24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir
Nú er rétti tíminn til þess að undirbúa
næsta veiðitímabil. Veiðikortið veitir aðgang að
rúmlega 30 vatnasvæðum vítt og breitt um landið
fyrir aðeins 5000 kr. Frí heimsending þegar verslað
er beint á www.veidikortid.is
Tryggðu þér Veiðikortið í tíma!
Á að veiða
í sumar?
Eftir Kjartan Þorbjörnsson
veidi@24stundir.is
Elliðavatn á stóran fastakúnna-
hóp. Sömu mennirnir eyða vorinu
og jafnvel líka sumrinu á bökkum
vatnsins, flestir með góðum ár-
angri. Ef maður venur komur sínar
að vatninu fara andlitin að verða
kunnugleg.
Blaðamaður sem var á veiðum
við vatnið í annað sinnið í vor veitti
því athygli að einn veiðimaðurinn
var áberandi lágvaxnari en flestir
hinir. Sá stóð fullgræjaður en hálf-
ur á kafi, sunnan megin við Elliða-
vatnsbæinn og kastaði flugunni
listilega vel. Þetta reyndist vera
hinn þrettán ára gamli Arnar Tóm-
as Birgisson.
Veiðir alla daga
„Ég er búinn að veiða hér á
hverjum degi síðan veiði hófst.
Mamma eða pabbi skutla mér
hingað upp eftir. Stundum er ég
allan daginn og stundum bara í
nokkra klukkutíma. Ég tek bara
með mér nesti,“ sagði Arnar kátur.
„Karlarnir hérna eru farnir að
þekkja mig nokkuð vel og ég þá.
Þeir leiðbeina mér stundum ef ég
geri eitthvað ekki rétt,“ sagði Arnar
Tómas sem greinilega kann tökin á
flugustönginni og kastar af mikilli
lagni. „Ég er búinn að kasta flugu
síðan ég var sex ára. Ég var fimm
ára þegar ég byrjaði að fara með
pabba í veiði hér í Elliðavatni og
hef veitt hér á hverju sumri síðan.
Ég er alveg sjúkur í vatnið og er bú-
inn að ná mér í mikla reynslu
hérna,“ sagði hann og benti út á
vatnið. „Þarna vakir hann en hann
vill ekkert núna. Ég er búinn að
bjóða honum allt og hann tekur
ekki neitt.“
Arnar Tómas gengur um bakka
Elliðavatns með bæði flugustöng
og kaststöng. „Ég er alltaf með
flugustöng og kaststöng með mér.
Ef flugan virkar ekki þá prófa ég
spóninn og öfugt. Mér finnst
Arnar Tómas Birgisson er ungur og efnilegur veiðimaður
Veiði hér á
hverjum degi
Veiði hófst í Elliðavatni 1.
maí síðastliðinn. Strax á
fyrsta degi flykktust vet-
urþreyttir veiðimenn að
vatninu, enda hiti í lofti
og veiðivon með besta
móti.
Góður veiðimaður
Arnar Tómas er dugleg-
ur að mæta í veiðina.
bleikju áðan á þessa gulu púpu
með skotti.“
Aðspurður hvort hann þekki
marga krakka á sínum aldri sem
veiði segir Arnar Tómas: „Nei,
reyndar ekki, þeir er allir bara inni
hangandi í tölvum eða eitthvað
þannig. Ég þekki nokkra sem veiða
stundum en þeir eru ekkert rosa-
lega duglegir í veiðinni.“
En hvernig hefur veiðin gengið í
vor? „Bara vel. Ég er búinn að fá
átta silunga hér og svo fór ég
nokkrum sinnum í Reynisvatn og
veiddi þar helling af fiski, meðal
annars einn þrettán punda regn-
bogasilung,“ sagði Arnar Tómas
stoltur.
„Þetta er frábært vatn. Ég veiði
hérna frítt. Allir sem eru yngri en
16 ára veiða frítt og eldri borgarar
líka,“ segir Arnar Tómas glaður og
heldur áfram að veiða.
miklu skemmtilegra að veiða með
flugu, það er miklu meira sport.
Stundum gefur spúnninn manni
frekar fisk, þannig að ég held áfram
að nota hann líka.“ Aðspurður
hvort hann noti líka beitu og flot-
holt sagði Arnar Tómas hálfmóðg-
aður: „Nei, ekki séns! Mér finnst
alltof leiðilegt að sitja á rassinum
og gera ekki neitt.“
Veiði frítt
En hvaða flugur notar drengur-
inn?
„Hérna í vötnunum nota ég
mikið alls konar púpur og þurr-
flugur en í sumar fer ég að veiða lax
með pabba í Soginu, Stóru-Laxá og
bara út um allt. Þá nota ég þessar
hefðbundnu laxaflugur,“ sagði
Arnar og sýnir blaðamanni stoltur
fluguboxið sitt. „Ég hnýti líka sum-
ar þessar flugur sjálfur. Ég fékk
Í fyrrakvöld var Páll Ólafsson að
veiða í Þingvallavatni í landi þjóð-
garðsins ásamt félaga sínum. „Við
völdum okkur stað langt frá mak-
ríl-körlunum til að fá frið. Um ell-
efuleytið negldi svo hjá mér stór
fiskur. Hann kom nokkrum sinn-
um í fluguna áður en hann festi sig.
Ég var með heimatilbúna Zonker-
straumflugu, svarta og gráa með
leikuhaus, sem ég kalla Skugga.
Urriðinn rauk út og fór langt niður
á undirlínu. Síðan lagðist hann og
ég náði ekki að hagga honum, enda
með léttar græjur, átta punda taum
og flugustöng fyrir línu númer sex,
sagði Palli. „Eftir fimmtán mínútna
bardaga náði ég honum að landi,
ætli hann sé ekki um tíu pund, við
vippuðum honum í land, smelltum
af honum mynd og slepptum hon-
um strax aftur. Hann var með
merki en það var svo dimmt að ég
náði ekki að lesa á það.“ En datt
Páli aldrei í hug að slá fiskinn í
hausinn og taka hann með sér
heim? „Nei, aldrei,“ sagði Palli. „Ég
var hræddastur um að hann væri
illa tekinn og særður en flugan
hékk bara í munnvikinu á honum
og auðvelt að losa hann. Ég hefði
heldur alls ekki viljað missa flug-
una. Þetta var eina eintakið sem ég
var með.“
Páll Ólafsson veiddi í Þingvallavatni
10 punda urriði á flugu
Síðastliðna helgi hitti blaðamað-
ur þá feðga Örvar Daða Marinós-
son og Daða Frey Örvarsson í efsta
hyl Elliðaánna, svokölluðum
Höfðahyl. Síðastliðin sumur hafa
veiðileyfi verið seld í efsta hluta El-
liðaánna í maí. Þar er egnt fyrir
urriða og eingöngu leyfð flugu-
veiði. Þeim feðgum gekk allt í hag-
inn, voru búnir að ná sex urriðum
á land, 1-2 punda sprækum fisk-
um. „Við erum búnir að fá þrjá
fiska hvor. Alla nema einn hér í
Höfðahyl á þungar púpur. Náðum
einum í Ármótum,“ sagði Örvar og
sýndi blaðamanni stóra loðna
púpu sem kallast „peeping caddis“
sem útleggjast mætti á íslensku
sem gægju-vorfluga.
Tók hann alveg sjálfur
Daði sem er níu ára var að von-
um glaður með sinn hlut í veið-
inni. „Ég náði þessum stóra áðan.
Þetta er fyrsti fiskurinn sem ég fæ
þar sem ég geri allt sjálfur, kasta
flugunni, set í hann og landa hon-
um hjálparlaust. Ég byrjaði að
kasta flugu í fyrra og er búinn að
landa nokkrum fiskum fyrir pabba
en þessum náði ég alveg sjálfur,“
sagði Daði og var að springa úr
stolti.
En veiða þeir feðgar mikið sam-
an. „Já, bara eins mikið og við get-
um. Ég reyni að fara með hann á
staði þar sem ég veit að er fiskur og
ég veit að hann getur sett í fisk,“
segir Örvar. „Ég byrjaði að fara
með hann sem smágutta í Reyn-
isvatn. Svo hef ég farið með hann í
Veiðivötn og núna í Frostastaða-
vatn. Þar er rosa gaman að veiða.“
Jafn skemmtilegt og fótboltinn
„Þessi túr núna er fyrsta ferðin
okkar saman í straumveiði. Hún er
fínn undirbúningur fyrir ferð sem
við ætlum saman í Mývatnssveitina
í lok mánaðarins. Þar ætlum við að
veiða í Helluvatnsá og Arnar-
vatnsá. Það verður stóri túrinn
okkar í sumar. Þar er bara flugu-
veiði. Nú er bara að æfa þetta. Þess-
ir krakkar eiga mjög auðvelt með
að læra alla mögulega hluti. Smá
„dass“ af þolinmæði og þá kemur
þetta,“ segir Örvar og hlær. Daði
segir að hann væri alveg til í að fara
meira með pabba sínum að veiða.
„Þetta er mjög gaman. Það gengur
bara vel að kasta flugunni,“ segir
Daði. Hann er í fótboltatreyju með
merkjum Real Madrid og ég spyr
hann hvort hann æfi fótbolta og
hann jánkar því. En veiðin getur
varla verið jafn skemmtileg og fót-
boltinn? „Jú, þetta er eiginlega bara
jafn gaman.“
Egnt fyrir urriða í Elliðaánum
Feðgar í Höfðahyl
VORIÐVEIÐI
veidi@24stundir.is a
Karlarnir hérna eru farnir að þekkja mig
nokkuð vel og ég þá. Þeir leiðbeina mér
stundum ef ég geri eitthvað ekki rétt.