heill og með fulla at- hygli í brúnni. Því miður held ég að óhætt sé að fullyrða að Ólafur F. Magnússon sé með hugann við annað þessa dagana en að stýra fleytunni, að minnsta kosti virðist skipið vélarvana á leið í strand. Lagabreyting óskast Vandinn liggur meðal annars í því að ekki má boða til kosninga í Reykjavík án tafar. Það þarf að breyta lögum og óvíst er hvort þingmenn Sjálfstæðisflokks styddu slíka lagabreytingu. En það verður að láta á það reyna. Eina leiðin út úr þessum ógöng- um er að Sjálfstæðisflokkurinn rísi upp og axli ábyrgð. Skipstjór- inn verði sendur í frí og við taki einstaklingur sem geti komið í veg fyrir að skipið strandi. Þjóð- stjórn verði mynduð með öðrum flokkum í borgarstjórn sem komi sér saman um framkvæmdastjóra næstu tvö árin eða þar til hægt verður að boða til kosninga. Eyðilegging núverandi meiri- hluta á stjórnkerfi borgarinnar er nefnilega viðameiri en fólk gerir sér grein fyrir. Víða heyrast neyð- aróp innan úr stjórnkerfinu frá fólki sem hefur um árabil þjónað hagsmunum borgarbúa. Það er gríðarlega mikilvægt að glata ekki þessum mannauði og við þessu verður að bregðast. Nýlegar mannaráðningar, ummæli um skipulagsmál og fjarvera þegar taka þarf mikilvægar ákvarðanir eru meðal ástæðna þess að áhöfn- in yfirgefur nú skipið. Það þýðir ekki að standa uppi í pontu og reiðast þeim sem benda á stjórn- leysið heldur verður að bregðast við og það strax. Við verðum að biðla til Sjálfstæðisflokksins að hann láti einu sinni af valdhroka sínum og sjái lengra en til hádeg- is á morgun. Ef flokkurinn gerði það myndi hann fatta að það er björt framtíð í henni Reykjavík – en þó aðeins ef flokkurinn axlar ábyrgð. Borgarstjóri verður að víkja. Höfundur er áhugakona um alvöru stjórnmál Hann bara verður að víkja VIÐHORF aHelga Vala Helgadóttir Borgarstjór- inn raðar við- hlæjendum á jötuna og trampar í leiðinni á því góða fólki sem vinnur við stjórn- sýslu borgarinnar og í stofnunum hennar. FÓTBREMSAN GÓÐA vinsælu dönsku götuhjólin Hvellur Smiðjuvegur 30 - Rauð gata 200 Kópavogi Sími: 577 6400 www.hvellur.com Sumarið er komið Hjólum í vinnuna á Kildemoes Arctic Spas Faxafeni 9 (ATH: aðkoma í kjallara bakhús) Sími 554 7755 www.arcticspas.is & www.heitirpottar.is Næst besti pottur í heimi!! Nokkrar staðreyndir um gæði pottanna. • 3,5 hestafla dælur. • TruGard hitari 4,4 kw, einn sá besti á markaðinum. • Lokið þolir 1000 kg. • Öflugt Ozon hreiniskerfi fylgir öllum okkar pottum. • Botninn eru úr trefjagleri, (rotnar eða fúnar ekki.) • 100% músheldur. • Opnanlegar aðgangslúgur frá öllum hliðum. • Gegnheill cedrusviður. • Lífstíðarábyrgð á skelinni, sem er úr trefjagleri. • 5 ára ábyrgð á öllum mótorum, rafkerfi. • 24 tíma öflugt hreinsikerfi. Arctic Spas eru framleiddir í Kanada. Þola -50 gráður frost og henta einstaklega vel íslenskum aðstæðum. Vissir þú að Arctic Spas eru hvað hagkæmastir í rekstri af öllum pottum framleiddum í heiminum!! TB W A\ R E Y K JA V ÍK \ S ÍA Komdu til okkar, taktu með eða borðaðu á staðnum Alltaf góð ur! Kjúklingastaðurinn Suðurveri Nú er orðin n stór
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.