24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir Vaxtalaus greiðslukjör í allt að 12 mánuði (visa/euro) Engin útborgun Sjóntækjafræðingar með réttindi til sjónmælinga og linsumælinga Netríkið Ísland er kjörorð nýrr- ar stefnu sem ríkisstjórnin sam- þykkti 22. apríl síðastliðinn. Í henni kemur fram skýr vilji og ásetningur stjórnvalda um að ná fram ákveðnum breytingum í þjónustu við almenning og fyr- irtæki og nútímavæða stjórn- sýsluna. Stefnan er í góðu sam- ræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá árinu 2007, en þar kemur meðal annars fram: Unnið verði að einföldun og nútímavæðingu stjórnsýslunnar, aukinni notkun á upplýs- ingatækni til að bæta opinbera þjónustu, auka skilvirkni og ein- falda samskipti milli almennings og stjórnvalda. Stöðumat – Opinber þjónusta á netinu er óviðunandi Eðlilegt er að spurt sé hvort við Íslendingar séum ekki nú þegar í fremstu röð í notkun upplýs- ingatækni og því lítil pressa á að breytingar eigi sér stað. Við getum jafnvel velt því fyrir okkur hvort einhver þörf sé fyrir stefnu á þessu sviði. Staðreyndin er sú að á mörgum sviðum tækninnar eru Íslendingar mjög vel staddir og í röð fremstu þjóða heims. Það á við um tölvu- eign, aðgengi að interneti og notk- un á tölvum og interneti bæði hjá almenningi og fyrirtækjum. Kann- anir sýna til dæmis að Íslendingar nýta vel alla þá rafrænu þjónustu sem í boði er hjá opinberum að- ilum. Þessar upplýsingar eru mik- ilvægar því af þeim má ráða að þjóðin vill „afgreiða sig sjálf“ þar sem það er mögulegt. Hins vegar sýna margar kannanir að Íslend- ingar standa sig illa þegar skoðað er framboð á rafrænni þjónustu. Í könnun sem gerð var í Evrópu árið 2007 er Ísland í 22. sæti í hópi 31 þjóðar þegar skoðaðir eru 20 mik- ilvægir þjónustuþættir fyrir al- menning og fyrirtæki. Kjarni máls- ins er að frammistaða Íslands eða íslenskrar stjórnsýslu í rafrænni þjónustu er óviðunandi og úr því þarf að bæta. Netþjónusta er forgangsmál í nýrri stefnu Í hinni nýju stefnu er brugðist við og tekið á framboði á rafrænni þjónustu sem greinilega er okkar Akkilesarhæll. Framtíðarsýnin er skýr: Íslendingar verði fremstir þjóða í rafrænni þjónustu og nýtingu upplýsingatækninnar. Og leiðarljós stefnunnar er: Notendavæn og skilvirk þjón- usta – engar biðraðir. Undirstaða stefnunnar er sterk því eins og áður hefur komið fram standa Íslendingar vel á mörgum sviðum upplýsingatækninnar. Það er einnig styrkleiki þessarar stefnu að hún var mótuð í samráði við ráðuneyti og hagsmunaaðila til að stuðla að því að hún yrði í senn skynsamleg, raunhæf og fram- kvæmanleg. Almenningur átti að auki kost á að tjá sig um málið á vefnum Island.is. Netríkið Ísland Heiti stefnunnar er grípandi og vísar til þess að alla opinbera þjón- ustu verði hægt að nálgast á netinu eftir því sem við á. Einnig vísar það til þess að ríkið vinni sem ein heild eða eitt samhæft net en slík sam- hæfing er lykilatriði til að bæta megi opinbera þjónustu, auka skil- virkni og stuðla að öflugri framþróun. Framkvæmd stefnunnar Stefnunni verður hrint í fram- kvæmd á árunum 2008-2012. Til þess að árangur náist þurfa lyk- ilstjórnendur í ráðuneytum og stofnunum að tileinka sér innihald hennar og fylgja henni eftir af ein- urð. Þessu verkefni er ekki hægt að vísa alfarið til tæknimanna því í grunninn snýst innleiðingin um eðlilega þróun og nútímavæðingu stjórnsýslunnar. Það er sjálfsagt að þjónusta op- inberra stofnana taki mið af þörf- um samfélagsins og því tæknistigi sem þjóðin er á. Því þurfum við að gera fólki kleift að afgreiða sig sjálft þannig að biðraðir og bið í stofn- unum heyri sögunni til. Það spar- ast mikill tími við það að lágmarka ferðalög fólks milli opinberra stofnana. Á tuttugustu og fyrstu öldinni eiga gögn að ferðast milli stofnana en ekki fólk. Á hverju sviði eða stofnun eru sértæk úrlausnarefni og mun þar reyna á frumkvæði og hugkvæmni starfsmanna við að finna bestu leiðir. En margir þættir eru þess eðlis að mikilvægt er að stofnanir og ráðuneyti vinni saman til að niðurstaðan verði samhæft og skil- virkt kerfi sem endurspeglar heiti stefnunnar, Netríkið Ísland. 24stundir/Frikki Stefna ríkisstjórnar Íslands um upplýsingasamfélagið 2008-2012 Netríkið Ísland ➤ 1996: Framtíðarsýn rík-isstjórnar Íslands um upplýs- ingasamfélagið. ➤ 2004: Auðlindir í allra þágu -Stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 2004- 2008: Netríkið Ísland - Stefna ríkisstjórnar Íslands um upp- lýsingasamfélagið 2008- 2012. FYRRI STEFNUR: „Það er sjálfsagt að þjón- usta opinberra stofnana taki mið af þörfum sam- félagsins og því tækni- stigi sem þjóðin er á,“ segir forsætisráðherra, Geir Haarde, sem leiðir nýja og metnaðarfulla stefnu um upplýsinga- samfélag sem ríkisstjórn- in hefur nýlega sam- þykkt. Tölvur og internet eru stór hluti af daglegu lífi nærri því allra Íslendinga í starfi og leik. Í könnunum Hagstofunnar kemur í ljós að níu af hverjum tíu Ís- lendingum á aldrinum 16- 74 nota tölvur og að auki eru nánast öll fyrirtæki hér á landi nettengd eða 97- 100% fyrirtækja með 10 eða fleiri starfsmenn. Til samanburðar má nefna að í aðildarlöndum Evrópusambandsins eru tölvur á um 62% heimila að meðaltali og aðeins 51% þeirra með internetteng- ingu. Hagstofan mælir einnig tilgang netnotkunar og hann hefur lítið breyst og er aðallega að skiptast á póstsendingum, leita upplýsinga um vörur og þjónustu, blaðalestur og viðskipti í heimabanka. Nær öll fyrirtæki hér á landi höfðu átt í samskiptum við opinbera aðila í gegnum net árið 2006. Það ár höfðu að meðaltali 64% fyrirtækja í ESB- löndum átt í samskiptum við hið opinbera. Hlutfall einstaklinga hér á landi í samskiptum við hið opinbera var hæst hér á landi eða 61% á móti 24% að meðaltali í ESB-löndum. dista@24stundir.is Hátt hlutfall nettengdra heimila á Íslandi Níu af hverjum tíu Íslenskt samfélag er komið einu skrefi nær því að rafvæða öll við- skipti í landinu með því að skil- greina form fyrir einfalda rafræna reikninga. Markmiðið er að allar stofnanir ríkisins geti tekið við raf- rænum reikningum fyrir árslok 2008. Í febrúar 2005 tóku gildi lög í Danmörku sem skylduðu öll fyr- irtæki landsins til að senda reikn- inga á rafrænu formi til ríkisins annars fengjust þeir ekki greiddir. Rafræn viðskipti allra stofnana fyrir árslok Ekkert inn um lúguna Í dag bjóða rúmlega 19% stofn- ana ríkisins upp á fullkomlega raf- ræna afgreiðslu. Rafræn þjónusta opinberra aðila hefur aukist gífurlega frá árinu 2005 en árið 2003 buðu aðeins 3% upp á slíka þjónustu. Þetta er ein af niðurstöðunum úr könnun sem forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa látið gera á vefjum ríkis og sveitarfélaga árið 2007. Vefirnir voru metnir meðal annars með til- liti til þjónustu, innihalds, nytsemi og aðgengis. Einnig voru skoðaðir möguleikar almennings til að fylgj- ast með og tjá sig um málefni stofnananna. Skoðaðir voru 262 vefir rík- isstofnana, ráðuneyta og sveitarfé- laga, að meðtöldum sérstökum þjónustuvefjum sem nokkrar stofnanir hafa komið sér upp. Markmiðið með könnuninni var að fá heildstætt yfirlit yfir þá þjónustu sem er í boði á vefjum ríkis og sveitarfélaga en einnig að auka vitund opinberra aðila um það hvar þeir standa í samanburði við aðra og gefa betri hugmynd um möguleika og tækifæri sem felast í rafrænni þjónustu. dista@24stundir.is Aukning í rafrænni þjónustu síðustu ár 262 vefir skoðaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.