24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir Eftir Sigurð Boga Sævarsson sigbogi@simnet.is „Við ætlum í loftið með vef þar sem borgararnir geta fengið flesta þá þjónustu sem er í boði á næstu lögreglustöð. Þar má sem dæmi nefna umsóknir á leyfum s.s. til skemmtanahalds og fleira. Þetta er framtíðin; í löndunum í kring- um okkur er þjónusta lögreglu mjög að þróast í þessa átt,“ segir Jónas Ingi Pétursson, fram- kvæmdastjóri rekstrar hjá rík- islögreglustjóra. Vettvangur fyrir ábendingar Allmörg ár eru síðan vefsetrið www.logreglan.is var sett upp. Þar má nálgast fréttir, ýmsar almenn- ar upplýsingar og ýmis eyðublöð fyrir þau leyfi sem lögreglan sér um útgáfu á. „Nú þarf að uppfæra þennan vef, enda eru möguleikar hans býsna takmarkaðir miðað við hvað nú eru gerðar kröfur um,“ segir Jónas. Meðal þess sem verður á hinum nýja vef verður sérstök gátt þar sem fólk getur komið á framfæri málum sem lögreglunni ber að hafa umsjón með eða afskipti af. „Við hugsum þetta sem vettvang borgaranna til að koma með ábendingar um hugsanleg lögbrot eða annað. Í dag koma margir ábendingum á framfæri til dæmis með því að senda tölvupóst til einstakra lögreglumanna eða hringja í fíkniefnasímann eða 112. Vefurinn getur einnig nýst mjög vel sem gátt fyrir ábendingar til lögreglunnar,“ segir Jónas. Hann bætir við að einnig sé ætlunin sú að almenningur geti í fyllingu tímans nálgast á vefsetr- inu upplýsingar um sig og sitt; svo sem færslur í upplýsingar um eigin ökuferil eða aðrar skráðar upplýsingar hjá lögreglu. Í þessu sambandi sé þó mikilvægt að öll- um öryggisatriðum sé fullnægt og þar séu rafræn persónuskilríki, sem væntanleg eru í sumar, lyk- ilatriði. Lögin á netinu Netið er heill heimur út af fyrir sig. Þar - ekki síður en í raun- heimum - er mikilvægt að fylgt sé skráðum sem óskráðum lögum. Bendir Jónas þar meðal annars á Noreg en þar hafa lögreglumenn vaktað fjölsóttar spjallrásir með tilliti til þess hvort þar séu barna- níðingar eða aðrir slíkir á sveimi. Þá starfrækir ítalska lögreglan stöð sem hvergi er til nema á net- inu og hefur það verkefni fengið sérstaka viðurkenningu Evrópu- sambandsins. Til þessa og margs fleira sé horft í netmálum íslensku lögreglunnar þar sem þjónusta við borgarana er útgangspunktur. Nýtt vefsetur lögreglunnar í smíðum Þjónustan er útgangspunktur ➤ Gagnvirkur vefur lögregl-unnar í hönnun. ➤ Vettvangur fyrir ábendingarog upplýsingar um ökuferil. ➤ Leita fyrirmynda hjá netlögg-um ytra. NÝR LÖGREGLUVEFURAlmenningi opnast fjöl- margir möguleikar til gagnvirkra samskipta á nýju vefsetri lögregl- unnar sem tekið verður í notkun síðar á þessu ári. Mynd/sbs Góð þjónusta „Geta fengið flesta þá þjónustu sem er í boði á næstu lög- reglustöð,“ segir Jónas Ingi Pét- ursson, framkvæmdastjóri rekstrar hjá ríkislögreglustjóra. Neyðarvegabréf skulu því aðeins gefin út að umsækjandi hafi ekki getað nýtt sér hraðafgreiðslu við útgáfu almenns vegabréfs. Hafa ber hugfast að neyð- arvegabréf eru ekki ákjósanlegustu ferðaskilríki sem völ er á og duga engan veginn sem fullgild skilríki til langdvalar erlendis. Tollgæslan í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar, sýslumenn, íslensk sendiráð og ræðismenn Íslands er- lendis annast útgáfu á neyð- arvegabréfum. Neyðarvegabréf gilda aldrei lengur en í 12 mánuði. Handhafa neyðarvegabréfs ber að skila því til lögreglu við komu til landsins. Umsækjendum er bent á að hafa meðferðis tvær myndir og að ætla sér góðan tíma ef sækja á um neyðarvegabréf við brottför frá landinu. Nánari upplýsingar veitir Toll- gæslan í síma 425-0659 allan sólar- hringinn. Unnt er að framlengja vegabréf sem nýlega hefur runnið út, þó ekki lengur en svo að uppruna- legur gildistími þess framlengist um eitt ár. Sýslumenn og íslenskar sendistofnanir erlendis annast þessa þjónustu umsækjendum að kostnaðarlausu á auglýstum af- greiðslutíma. Standi valið milli þess að fram- lengja eldra vegabréf eða gefa út neyðarvegabréf skal eldra vegabréf framlengt. Af vefnum logreglan.is Neyðarvegabréf er mögulegt Gilt vegabréf Til að forðast vandræði er best að athuga vegabréfið sitt í tíma áður en haldið er til útlanda. Eftir Sigurð Boga Sævarsson sigbogi@simnet.is Rafrænu skilríkin verða á debet- kortum og verða notuð til auð- kenningar og rafrænna undir- skrifta, t.d. í heimabönkum, í samskiptum við skattayfirvöld, á rafrænum spjallrásum, í rafrænum viðskiptum og fleira en möguleikar með notkun slíkra skilríkja eru margvíslegir. Útfærslan á útgáfu skilríkjanna rafrænu er sú að á hverju debetkorti verður komið fyrir örgjörva sem geymir m.a. skilríki með upplýsingum um hlutaðeigandi aðila eða ein- stakling, rétt eins og önnur skilríki. Með því að leggja kortið í kortales- ara, sem tengdur verður t.d. við heimilistölvu, má nálgast ýmsa þjónustu sem er að finna eða verð- ur að finna á netinu en væri að öðru leyti lokað fyrir. Sá sem þú segist vera „Fyrstu rafrænu skilríkin á de- betkorti verða gefin út í sumar og svo fer þetta verkefni á fullt skrið með haustinu,“ segir Angantýr Einarsson, skrifstofustjóri rekstrar- og upplýsingaskrifstofu fjár- málaráðuneytisins. Hlutverk ráðu- neytisins í verkefninu er meðal annars að byggja upp traust og tryggja öryggi við útgáfu skilríkja. „Það sem hér hangir á spýtunni er að auðvelda aðgengi að rafræn- um upplýsingum, stuðla að örugg- um samskiptum og gera fyr- irtækjum og einstaklingum kleift að skrifa undir ýmsa gjörninga með rafrænum hætti,“ segir Ang- antýr. „Samskiptin þurfa að vera örugg, rekjanleg og tryggja þarf heilleika gagna, svo ekki sé hægt að efast um að þú sért sá sem þú seg- ist vera eða að upplýsingum sé breytt í meðhöndlun aðila án þess að þær séu rekjanlegar. Þróunin er hröð Íslendingar taka virkan þátt í hinni rafrænu stjórnsýslu. Má í því sambandi benda á að nú fylla út og skila um 90% landsmanna skatt- framtölum sínum á netinu og er það hlutfall hvergi hærra. Þá fara samskipti almennings og sveitarfé- laganna stöðugt vaxandi. Má þar nefna að margir nota sér þjón- ustugáttina rafræna Reykjavík á vefsetri borgarinnar. Nokkuð er síðan útgáfa raf- rænna skilríkja hófst í Eistlandi. „Reynsla Eista á þessu sviði er af- skaplega góð og þróunin er mjög hröð,“ segir Angantýr sem vonast til að tækniframfarir í rafrænum samskiptum opni enn fleiri mögu- leika en nú eru til staðar. Tækni dagsins í dag bjóði upp á gagnvirk samskipti til dæmis við skatta- yfirvöld og heimabanka. Gangi allt að óskum verði almenningi þó væntanlega mögulegt að nálgast þjónustu sýslumanna, Trygg- ingastofnunar og hugsanlega heil- brigðisstofnana en það sé þó und- irorpið því að persónuöryggi og rekjanleiki í öllum samskiptum séu að fullu tryggð. Rafræn skilríki „Auðvelda að- gengi að rafrænum upplýsingum,“ segir Angantýr Einarsson, skrif- stofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Útgáfa rafrænna skilríkja hefst í sumar Stuðla að öruggum samskiptum Útgáfa rafrænna skilríkja, sem gilda munu í rafræn- um samskiptum almenn- ings, fyrirtækja og stofn- ana, hefst í sumar. Um er ræða samstarf fjár- málaráðuneytis og banka og sparisjóða. ➤ Rafræn skilríki verða á debet-kortum og notuð til auðkenn- ingar. Örgjafi í hverju korti. ➤ Skrifa undir ýmsa gjörningameð rafrænum hætti. RAFRÆN SKILRÍKI Á vefnum logreglan.is er hægt að fræðast um sektir við umferð- arlagabrotum og punktamissi. Á vefnum segir: Umferðarpunktar eru viðurlög við umferðarlaga- brotum. Þetta á ekki við um öll umferðarlagabrot, heldur eru tínd til þau brot, sem varða öryggi í umferðinni.Veittir eru 1 til 4 um- ferðarpunktar fyrir brot, allt eftir eðli þess. Flestir umferðarpunktar eru fyrir akstur gegn rauðu ljósi og ofsaakstur eða 4 talsins. Umferð- arpunktar eru óstaðfestir í upphafi, eða þar til lögreglan telur umferð- arlagabrot sannað og stofnað hefur verið mál í málaskrá lögreglu vegna þess. Lögreglustjóri á síðan nokkra kosti á að ljúka málinu. Hann getur boðið þeim brotlega upp á að ljúka málinu með greiðslu sektarboðs í formi greiðsluseðils, sent sektargerð og boðið þeim brotlega upp á að við- urkenna brot sitt og samþykkja viðurlög með nafnritun sinni eða hann getur gefið út ákæru. Um- ferðarpunktar hafa ekki vægi fyrr en þeir eru staðfestir. Sjá nánar á vef lögreglunnar, logregla.is. Umferðarpunktar Ekki fara yfir á rauðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.