24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 37

24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 37
24stundir FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 37 » Byggingarverkfræði » Efnaverkfræði » Fjármálaverkfræði » Hugbúnaðarverkfræði » Iðnaðarverkfræði » Rafmagnsverkfræði » Reikniverkfræði » Tölvunarfræði » Tölvuverkfræði » Umhverfisverkfræði » Vélaverkfræði Rafræn skráning á www.hi.is Skemmtilegt nám í örri þróun á traustum grunni Nám sem býður upp á spennandi starfsmöguleika á fjölbreyttum sviðum. Verkfræði Tölvunarfræði VERKFRÆÐI- OG NÁTTÚRUVÍSINDASVIÐ www.verk.hi.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 4 19 90 0 4/ 08 Á vef Hagstofu Íslands, hag- stofa.is, er hægt að ná í hinar ýmsu upplýsingar er varða ís- lenskt samfélag. Þar birtast einn- ig fréttir daglega um ýmsar nið- urstöður er varða land og þjóð sem skemmtilegt er að forvitnast um. Þar sem ferðasumarið er að byrja er gott til þess að vita að heildarfjöldi gistinótta var 2,6 milljónir árið 2007 sem er um 7,6% aukning frá fyrra ári. Gisti- nóttum fjölgaði frá árinu 2006 á hótelum og gistiheimilum um 10,9%, 10,6% á farfuglaheimilum og 1,0% á tjaldsvæðum. Fækkun gistinótta var 16,4% á svefnpoka- gististöðum, 6,8% á heimagisti- stöðum, 6,5% í orlofshúsabyggð- um og 3,2% í skálum í óbyggð- um. Gistinætur á hóteli Þá má sjá frétt um nýjar tölur er varða gistinætur í mars sl. Gistinætur á hótelum í mars síðastliðnum voru 77.500 en voru 88.100 í sama mánuði árið 2007. Gistinóttum fækkaði því um rúm 12% milli ára, mest á Austurlandi (-22%), samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða (-21%) og Suðurlandi (-20%). Hlutfallslega fækkaði gistinóttum mest á Austurlandi, úr 2.700 í 2.100. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fækkaði gistinóttum úr 7.600 í 5.800 og á Suðurlandi úr 9.200 í 7.300. Á höfuðborg- arsvæðinu fækkaði gistinóttum úr 64.300 í 56.900 eða um tæp 12%. Gistinóttum fjölgaði í mars á Norðurlandi um rúm 16% á milli ára, úr 4.600 í 5.400. Vefur Hagstofunnar býr yfir upplýsingum Færri gestir á hótelum í mars 24stundir/Ásdís Það fylgir því talsverður undirbún- ingur að sækja um nám erlendis og umsóknarferlið getur vafist fyrir fólki. Á heimasíðu mennta- málaráðuneytisins undir liðnum menntamál má finna orðalista sem getur auðveldað verkið nokkuð. Í honum má finna ensku heitin á aðaleinkunn, stúdentsprófi, öld- ungadeild og námsleiðum svo eitt- hvað sé nefnt. Einnig finnst þar listi áfangaheita á ensku. Áfangaheitalisti á ensku Námskrá fyrir grunnnám í ís- lensku fyrir útlendinga má finna á heimasíðu menntamálaráðuneyt- isins undir liðnum útgefið efni. Þar má meðal annars finna upplýs- ingar um skipan náms, námsmat og áfangalýsingu. Við gerð nám- skrárinnar var viðmiðunarrammi Evrópuráðsins fyrir erlend tungu- mál hafður til hliðsjónar en ramm- inn auðveldar og samræmir mat á tungumálakunnáttu. Námskrá fyrir íslenskunám Samgönguráðuneytið hefur ætíð leitast við að senda hagsmuna- aðilum til umsagnar hvers konar drög að lagafrumvörpum og reglu- gerðum sem snerta viðkomandi starfsgrein en það eru ýmsir mála- flokkar sem falla undir ráðuneytið. Þeir sem vilja fá send drög að frumvörpum eða reglugerðum á vegum ráðuneytisins eru beðnir að senda ósk þess efnis á tölvupóst- fangið postur@sam.stjr.is. Umsagnir starfsgreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.