24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 38
SKIPHOLTI 17 - 105 REYKJAVÍK SÍMI: 588 4699 FAX: 588 4696 VEFSÍÐA: OBA.IS NETFANG: OBA@OBA.IS
Þú þekkir okkur af gæðunum - og lága verðinu!
TÖLVUTENGT TÍMASKRÁNINGARKERFI
MEÐ FINGRAFARALESARA!
Með TimeQplus Biometric kerfinu skráir
starfsfólkið sig inn og út með því einu að
leggja fingurinn í skynjarann!
Tengist beint við PC-tölvu eða á
LAN/Internet.
Geymir allt að 30,000 færslur.
Öflugur hugbúnaður heldur
utan um færslurnar.
38 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir
Eftir Sigurð Boga Sævarsson
sigbogi@simnet.is
Unnið er að undirbúningi þessa í
samgönguráðuneytinu. Verkefnið
framundan er ærið, enda þarf
bæði að huga að fjölmörgum
tæknilegum atriðum og auk þess
þarf að að breyta lögum um kosn-
ingar til sveitarstjórna. „Þetta er
spennandi mál,“ segir Geir Ragn-
arsson, verkfræðingur hjá sam-
gönguráðuneytinu, sem hefur
umsjón með verkefninu.
Útstrikanir tæknileg útfærsla
„Forsenda rafrænna kosninga á
kjörstað er rafræn kjörskrá. Hana
ætti að vera til þess að gera auð-
velt að setja upp. En til að geta
boðið upp á rafrænar kosningar
yfir netið þarf rafræn persónuskil-
ríki sem væntanleg eru síðar á
þessu ári. Búnaður á hefð-
bundnum kjörstað væri hefð-
bundin tölva með kortalesara.
Einnig gæti verið möguleiki á að
nota snertiskjái. Þetta er í raun-
inni einfalt. Útstrikanir og breyt-
ingar á röðun á kjörseðli flækir
málið töluvert. Þar þarf að finna
tæknilega útfærslu sem gerir kjós-
endum auðvelt að notfæra sér
möguleikann.“
Geir leggur áherslu á að í byrj-
un yrðu rafrænar kosningar að-
eins nýr valkostur til viðbótar við
hefðbundnar kosningar.
Tileinkum okkur tæknina
„Eistar sem eru komnir mjög
langt í þessari þróun hafa haldið
rafrænar kosningar í tvígang. Í
síðustu alþingiskosningum þar í
landi nýttu þó aðeins 4% kjós-
enda sér að greiða atkvæði raf-
rænt, en aðrir kusu með hefð-
bundnum hætti með því að mæta
á kjörstað,“ segir Geir sem hefur
trú á að Íslendingar muni nýta sér
þennan valkost í meiri mæli.
Reynslan sýni að þeir séu fljótir að
tileinka sér nýja tækni svo sem í
bankaviðskiptum yfir netið.
„Hér á landi sé ég fyrir mér til
dæmis að opnað yrði fyrir kosn-
ingu yfir netið nokkrum dögum
fyrir kjördag sem gæti nýst mjög
vel til dæmis við atkvæðagreiðslu
utan kjörfundar. Ef kjósendum
snýst hugur fram að kjördegi geta
þeir endurtekið kosninguna á net-
inu eða þá mætt á kjörstað og
greitt atkvæði þar. Við það ógild-
ist fyrri atkvæðagreiðsla og síðasta
kosningin gildir.“
Sveitarfélögin séu ólík
Ekki hefur verið ákveðið í
hvaða sveitarfélögum landsins
verður boðið upp á rafrænar
kosningar árið 2010. „Við munum
þróa þetta mál og vinna í sam-
starfi við Samband íslenskra sveit-
arfélaga og fleiri aðila, enda þarf
að leysa úr fjölmörgum atriðum
svo að þetta geti orðið að veru-
leika. Ég tel þó æskilegast að við
myndum kjósa í sveitarfélögum
sem eru ólík; hvað varðar land-
fræðilegar aðstæður, íbúafjölda og
fleira. Þannig öflum við okkur
bestrar reynslu – og á þessum
tíma skiptir hún raunar mestu,“
segir Geir Ragnarsson að síðustu.
Nýstárlegt tilraunarverkefni í samgönguráðuneytinu:
Kosið rafrænt í þremur
sveitarfélögum
➤ Rafrænar sveitarstjórn-arkosningar 2010.
➤ Nýtist vel við utankjörfund-aratkvæðagreiðslu.
➤ Viðbót við hefðbundinn kjör-fund.
FRAMTÍÐINStefnt er að því að hægt
verði að kjósa rafrænt til
sveitarstjórnar í tveimur
til þremur sveitarfélög-
unum í næstu kosn-
ingum.
Mynd/sbs
Spennandi verkefni Geir Ragn-
arsson segir útfærslu á fyr-
irkomulagi rafrænna sveitarstjórn-
arkosninga vera spennandi.
Á vefsíðunni https://rafra-
en.reykjavik.is má finna eyðublöð
fyrir ýmiss konar framkvæmdir og
þjónustu. Á síðunni er t.d. hægt að
láta skrá örmerki heimiliskattarins
með því að slá inn kennitölu eig-
anda og örmerkið.
Allir vel merktir
Í samþykkt um kattahald í
Reykjavík segir að samkvæmt lög-
um eigi allir kettir eldri en fjögurra
mánaða að vera örmerktir af dýra-
lækni skv. stöðlum Alþjóðastaðla-
ráðsins. Strax að lokinni skráningu
skulu eigendur katta síðan koma
upplýsingum um númer örmerkis
og nafn og kennitölu eiganda til
umhverfissviðs
Reykjavíkurborgar sem heldur
skrá um örmerkta ketti í Reykja-
vík. Einnig skuli kettir bera hálsól
með upplýsingum um heimilisfang
eiganda og símanúmer.
maria@24stundir.is
Samkvæmt lögum skulu kettir merktir
Eigendur geta skráð
örmerki á netinu
Leiðarvísirinn island.is veitir
auðvelt aðgengi að opinberri
þjónustu en síðan er upplýsinga-
og þjónustuveita fyrir almenning
með heildstæðum upplýsingum
um þjónustu ríkis og sveitarfélaga.
Á síðunni er að finna hagnýtar
upplýsingar í ýmsum efn-
isflokkum og fjölda tilvísana í efni
og þjónustu sem finna má á vefj-
um ráðuneyta, stofnana og sveit-
arfélaga.
Efnisyfirlit
Alls eru 12 efnisflokkar á isl-
and.is en meðal þeirra má nefna
húsnæði og heimili, neytendamál,
innflytjendur og mannlíf. Á síð-
unni er yfirlit yfir stóran hluta
eyðublaða og umsókna sem er að
finna á opinberum vefjum en í
fyrstu útgáfu eru yfir 1.200 eyðu-
blöð á island.is. Einnig eru yfir
1.000 orðskýringar á vefnum.
Verkefninu hefur verið skipt
upp í þrjá áfanga: upplýsingagátt,
þjónustugátt, aukin gagnvirkni og
einstaklingsmiðuð þjónustugátt.
Í fyrstu útgáfu vefsíðunnar er að
finna nokkuð umfangsmiklar
upplýsingar í þeim málaflokkum
sem boðið er upp á. Einnig eru
krækjur á nær öll eyðublöð á vefj-
um ríkis og sveitarfélaga. Island.is
er langtímaverkefni sem verður í
stöðugri þróun og er markmiðið
að stuðla að aukinni gagnvirkni á
netinu.
Aðengilegt fötluðum
Forsætisráðuneytið hefur ein-
sett sér að gera vefsíðuna aðgengi-
lega fötluðum notendum. Því hef-
ur við hönnun og vinnslu vefjarins
verið tekið mið af reglum og við-
miðum sem Öryrkjabandalagið og
Sjá ehf. hafa sett fram um aðgeng-
ismál. Einnig verður séð til þess að
starfsfólk síðunnar fái þá þjálfun
sem þarf til að framfylgja slíku.
Gagnagrunnur eyðublaða og upplýsinga
Leiðarvísir sem veitir
auðvelt aðgengi
Þó að það virðist ekki við fyrstu
sýn þá getur verið ansi skemmtileg
að vafra um á heimasíðum ráðu-
neytanna og ýmislegt fróðlegt sem
þar má finna. Þannig má finna
mjög áhugaverða skýrslu á heima-
síðu samgönguráðuneytisins um
vinnu kvenna á sjó, hlutverk þeirra
og stöðu á Íslandi. Helstu nið-
urstöður skýrslunnar eru þær að
konur eru í miklum minnihluta
sjómanna og þær ná því sjaldnast
að vera yfir 10 prósent þeirra.
Ástæðu þess að konur sækja ekki
sjóinn í meira mæli er einna helst
að finna í menningarbundnum
þáttum, í skiptingu vinnunnar í
karla- og kvennastörf og takmörk-
uðum vilja fólks til að haga sér í
ósamræmi við ímynd karlmennsku
og kvenleika. Með þessari kyn-
bundnu hugmyndafræði er ýtt
undir þá trú að sjómennska sé ekki
hentugur starfsvettvangur fyrir
konur. Konurnar sem rætt var við
vegna skýrslunnar létu vel af því að
vinna á sjó og engin þeirra áleit sig
hafa liðið fyrir það að vera kona í
því „karlastarfi“ sem sjómennskan
er álitin vera. Algengara var að
reynsla kvennanna af starfinu væri
jákvæð en neikvæð og þeim fannst
viðhorfin líka vera á þá leið.
svanhvit@24stundir.is
Jákvæð reynsla kvenna af sjómennsku
Sjómennska ekki fyrir konur