24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 46

24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 46
Kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð á Glarus íbúðarhótelinu í viku, 16., 23. eða 30. júní og 7. eða 21. júlí. Aukavika kr. 15.000. Kr. 59.990 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Glarus íbúðahótel- inu í viku, 16., 23. eða 30. júní og 7. eða 21. júlí. Aukavika kr. 15.000. Búlgaría MasterCard Mundu ferðaávísunina! E N N E M M / S IA / N M 33 44 7 Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000 · www.terranova.is · Akureyri, sími: 461 1099 B irt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .T er ra N ov a ás ki lu rs ér ré tt til le ið ré tt in ga á sl ík u. A th .a ð ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . í júní og júlí Frábær gisting – fáar íbúðir í boði! Golden Sands í Búlgaríu hefur slegið í gegn hjá Íslendingum. Terra Nova býður nú frábært tilboð á Glarus íbúðahótelinu í júní og júlí (16., 23. eða 30. júní og 7. eða 21. júlí). Nýlegar og fallegar íbúðir með einu svefnherbergi, baðherbergi, stofu og eldhúskrók, síma og gervihnattasjónvarpi. Góður sundlaugagarður með barnalaug og sólbekkjum, veitingastað, snyrtistofu og fleiru. Golden Sands býður þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmöguleika, fjölbreytta veit- ingastaði og fjörugt næturlíf. frá 49.990 kr. Hags tætt verðlag í Búlgaríu! Sértilboð - Glarus íbúðahótelið 46 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir LÍFSSTÍLLHELGIN helgin@24stundir.is a Labbi er eins og Rúnni Júl. Hann er konungur rokksins á Suðurlandi. Euroband á Players Tónlist Eurobandið með þau Frið- rik Ómar og Regínu Ósk í farar- broddi, heldur uppi sannkallaðri Eurovision-stemningu á skemmti- staðnum Players í Kópavogi laug- ardagskvöldið 10. maí. Þau halda senn til Serbíu þar sem þau taka þátt í söngvakeppninni sjálfri og því upplagt að hita upp fyrir stóru stundina í Kópavoginum annað kvöld. MC á Sjallanum Tónlist Merzedes Club-flokkurinn hefur sumarhring sinn í Sjallanum á Akureyri á laugardagskvöld. Einnig koma fram DJ Guru og Haffi Haff. Tvö böll verða haldin, annað er ætlað fólki yngra en 18 ára og hefst kl. 20. Seinna ballið hefst upp úr kl. 23:30. Söngvaskáld í Fríkirkjunni Tónlist Þeir sem kjósa lágstemmd- ari tónlist en þá sem Eurobandið og Merzedes Club bjóða upp á geta brugðið sér í Fríkirkjuna í kvöld kl. 21 þar sem söngvaskáldið Hörður Torfason leikur og syngur. Tónleik- arnir eru haldnir í tilefni af því að á þessum degi eru 30 ár liðin síðan Hörður stofnaði Samtökin ’78 ásamt fleirum. Það besta í bænum „Við segjum svartsýni og böl- sýnisspám stríð á hendur,“ segir Örn Árnason um söngdagskrá sem hann flytur ásamt Óskari Péturs- syni og Jónasi Þóri í KA-heimilinu á mánudag, annan í hvítasunnu. „Við Óskar erum búnir að vera að skemmta af og til í vetur og fyrra- vetur. Svo ákváðum við að búa til plötu sem heitir því ágæta nafni Yfirliðsbræður,“ segir Örn sem hefur skýringu á nafngiftinni á reiðum höndum. „Þetta tengist að sjálfsögðu því að við erum báðir vel við vöxt og vænir menn og þeg- ar konur sjá okkur saman í hóp þá líður yfir þær,“ segir Örn en bendir á að nafnið vísi einnig til hinna vel þekktu Everly-bræðra en þeir taka einmitt lög þeirra á sinn hátt með íslenskum textum. Tónleikarnir eru þeir fyrstu í tónleikaferð þeirra félaga um land- ið. „Þetta er um tveggja tíma skemmtun þar sem við blöndum saman söng og gríni, svokallaður kokteilkabarett,“ segir Örn. Skemmtunin í KA-heimilinu hefst kl. 20 og er aðgangseyrir 2.500 krónur. Yfirliðsbræður á leið um landið Kokteilkabarett Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Árborg hefur alið af sér marga merkilega tónlistarmenn í gegn- um tíðina og verður þeim gert hátt undir höfði á bæjarhátíðinni Vor í Árborg sem hófst í gær og stendur til 18. maí. Ólafur Þórarinsson, betur þekktur sem Labbi í Mánum, leikur þar stórt hlutverk en hann stendur meðal annars að dagskrá helgaðri sveitaböllum í íþrótta- húsinu Iðu á laugardag. „Labbi er eins og Rúnni Júl. Hann er konungur rokksins á Suður- landi,“ segir Andrés Sigurvins- son, verkefnisstjóri hjá Árborg. „Hann stiklar á stóru í sögu sveitaballana á Suðurlandi frá 1960 til 1990 þegar pöbbamenn- ingin hélt innreið sína og drap þetta allt saman,“ segir Andrés. Risarokktónleikar Tónlistarhefð svæðisins verða gerð enn frekari skil á tvennum risatónleikum í Iðu á sunnudag. Þar koma fram hljómsveitir á borð við Nilfisk, Skítamóral, Benny Crespo’s Gang og Mána sem eiga allar rætur að rekja til Árborgarsvæðisins. „Við leggjum mikla áherslu á tónlist. Við erum líka með klassíska tónleika, barnatónleika í kirkjunni og á mánudaginn, annan í hvíta- sunnu, verður söngvakeppni barnanna,“ segir Andrés. Vorskipið kemur Það verður þó ekki aðeins leikið á hljóðfæri og sungið í Ár- borg næstu daga enda yfir eitt hundrað atburðir á dagskrá há- tíðarinnar. Meðal annars verður boðið upp á sýningar, fræðslu- göngur og fjölskyldudagskrá. Einn af hápunktum helgarinnar fer fram í gömlu þorpunum við sjávarsíðuna á morgun. „Eyrar- bakka og Stokkseyri verður um- turnað. Vorskipið kemur og þar verða danskir kaupmenn úti um allt,“ segir Andrés sem vonast til að margir leggi leið sína í bæinn um helgina. „Við erum að minnsta kosti tilbúin að taka á móti öllu þessu fólki og þjónusta það eins og við getum. Dagskrá Vors í Árborg má nálgast í heild sinni á vefsíðunni www.arborg.is. Íbúar Árborgar fagna vori með veglegri hátíð Rokkað í Árborg Tónlistarmenn sem eiga rætur að rekja til Árborg- arsvæðisins verða fyr- irferðarmiklir á dagskrá hátíðarinnar Vors í Ár- borg. Yfir eitt hundrað viðburðir eru í boði. Mánar í ham Labbi og fé- lagar í Mánum leika stórt hlut- verk á hátíðinni Vor í Árborg. ➤ Ókeypis er á nær alla atburðihátíðarinnar. Hægt er að kaupa sérstakan lykil sem gildir á alla þá atburði sem selt er inn á. ➤ Lykillinn kostar 3.000 kr. í for-sölu en hækkar í 4.000 kr. eft- ir föstudag. VOR Í ÁRBORG 24stundir/Golli                                   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.