24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur
dista@24stundir.is
„Þetta er í þriðja sinn sem við
mörkum stefnu um upplýsinga-
samfélagið,“ segir Guðbjörg. „Ís-
lendingar eru í röð fremstu þjóða
í flestum ef ekki öllum öðrum
þáttum upplýsingatækninnar að
undanskilinni rafrænni þjónustu.
Hér á landi býr þjóð sem er
mjög áhugasöm um að nota
upplýsingatæknina og þar sem
mæld er notkun á upplýs-
ingatækni, notkun á tölvum og
interneti eru Íslendingar alltaf í
efstu sætum. Hins vegar er stað-
an önnur þegar mælt er framboð
á rafrænni þjónustu og nýtingu
upplýsingatækni því þar situm
við eftir. Í þessu felast tækifæri
og Íslendingar hafa alla mögu-
leika á að verða fremstir þjóða í
rafrænni þjónustu og nýtingu
upplýsingatækni,“ segir Guðbjörg
um stöðu Íslands miðað við aðr-
ar þjóðir.
Sjálfsafgreiðsla
„Það sem er nýtt í stefnunni
og greinir hana frá fyrri stefnum
er þessi megináhersla á að stór-
auka framboð á þjónustu op-
inberra aðila við almenning og
fyrirtæki á netinu. Um leið er
tekið á þáttum sem draga Íslend-
inga niður í könnunum sem hafa
sýnt að Íslendingar standa öðrum
þjóðum að baki hvað varðar raf-
ræna þjónustu.
Kjarninn í þessari stefnu er að
stórauka framboð á rafrænni
þjónustu og gera fólki kleift að
afgreiða sig sjálft þar sem það er
mögulegt. Því fylgir mikil hag-
ræðing, bæði fyrir almenning og
ekki síður fyrir fyrirtækin í land-
inu.“
Stórtækur aðgerðalisti
Guðbjörg segir stefnuna byggja
á þremur stoðum, þjónustu, skil-
virkni og framþróun.
„Hverri stoð fylgja markmið
og aðgerðalisti en ráðist verður í
65 aðgerðir á framkvæmdatíma
stefnunnar. Stærstur hluti þessara
aðgerða snýr að sjálfsafgreiðslu á
netinu.
Sem dæmi um aðgerðir má
nefna að hjá Þjóðskrá verður
hægt að skrá búferlaflutninga á
netinu, sækja um fæðingarvott-
orð og hjúskaparstöðuvottorð. Þá
má einnig nefna ýmiss konar
umsóknir, til dæmis um fæð-
ingar- og foreldraorlof, atvinnu-
leysisbætur og flesta þá þjónustu
sem almenningur og fyrirtæki
sækja til ríkisins og hægt er að
veita gegnum netið.
Þá hefur einnig verið settur
upp aðgerðalisti vegna netmið-
stöðvarinnar island.is, upplýs-
ingaþjónustu þar sem til dæmis
verður minnt á endurnýjun skil-
ríkja og margt fleira og aðgerðir
er taka til aukinna gæða fyrir
netborgarann.“
Hvað er nýtt í stefnunni um upplýsingasamfélagið?
Stóraukið framboð á
rafrænni þjónustu
➤ Tilkynning um búferlaflutn-inga innanlands, fæðing-
arvottorð, hjúskaparstöðu-
vottorð, ásamt annarri
þjónustu Þjóðskrár.
➤ Umsóknir vegna atvinnuleys-isbóta, fæðingar- og for-
eldraorlofs.
➤ Umsóknir um byggingarleyfi. Þinglýsingar, veðbókarvott-
orð og fleira.
DÆMI UM ÞJÓNUSTU:
„Stefnan Netríkið Ísland
er hnitmiðaðri en fyrri
stefnur,“ segir Guðbjörg
Sigurðardóttir, skrif-
stofustjóri upplýsinga-
samfélagsins í forsæt-
isráðuneyti og formaður
nefndar um mótun nýrrar
stefnu um upplýsinga-
samfélagið.
Stórtækur aðgerðalisti
Guðbjörg segir frá því hvað
ný stefna um upplýsinga-
samfélag inniheldur um-
fram fyrri stefnur.
24stundir/G.Rúnar
Það er að mörgu að huga þegar
flutt er á milli landa og það getur
verið erfitt að átta sig á hvert er
best að leita. Þessi leit getur verið
sérstaklega flókin ef tungumála-
kunnáttan er lítil sem engin.
Félags- og tryggingamálaráðu-
neytið hefur látið útbúa bækling-
inn Fyrstu skrefin en markmið
hans er að veita innflytjendum
allar nauðsynlegar upplýsingar
um íslenskt samfélag strax við
komuna til landsins. Bæklinginn
má finna á heimasíðu félags- og
tryggingamálaráðuneytisins.
Bæklingurinn er þýddur á níu
tungumál en textinn er ævinlega
birtur bæði á íslensku og hinu er-
lenda tungumáli. Með þeim hætti
getur hann nýst starfsfólki sem
vinnur með innflytjendum við að
kynna þeim íslenskt samfélag. Á
sama hátt hefur útlendingurinn
alltaf íslenska textann til hliðar
þegar hann kynnir sér bæklinginn
á hinu erlenda tungumáli.
Tungumálin níu sem finna má
í bæklingnum eru enska, pólska,
litháíska, víetnamska, rússneska,
taílenska, þýska, spænska og serb-
neska.
Bæklingurinn er án vafa mjög
mikilvægur fyrir alla innflytj-
endur enda er þar fjallað um það
sem mikilvægast er að huga að
við komuna til landsins, svo sem
kennitölu, dvalarleyfi, atvinnu-
leyfi, lögheimili, skattkort og
tryggingar. Einnig er almennum
réttindum og skyldum á Íslandi
lýst, greint frá félagsþjónustu,
heilsugæslu, húsnæði, skólakerf-
inu og íslenskukennslu. Í bækl-
ingnum má líka finna heim-
ilisföng, símanúmer og netföng
helstu stofnana sem tengjast mál-
efnum innflytjenda og yfirlit yfir
helstu hjálparsamtök þegar eitt-
hvað bjátar á.
svanhvit@24stundir.is
Upplýsingar fyrir innflytjendur
Fyrstu skrefin í nýju landi
Upplýsingar Fyrstu
skrefin í nýju landi
geta verið erfið og því
gott að hafa bækling
sér til upplýsingar.
Vefsíðan www.netoryggi.is hef-
ur það að markmiði að kynna
netnotendum örugga notkun
netsins. Á síðunni má til að
mynda finna 10 góð ráð er stuðla
að áhyggjulausri netnotkun.
Um leið og tölvan hefur verið
tengd við netið, er notandinn
kominn út í heim þar sem óhöpp
og óþægindi geta orðið ef notk-
unin er óvarleg. Netnotandinn og
aðrir verða að hafa ákveðnar
reglur í heiðri til að forðast
óhöpp og misnotkun. Þú losnar
við allskonar óþægindi með til-
litssemi og aðgætni.
10 góð ráð
-Sýndu öðrum tillitssemi og
kurteisi á netinu.
-Ekki vinna á vélinni yfirleitt
sem stjórnandi (administrator),
heldur sem notandi (user). Spilli-
forrit (veirur, ormar o.s.frv.)
eiga greiðan aðgang að öllu í
tölvunni gegnum stjórnandann.
-Þú ert á hættusvæði ef þú ert
að leita að ólöglegri tónlist,
myndefni, leikjum eða klámi.
Hnappar í vafasömum spretti-
gluggum (pop-ups) geta virkjað
allt annað. Lokaðu þeim ætíð
með X-hnappinum efst til hægri.
-Gefðu aldrei upp viðkvæmar
upplýsingar skv. fyrirmælum í
tölvupósti, s.s. kreditkortanúmer.
-Ekki gefa upp netfangið þitt
til ókunnugra. Notaðu aukanet-
fang sem má skipta um ef rusl-
póstur fer að berast.
-Ekki opna þau fylgiskjöl (at-
tachments) í tölvupósti sem þú
baðst ekki um.
-Taktu reglulega öryggisafrit af
tölvugögnum, svo sem fjöl-
skyldumyndum, og geymdu á
öruggum stað.
-Uppfærðu stýrikerfið (Wind-
ows Update) reglulega, svo og
annan hugbúnað, s.s. vefsjá og
veiruvarnir.
-Notaðu alltaf áhrifaríka eld-
veggi og öflugar varnir gegn
spilli-
forritum.
dista@24stundir.is
Á vefsíðunni netoryggi.is má finna góð ráð
10 góð ráð um netnotkun
Árlega auglýsir utanríkisráðu-
neytið eftir almennum starfs-
nemum í starfsþjálfun. Starfsþjálf-
unin fer að öllu leyti fram hjá
sendiráðum og fastanefndum Ís-
lands erlendis og stendur yfir í um
sex mánuði. Markmiðið er að gefa
ungu fólki sem er að hefja starfs-
feril sinn færi á að kynnast störfum
utanríkisþjónustunnar en frekari
upplýsingar má finna á heimasíðu
utanríkisráðuneytisins.
Starfsnemar í
starfsþjálfun
Árið 1997 var tekið upp refsi-
punktakerfi á Íslandi en slíkt kerfi
hafði reynst mjög vel meðal ann-
arra þjóða. Kerfið gerir ráð fyrir að
þeir brotlegu í umferðinni safni
refsipunktum en utan þess þarf
fólk að greiða ákveðna sekt. Á síð-
unni www.us.is/id/3971 er hægt að
reikna út sekt fyrir hraðakstur og
ölvunarakstur en vitanlega ættu
allir að keyra varlega og fylgja lög-
um í umferðinni.
Sektir
og viðurlög
Ákveðið hefur verið að bjóða upp á
umræðu á vef samgöngu-
ráðuneytisins. Þar verða kynnt mál
sem eru til umfjöllunar í ráðuneyt-
inu og leitast við að fá fram við-
brögð einstaklinga sem og hags-
munaaðila. Er þetta gert í því skyni
að fá viðbrögð við málum sem eru
nánast á hugmyndastigi áður en
frekari vinna er lögð í málin. Við-
brögð eru send á netfangið: post-
ur@sam.stjr.is.
Umræða um
samgöngur