24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@24stundir.is
Í dag undirritar Soffía Vagnsdóttir,
oddviti K-listans og fyrrverandi
formaður bæjarráðs Bolungarvík-
ur, ásamt systkinum sínum 400
milljóna króna samning við þýsku
ferðaskrifstofuna Kingfisher Rei-
sen. Í samningnum er kveðið á um
smíði 25 húsa og 25 báta fyrir
ferðamenn sem koma í stangveiði
til Bolungarvíkur. „Þetta er samn-
ingur til fimm ára og á tímabilinu
munum við byggja hér 25 hús í
anda gömlu verbúðanna. Það er
verið að hanna þau inn í umhverf-
ið. Bátarnir eiga að taka fjóra til sex
stangveiðimenn sem koma hingað
og leigja hús og bát í eina viku.
Uppbygging í Bolungarvík í
tengslum við verkefnið hljóðar upp
á tæpar 300 milljónir króna,“
greinir Soffía frá.
Öfund og afbrýði
Hún segir þau systkinin eiga
bænum gjöf að gjalda. „Það var frá-
bært að alast hér upp og við viljum
eiga þátt í að gæða samfélagið lífi.
Verst er hins vegar þegar samfélagið
tekur upp á því að éta sjálft sig inn-
an frá. Ég á þá við ef menn fyllast
öfund og afbrýði vegna umfangs-
mikilla framkvæmda annarra.“
Soffía, sem er skólastjóri grunn-
skólans í Bolungarvík, kveðst hafa
velt því mikið fyrir sér hvað geti
mögulega hafa legið að baki sam-
starfsslitum A-listans við K-listann
í apríl síðastliðnum. „Ég gerði mér
ekki grein fyrir því að ég þætti of
fyrirferðarmikil, eins og beinlínis
hefur verið lýst yfir. Oddviti A-
listans, Anna Guðrún Edvardsdótt-
ir, sagði að samningur minn og
systkina minna við Íslenska aðal-
verktaka um að veita þeim mönn-
um sem vinna að gerð ganga milli
Bolungarvíkur og Ísafjarðar fæði
og húsaskjól hefði verið kornið sem
fyllti mælinn. Ég hafði ekki áttað
mig á því að hún og hennar fólk
hefðu verið með mæliglös á borð-
inu sem þau tíndu sandkorn í. Við-
horf mitt til verka er hins vegar
þannig að ég fer ekki í fýlu þótt ég
fái ekki mínu framgengt. Ég segi
skoðun mína og held svo áfram að
vinna að því sem þarf. Auðvitað
kostar það fé að framkvæma. Að
segja að við höfum verið óábyrg í
fjármálum eru hræðilega veik rök.
Ef framkvæmdir eru stöðvaðar
verður stöðnun sem er versti óvin-
ur þróunar.“
Opnað fyrir stóriðju
Klausa í málefnasamningi nýrrar
bæjarstjórnar A- og D-lista í Bol-
ungarvík varð tilefni enn frekari
vangaveltna Soffíu. „Í þessum nýja
málefnasamningi er opnað á
möguleika á stóriðju á Vestfjörð-
um. Ég verð að viðurkenna að ég
hrökk svolítið í kút við þá tilhugs-
un að markmiðið hafi mögulega
verið að nota mig og Grím Atlason,
fyrrverandi bæjarstjóra, sem blóra-
böggla og skella okkur út eins og
skákmönnum af taflborðinu til að
koma hugmyndinni um olíu-
hreinsunarstöð áleiðis. En þótt ég
sé komin í minnihluta og Grímur
sé ekki lengur bæjarstjóri eru radd-
ir okkar ekki hættar að heyrast.
Vestfirðingar þurfa ekki olíu-
hreinsistöð. Ef Íslendingar sækja
um undanþágu vegna mengunar-
kvóta eru þeir að móðga landið sitt.
Olíuhreinsistöð myndi eyðileggja
þorskeldi hér og starfsemi sprota-
fyrirtækja sem vinna afurðir úr
náttúrunni.“
Breytt nálgun við sjóinn
Soffía kveðst viss um að Bolvík-
ingar rífi sig upp úr lægðinni sem
gengið hefur yfir. Hún tekur það
jafnframt fram að ýmsir eigi ef til
vill erfitt með að venjast tilhugs-
uninni um breytta atvinnuhætti.
„Nálgunin við sjóinn er til dæmis
að breytast. Í stað þess að borga sjó-
mönnum fyrir að fara um borð og
sækja fiskinn koma menn að utan
og borga okkur fyrir að fá að fara
um borð í bátana til að veiða fisk.
Samningurinn sem undirritaður
verður í dag snýst um þess háttar
þjónustu.“
Erlendu ferðamennirnir eiga
einnig að fá að kynnast menningu
staðarins, að sögn Soffíu. „Við
systkinin erum öll tónlistarfólk og
við ætlum að bjóða ferðamönnum
upp á tónlist og stuð á meðan þeir
dvelja hér.“
Hundraða milljóna
króna samningur
Soffía Vagnsdóttir í Bolungarvík semur við þýska ferðaskrifstofu um smíði 25 húsa og 25 báta
Fer ekki í fýlu Soffía
Vagnsdóttir segir
skoðun sína og held-
ur svo áfram að vinna
að því sem þarf.
➤ Meirihlutasamstarfi A-lista ogK-lista í Bolungarvík var slitið
21. apríl síðastliðinn.
➤ Fulltrúar A-lista og D-listamynduðu nýjan meirihluta
24. apríl.
SAMSTARFSSLITIN
ROSAAFSLÁTTURsem kve›ur ni›urver›bólgudrauginn
- flegar flú kaupir parket!
Krókhálsi 4 • Sími 567 1010 • www.parket.is
R†MINGARDAGAR
ROSALEGIR
Veggflísar
Gólfflísar
Vi›arparket
Plastparket
Vaskar
BlöndunartækiA›eins í nokkra daga
!
E
in
n
t
v
e
ir
o
g
þ
r
ír
2
8
7.
21
0
Anna Guðrún Edvardsdóttir,
oddviti A-listans í Bolungarvík og
núverandi formaður bæjarráðs,
vísar því á bug að samstarfsslitin
við K-lista hafi verið vegna skiptra
skoðana um olíuhreinsistöð. ,,Við
viljum bara skoða þessi mál frá öll-
um hliðum en ekki loka á þau með
því að segja nei. Það verður aldrei
farið út í stóriðju nema lög og
reglugerðir heimili það.“
Anna leggur áherslu á að vax-
andi ágreiningur hafi verið innan
meirihlutans um ýmis mál sem
ekki hafi farið hátt. ,,Okkar áhrif
innan meirihlutans fengu sífellt
minna vægi eftir því sem leið á
samstarfið. Fulltrúar K-listans
töldu okkur hafa gert óheyrilegar
kröfur vegna þess að við vorum
með minna atkvæðamagn á bak
við okkur en þeir. Það virðist sem
þessi slit vegna ágreinings og trún-
aðarbrests hafi komið á óvart. Þetta
kom sjálfstæðismönnum hins veg-
ar ekki á óvart vegna þess að bæj-
arfulltrúi K-listans var farinn að
viðra sig upp við D-listann og segja
að samstarfið við A-listann gengi
erfiðlega. Í mínum huga er það
ekkert annað en trúnaðarbrestur
þegar farið er að ræða við minni-
hlutann í stað þess að ræða við
samstarfsaðilann.“
ingibjorg@24stundir.is
Oddviti A-listans í Bolungarvík
Slitin ekki vegna
olíuhreinsistöðvar
Oddvitinn Við viljum bara skoða
þessi mál frá öllum hliðum.