24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 19

24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 19
24stundir FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 19 www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Rafskutlur -umhverfisvænn ferðamáti FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Hér á Spáni er nánast allt kaffi blandað sykri við brennsluna til að gera það ódýrara. Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Þegar Kári Sverrisson og eiginkona hans, Guðrún Þorgrímsdóttir, héldu til Spánar fyrir tæpu ári til þess að leita að húsi til að dvelja í að sumarlagi fengu þau viðskipta- hugmynd sem olli því að Spán- ardvölin varð miklu lengri en fyr- irhugað var. Þau komust nefnilega að því að hvergi var hægt að fá gott kaffi á kaffihúsum og sáu þess vegna tækifæri til að bæta úr því. „Hér á Spáni er nánast allt kaffi blandað sykri við brennsluna til að gera það ódýrara. Fyrirtækin hér viðurkenna þetta. Þetta kaffi er verra fyrir magann auk þess sem bragðið verður annað. Spánverjar eru hins vegar farnir að kynnast alvörukaffi og eru hrifnari af því. Sumir hafa hoppað hæð sína þeg- ar við höfum greint frá því að við ætlum að bjóða upp á vinsæla kaffidrykki eins og til dæmis fra- puccino, capuccino og latte. Hér hefur til dæmis hvergi verið hægt að fá frapuccino. Spánverjar eru 5 árum á eftir öðrum í kaffimenn- ingunni. Þeir hafa ekki fengið kennslu í því hvernig á að laga kaffi á réttan hátt,“ segir Kári sem um árabil hefur starfað hjá við- skiptafyrirtækjum á Íslandi. Mikil eftirvænting Hann segir stefnt að því að opna 2 til 3 kaffihús í Alicante á þessu ári undir merkjum Te & Kaffi sem mun eiga 20 prósent í félaginu. „Við munum eiga 80 prósent í félaginu. Í náinni fram- tíð geta svo Spánverjar keypt sér- stakt leyfi til þess að opna kaffihús undir okkar merkjum. Nú þegar hafa ýmsir sýnt þessu áhuga. Við vorum í 6 mánuði að leita að hentugu húsnæði undir fyrsta kaffihúsið hér í Alicante þar sem við vildum vera miðsvæðis. Með- an á leitinni stóð spurðist þetta út og menn vildu fá okkur á fund sinn til að ræða um möguleika á samstarfi. Það ríkir mikil eftir- vænting hér,“ greinir Kári frá. Fyrsta kaffihúsið í Alicante und- ir merkjum Te & Kaffi verður opnað í júní. „Við munum bjóða upp á ýmsar nýjungar í mat og öðrum drykkjum. Við ætlum að bjóða upp á alls konar samlokur sem Spánverjar hafa ekki séð áður og sushi-bakka,“ segir Kári. Mikill uppgangur í Alicante Mikill uppgangur er í Alicante, að sögn Kára. „Hér er verið að reisa niðri við sjóinn eitt stærsta hótelið á Spáni fyrir viðskipta- menn. Hér er stærsta kvikmynda- verið í Evrópu. Verið er að þre- falda stærð flugvallarins hér. Ýmsar keðjur hafa verið opnaðar hér að undanförnu og það hefur um leið verið brjálað að gera. Markaðurinn hér krefst þess að fá eitthvað nýtt og meira.“ Kári og Guðrún ráðgera að opna kaffihús í fleiri borgum Spánar þegar fram líða stundir. Flutningarnir á kaffi frá Íslandi til Spánar verða þess vegna tíðir og miklir. Að sögn Kára er gert ráð fyrir að kaffið verði flutt með skipum. Opna kaffi- hús á Spáni  Kaffihús undir merkjum Te & Kaffi opnað í Alicante Í Alicante Kári Sverr- isson segir Spánverja bíða spennta eftir því að fá alvörukaffi. ➤ Te & Kaffi kaupir kaffibaunirerlendis frá og ristar þær hér á landi. Blandað er eftir eigin uppskriftum, að sögn Hall- dórs Guðmundssonar, sölu- stjóra kaffihúsa fyrirtækisins. KAFFIFRAMLEIÐSLAN MARKAÐURINN Í GÆR             !""                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   '    01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                                             : -   0 -< = $ ' >4?@>4>A@ 3BBA5CC 55>?4@@@4 A?55?@CC @@4@B4?D@ >5@5CC >>>D?5A>@ @AABA@C>? 3>B33@@?? 3@?A>BA 3A@3A3DC >5>A35A44 , 3CAB@?CC 4A5CC C C A>?B>D3 @?D@DBA , D@43D>B5 , D433CCC ?DCDAA5 , , >CCA@ADCC , , @E>4 33ECC >CE@5 4E33 >4EB5 D>ECC D>E45 @B5ECC D@E35 BDEBC AE43 >>E?3 3E5B B5E@C >EDB 4E@D D3?E5C >5@CECC 33>ECC , >A?E5C , DDECC , , , 55A5ECC >CECC , @ED4 33EA5 >CE?A 4EA3 >@ECC D>E?C D>E?C @BBECC D@E55 B3E?C AE4@ >>E?@ 3E4D B4ECC >E3> 4E@@ DA>E5C >5?CECC 33@ECC CE?5 >5DECC , D>E?C @E35 , , 55BCECC , 4ECC /   - A D D4 D> A5 5 ? ?> 34 A >3 35 , ? > , , >3 >C , A4 , 5 > , , @ , , F#   -#- ?5DCC? ?5DCC? ?5DCC? ?5DCC? ?5DCC? ?5DCC? ?5DCC? ?5DCC? ?5DCC? ?5DCC? ?5DCC? ?5DCC? 45DCC? ?5DCC? ?5DCC? @5DCC? 3CADCC? ?5DCC? ?5DCC? 55DCC? ?5DCC? >C3DCC? ?5DCC? @5DCC? 4>DDCC@ DD?DCC@ ?5DCC? @5DCC? @3DCC? ● Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Glitnis, fyrir um 800 milljónir króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum Atlantic Petroleum, eða 3,35%. Bréf Færeyjabanka hækkuðu um 2,04%. ● Mesta lækkunin var á bréfum Exista, eða 1,81%. Bréf Eimskipa- félagsins lækkuðu um 1,18% og bréf Landsbankans um 1,08%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,36% í gær og stóð í 4.923 stig- um í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 2,10% í gær. ● Samnorræna OMX40- vísitalan hækkaði um 0,02% í gær. Breska FTSE-vísitalan hækk- aði um 0,16%, en þýska DAX- vísitalan lækkaði um 0,06%. Hrunið á spænska húsnæðismark- aðnum er meðal annars sagt vera vegna þess að margir geta ekki greitt lánin sem þeir tóku fyrir kaupum á fasteignum. Fast- eignasalinn Heidi Ch. Bråteng, sem selt hefur fasteignir við strendur Spánar í yfir 20 ár, segir fallið á markaðnum hafa verið allt að 25 prósent á undanförnum tveimur árum. „Það þýðir að möguleikar eru á að gera mjög góð kaup ef maður er heppinn,“ segir fasteignasalinn í viðtali á vefsíðunni aften- posten.no. Sem dæmi nefnir hann að íbúðir sem kostuðu 400 þúsund evrur fyrir 18 mánuðum kosti nú 300 þúsund evrur. Mesta verðhrunið hefur verið inni í landinu þótt það hafi reyndar fallið á sumum stöðum við strandlengjuna, að því er haft er eftir fasteignasalanum Agnar D. Carlsen. Hann bendir þeim sem vilja fjárfesta í fasteign á Spáni á að auðveldast sé að leigja út fasteignir sem eru við golfvelli. ibs Markaður kaupenda Fasteignajöfurinn Michael Ezra frá Úganda í Afríku gekk nýlega frá kaupum á Airbus A380 far- þegaþotu sem hann ætlar að hafa til einkanota, að því er greint er frá á vefsíðu Daily Monitor. Gert er ráð fyrir að flugvélin verði tilbúin til afhendingar árið 2010 og muni kosta 410 milljónir dollara eftir að hún hefur verið innréttuð að þörfum kaupand- ans. Greint er frá því að í flugvél- inni verði skrifstofur, ráð- stefnusalur, karókísalur, bíósalur, fjögur svefnherbergi og heilsu- lind. Í því rými sem farangur er venjulega geymdur í verður rými fyrir starfsmenn og þrjá bíla. Ezra, sem er 34 ára, er annar ein- staklingurinn sem ætlar að nota A380 sem einkavél. Hinn er prinsinn Al Waleed Bin Talal frá Sádi-Arabíu. ibs Airbus A380 til einkanota Heimsmarkaðsverð á olíu náði sögulegu hámarki í gær þegar tunnan kostaði tæpa 124 dali. Hækkunin kom þrátt fyrir óvæntar fréttir af því að birgðir Bandaríkjamanna væru meiri en áður var haldið. Olíuverð hefur hækkað um 25% frá ársbyrjun og hafa sérfræðingar spáð því að verðið kunni að hækka í 200 dali á tunnu innan skamms. aí Olíutunnan nærri 124 dölum Birkir Hólm Guðnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Ice- landair. Birkir hefur starfað hjá félaginu um árabil, nú síðast sem svæðisstjóri þess á Norðurlöndum, með aðsetur í Kaupmannahöfn. Í fréttatilkynningu segir að Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, hafi að undanförnu einnig stýrt Icelandair, en láti nú af því starfi til að einbeita sér að stjórnun Icelandair Group. Nýr framkvæmdastjóri hefur einnig verið ráðinn hjá Icelandair Cargo, Gunnar Már Sigurfinnsson, en hann tekur við starfinu af Pétri J. Ei- ríkssyni. Gunnar Már hefur verið framkvæmdastjóri sölu- og mark- aðssviðs Icelandair undanfarin þrjú ár, en við því starfi tekur Helgi Már Björgvinsson. Þá hafa Árni Hermannsson og Erlendur Svavarsson verið ráðnir framkvæmdastjórar á sviði leiguflugs og flugvélaviðskipta hjá Icelandair Group. aí Miklar hræringar hjá Icelandair Hagnaður japanska bílarisans Toyota dróst saman um 28% á fyrsta ársfjórðungi. Hagnaðurinn nam 316,8 milljörðum jena, jafn- virði 232 milljörðum króna, sam- anborið við 440,1 milljarð jena á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. aí Minni hagnaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.