24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 42

24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir Eftir Sigurð Boga Sævarsson sigbogi@simnet.is Þjónustumöguleikarnir verða fjöl- margir. Með því að slá inn kenni- tölu getur fólk fengið uppgefið til hvaða heilsugæslustöðvar því beri að leita og bókað tíma þar eða hjá sérfræðilæknum. Þá munu not- endur geta talað við hjúkr- unarfræðinga í netspjalli og fengið leiðbeiningar eða góð ráð. Margt fleira má nefna. „Markmiðið með upplýsinga- miðstöð heilbrigðismála er að gefa almenningi kost á að fá á einum stað upplýsingar um framboð þjónustu og fyrsta mat á því hvort veikindi séu alvarlegs eðlis eða ekki, með samskiptum við hjúkr- unarfræðing í gegnum síma eða í gegnum netspjall. Við höfum að leiðarljósi það markmið ráðuneyt- isins að auka þjónustu við almenn- ing og erum meðal annars í sam- starfi við heilsugæslustöðina í Glæsibæ í Reykjavík sem starfrækir sérstakan upplýsingasíma,“ segir Gunnar Alexander Ólafsson, sér- fræðingur í heilbrigðisráðuneytinu. Auðvelda aðgengi Áformað er að upplýsinga- miðstöðin verði komin í gang fyrir lok næsta ár, gangi áætlanir ráðu- neytisins eftir. Starfsfólk heilbrigð- isráðuneytis hefur lagt línurnar varðandi vefsetrið og er gert ráð fyrir því að í haust hefjist vinna við þróun þess. „Bæði á fólk að geta fundið upplýsingar um þjónustu heilsugæslu og svo fikrað sig áfram eftir annarri þjónustu. Gefum okk- ur til dæmis að þú þurfir aðgerð á hné. Þá gætir þú á vefsetrinu fund- ið alla þá sérfræðinga sem annast slíkar aðgerðir og valið þann sem þér líst á eða þann sem fyrstur er með lausan tíma. Leiðarljós alls þessa er að auðvelda aðgengi og bæta þjónustu,“ segir Gunnar. Persónulegt yfirlit Annar möguleiki sem í boði verður á væntanlegri upplýsinga- miðstöð er að fólk geti nálgast yf- irlit yfir heilsufar sitt. Með rafræn- um persónuskilríkjum opnast sá valkostur að fólk geti nálgast upp- lýsingar um sig; fengið yfirlit yfir læknisheimsóknir, lyfjanotkun, of- næmi, bólusetningar og fleira. „Gert er ráð fyrir að ein- staklingar geti með sínum rafrænu auðkennum skráð sig inn á lokaða síðu og fengið persónulegt heilsu- farsyfirlit,“ segir Gunnar Alexander sem bætir við að hér sé vottun Per- sónuverndar lykilatriði. Til þessa hafi heilbrigðisþjónustan farið sér hægt í því að veita þjónustu yfir netið með tilliti til öryggis. Með tækniframförum síðustu ára hafi hins vegar tekist að koma málum í skýran farveg og nú sé þessi mögu- leiki að verða raunhæfur kostur. Heilbrigðisráðuneytið þróar upplýsingamiðstöð á netinu Leiðarljósið að auka þjónustu ➤ Áformað er að upplýsinga-miðstöðin verði komin í gagnið fyrir lok næsta árs. ➤ Hægt verður að bóka tíma hjáheilsugæslunni eða sér- fræðilæknum. ➤ Netspjall og heilsufarsyfirlit. BÆTT ÞJÓNUSTAÁ vegum heilbrigðisráðu- neytis er unnið að þróun sérstakrar upplýsinga- miðstöðvar á netinu. Þar á að vera hægt að nálgast upplýsingar um heil- brigðismál á nánast öll- um sviðum. Góð þjónusta Einstaklingar geta fengið persónulegt heilsufarsyfirlit, segir Gunnar Alexander Ólafsson, sér- fræðingur í heilbrigðisráðuneytinu. Á undanförnum árum hefur ver- ið byggður upp viðamikill gagna- grunnur hjá Ferðamálastofu þar sem eru nú upplýsingar um vel á annað þúsund ferðaþjónustuaðila um allt land ásamt ýmsum hag- nýtum upplýsingum fyrir ferðafólk, bæði á ensku og íslensku. Það er því tilvalið fyrir alla ferðalanga að kíkja aðeins á netið áður en lagt er af stað í ferðalagið þar sem fullyrða má að hér sé um að ræða heildstæðasta gagnagrunninn um íslenska ferða- þjónustu sem til er í dag og er hann alltaf að stækka. Í grunninum er meðal annars að finna ýtarlegar upplýsingar um gistingu, það er hótel, gistiheimili, bændagistingu, farfuglaheimili, sumarhús, skála og tjaldsvæði. Einnig skipulagðar ferð- ir af öllu tagi og samgöngur, svo sem rútur, báta, flug, bílaleigur, strætisvagna og leigubíla. Þá er þar að finna upplýsingar um hvenær söfn um allt land eru opin, lista yfir það sem er á döfinni, golfvelli, veiði, sundlaugar, reiðhjólaleigur og hestaleigur. Loks má nefna ýms- ar fleiri hagnýtar upplýsingar, svo sem um upplýsingamiðstöðvar, ferðaskrifstofur, sendiráð erlendra ríkja og ræðismenn, vegalengdir á milli staða og ýmislegt fleira. Skráning í grunninn er ferðaþjón- ustuaðilum að kostnaðarlausu og hann er öllum aðgengilegur á land- kynningarvef Ferðamálaráðs, www.visiticeland.com og ferða- vefnum www.ferdalag.is. svanhvit@24stundir.is Aðgengilegur og ýtarlegur vefur um ferðaþjónustu Viðamikill gagnagrunnur Snæfellsjökull Ferða- málastofa hefur byggt upp viðamikinn gagnagrunn. Á vefsíðu velferðarsviðs Reykja- víkurborgar má kynna sér ýmiss konar kannanir og verkefni sem unnin hafa verið í tengslum við starfssvið sviðsins. Meðal efnis eru niðurstöður rannsókna meðal nemenda í 5., 6. og 7. bekk á hög- um og líðan í grunnskólum Reykjavíkur árið 2007. Könnun um viðhorf notenda til félagslegrar heimaþjónustu svo og könnun á högum og viðhorfi eldri borgara. Fleiri kannanir sem varða hag og velferð borgarbúa má einnig finna á síðunni svo og nemaverkefni. Efnið hefur mestallt verið sett inn sem pdf-skjöl og er því auðvelt og þægilegt til yfirlestrar. Velferð- arsvið var stofnað í byrjun árs 2005 en sviðið ber ábyrgð á velferð- arþjónustu Reykjavíkurborgar þar með talið barnavernd og fé- lagsþjónustu fyrir alla aldurshópa. Kjörorð sviðsins eru virðing, virkni, velferð. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar Virðing, virkni og velferð að leiðarljósi Vefsíðan Mitt Reykjanes.is var opnuð nýlega en hún er aðgang- ur íbúa að þjónustu og þátttöku í sveitarfélaginu. Í boði er fjöldi möguleika, svo sem umsóknir, umræður, erindi og eftirfylgni, samráð, valdar fréttir og fjöl- margt annað. Á forsíðu hvers notanda birtast fréttir og til- kynningar á grundvelli þeirra áhugsviða sem viðkomandi hef- ur valið. Þá hafa þeir sem eiga börn á skólaaldri beinan aðgang að síðunni á Mentor. Á síðunni getur fólk einnig tekið þátt í um- ræðum sem eru öflugur vett- vangur skoðanaskipta um til- tekið málefni hverju sinni. Lykilorð sent Til að nota vefsíðuna þarf að skrá sig inn með kennitölu og lykilorði. Allir íbúar Reykjanesbæjar eldri en 18 ára eru skráðir í Mitt Reykjanes og hafa lykilorð verið send í heimabanka þeirra en misjafnt er eftir bönkum hvar lykilorðið er vistað, þó oftast megi finna það undir Rafræn skjöl. Íbúar Reykjanesbæjar sem ekki nýta sér þjónustu heimabanka, eða hafa ekki netbanka á sinni kennitölu, geta fengið lykilorð afhent á bæjarskrifstofu eða fengið það sent í pósti. Nýir íbúar í Reykjanesbæ geta fengið aðgang með því að smella á hnappinn Nýskrán- ing undir innskráningarmyndinni. Rafrænn aðgangur íbúa að þjónustu Fjöldi valmöguleika á Mitt Reykjanes Sjúklingatrygging veitir sjúk- lingum rétt til bóta í ákveðnum tilvikum fyrir líkamlegt eða geð- rænt heilsutjón. Þetta á við atvik sem þeir verða fyrir í tengslum við rann- sóknir eða sjúkdómsmeðferð á sjúkrahúsi, heilsugæslustöð eða annarri heilbrigðisstofnun, á sjúkrahúsi erlendis á vegum Tryggingastofnunar, í sjúkra- flutningum eða hjá heilbrigð- isstarfsmanni sem starfar sjálf- stætt og hefur löggildingu heilbrigðisráðherra til starfans. Sjúklingatryggingin er sjálf- stæð trygging og er ekki hluti al- mannatrygginga. Tryggingastofnun annast sjúk- lingatryggingu fyrir heilsugæslu- stöðvar, sjúkrahús og aðrar heil- brigðisstofnanir sem ríkið á í heild eða að hluta og einnig vegna sjúkraflutninga og sjúk- linga erlendis á vegum TR og „siglinganefndar“. Aðrir, sem eru fyrst og fremst heilbrigðisstofnanir sem eru ekki í eigu ríkisins og sjálfstætt starf- andi heilbrigðisstarfsmenn, kaupa sjúklingatryggingu hjá vá- tryggingafélögum. Sjúklingar sem orðið hafa fyrir heilsutjóni í tengslum við meðferð eða rann- sókn hjá sjálfstætt starfandi heil- brigðisstarfsmönnum, þurfa því að beina bótakröfum sínum til vátryggingafélags viðkomandi heilbrigðisstarfsmanns. Af vef Tryggingastofnunar, www.tr.is Hvað er sjúklingatrygging?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.